Færslur fyrir júní, 2015

Fimmtudagur 11.06 2015 - 09:27

Eignastýring eftir höft

Margir eru eflaust farnir að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að varðveita sparifé sitt nú þegar höftin verða losuð. Er skynsamlegt að færa fé yfir í gjaldeyri og þá hversu mikið? Reynslan fyrir hrun sýndi að alltof margir höfðu fjárfest alltof mikið í íslenskum eignum eða eignum erlendis tengdum íslenskum aðilum. Þegar hrunið kom […]

Miðvikudagur 10.06 2015 - 08:46

Losun hafta án ESB

Það eru ekki bara kröfuhafar sem borga losun hafta með stöðugleikaálagi eða skatti. Það gera líka íslensku heimilin og fyrirtækin sem þurfa að borga sitt stöðugleikaálag í gegnum okurvexti krónunnar. Þó 500 ma kr. frá kröfuhöfum sé há upphæð er hún einskiptisaðgerð upp á 1.5 m kr. per íbúa. Vaxtaþrældómur krónunnar er hins vegar nokkuð […]

Þriðjudagur 09.06 2015 - 06:57

Lee Buchheit semur

Ljóst er að samningar við kröfuhafa eru langt komnir, þökk sé AGS og Lee Buchheit, aðalsamningamanni Íslands í Icesave deilunni sem vinstri sjórnin réði til landsins. Menn verða nú að gefa Steingrími prik fyrir það. Það eru litlar líkur á að þessi fordæmalausi stöðugleikaskattur verði notaður, enda gerir hann lítið annað en að rýra orðspor […]

Mánudagur 08.06 2015 - 13:47

Stalínískur tónn

Það var stalínískur tónn í kynningu um losun fjármagnshafta. Þið gerið eins og við segjum annars setjum við 39% eignaskatt á ykkur. Tal um fordómalausar aðgerðir og afnám einkaréttarins var óheppilegt. Ef markmiðið var að gefa kröfuhöfum spark í rassinn þá held ég að menn hafi aðeins farið fram út sér og hrætt líftóruna úr […]

Sunnudagur 07.06 2015 - 07:44

Bankasala keisarans

Nokkrar umræður hafa spunnist um hina svokölluðu “sölu” á nýju bönkunum rétt eftir hrun. Menn tala um að ríkið hafi tapað milljörðum í þessari “sölu”. Hér held ég að gæti ákveðins misskilnings. Ríkið var ekki að selja banka heldur að fjárfesta í nýju bankakerfi. Réttara er að gagnrýna þær fjárfestingarákvarðanir sem teknar voru þegar nýju […]

Miðvikudagur 03.06 2015 - 09:36

Sprek á verðbólgubálið

Nýtt fasteignamat er eldiviður á verðbólgubálið. Matið á verslunar- og skrifstofuhúsnæði í miðbænum hækkar í sumum tilfellum um 25% annað árið í röð.  Hvernig eiga fyrirtækin að mæta svona tveggja stafa hækkunum ofan á nýja kjarasamninga?  Einhvers staðar verða peningarnir að koma. Það er alveg ljóst að verðbólgan á eftir að taka snöggan kipp og […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur