Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 28.12 2010 - 08:16

Krónan og hagvöxtur 2011

Það er athyglisvert að lesa hagvaxtaspá bandaríska fjárfestingabankans, Goldman Sachs, sem birtist nýlega.  Þar er spáð hagvexti í heiminum á næsta ári upp á 4.6%.  Mest af þessum hagvexti mun koma frá Asíu, Rússlandi og Suður-Ameríku, en í flestum þróuðum hagkerfum er spáð hagvexti yfir 2%, með fáeinum undantekningum.  Þar er auðvita að finna Japan og […]

Föstudagur 24.12 2010 - 08:18

Gleðileg jól

Ég óska lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Kærar þakkir fyrir góðar athugasemdir og umræður á árinu sem er að líða.

Föstudagur 17.12 2010 - 11:16

Húsnæðisvextir upp í 6%?

Það er athyglisvert að bera saman nýleg skuldabréfaútboð Íbúðarlánasjóðs og OR.  Vegnir vextir hjá ÍLS voru 3.60% en OR birtir vaxtakjör upp á 4.65% verðtryggt (nú er þetta ekki alveg sambærilegt þar sem ég hef ekki ítarlegar upplýsingar úr uppboðunum).  Ávöxtunarkrafa fjárfesta er líklega um 100 punktum hærri hjá OR en ÍLS?    Það er erfitt […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 10:14

Wolfgang Schäuble

Það eru víst ekki margir sem kannast við Wolfgang Schäuble á Íslandi, en hann er líklega einn valdamesti maður í Evrópu í dag.  Wolfgang er fjármálaráðherra Þýskalands og var nýlega kosinn áhrifamesti fjármálaráðherra Evrópu, af breska dagblaðinu Financial Times. Þýskaland stendur enn aftur á hátindi efnahagsstjórnunar í Evrópu, landsframleiðsla mun aukast um 4% á þessu […]

Sunnudagur 05.12 2010 - 08:38

Verður Bjarni guðfaðir Icesave?

Eftir rúm tvö ár er Icesave enn að þvælast fyrir mönnum og enn hefur ekki tekist að koma málinu í höfn.  Ríkisstjórnin vill semja, stjórnarandstaðan vill málið fyrir dóm, Forsetinn vill nýja þjóðaratkvæðisgreiðslu en almenningur vill ekki sjá Icesave.  Sem sagt, algjör pattstaða eftir tvö ár. Icesave er milliríkjadeila þannig að einhliða ákvarðanir Íslendinga duga […]

Laugardagur 04.12 2010 - 16:00

Yfirveðsett en hvers vegna?

Nú hefur ríkisstjórnin farið 110% leið bankanna, þar sem höfuðstóll húsnæðislána verður færður niður að 110% af verðmati eigna.  Þetta er að mörgu leyti skynsamleg leið svo fremi sem húsnæðismarkaðurinn er virkur. En hér á landi er í raun enginn virkur markaður með húseignir.  Fáar eignir fara kaupum og sölum í beinhörðum peningum.   Þetta skapar […]

Fimmtudagur 02.12 2010 - 09:53

Einkavæðing að hætti Íslendinga

Sjalda hefur einni þjóð tekist að umbreyta stórkostlegum forfeðra arfi í eina allsherjar skuldasúpu sem síðan á að afhenda næstu kynslóð á uppdekkuðu silfurfati án skýringa.  Hér er Ísland í sérflokki eins og í svo mörgu öðru. Íslensk einkavæðing er víti til varnaðar.  Hún mun skipa sér sess í sögubókunum og í fjármálafræðum sem dæmi […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 11:11

Litlir hagræðingarmöguleikar í heilbrigðismálum

Skýrsla OECD um heilbrigðismál er athyglisverð.  Þar segir að íslenska kerfið sé vel rekið og að Íslendingar fái einna mest út úr sínu kerfi miðað við útgjöld.  Þetta eru góðar og slæmar fréttir.  Þær þýða að hér eru litlir auka hagræðingarmöguleikar í heilbrigðismálum, allur frekari niðurskurður verður að koma í formi minni og óöruggari þjónustu […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 10:43

Um áratugamót

Þá er aðeins einn mánuður eftir af fyrsta áratug nýrrar aldar sem hefur einkennst af öfgafullum sveiflum og agaleysi.  Vonandi verður hann sá versti á öldinni. Næsti áratugur verður áratugur uppgjörs og stefnumörkunar.  Þá verður þjóðin að svara aðkallandi spurningum um framtíðina og setja kúrsinn á eitthvað haldbærara markmið en ófarir annarra. Meðal þess sem […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 13:48

„Schadenfreude“

Vandræði annarra er himnasending til þeirra sem eru með allt niðri um sig, og ekkert er betra en þeir sem lenda í meiri vandræðum en maður sjálfur.  Í stað þess að sýna samúð og samstöðu með nágrönnum okkar, Írum, virðast þeir sem stóðu vaktin hér á landi í hruninu byrjaðir að notfæra sér ófarir Íra sem staðfestingu […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur