Síðasta færsla mín um Verne Holding hefur vakið athygli en ég vildi setja hana í heilstætt samhengi til að forða misskilningi. Í nýrri skýrslu AGS kemur fram að eitt helsta áhygguefni hér á landi eru skuldir einkageirans og þar erum við að tala um skuldir fyrirtækja að stærstum hluta. Til að grynnka á þessum skuldum […]
Iðnaðarnefnd Alþingis ræðir nú á föstudag hina vandræðalegu stöðu sem komin er upp í Verne Holding. Hér er um mikilvægt verkefni að ræða þar sem erlendir fagfjárfestar koma að. Það er vægast sagt óheppilegt að íslenskir stjórnarmenn sem sitja í Verne skuli sitja fyrir hönd Björgólfs Thors. Eftir að Skýrslan kom út getum við ekki […]
Amx vefurinn gerir mikið úr varnarbréfi Davíðs sem hann ritaði rannsóknarnefndinni. Nú eiga allir rétt á vörnum og sjálfsagt að lesa bréf Davíðs. Varnir Davíðs byggja fyrst og fremst á vanhæfni nefndarmanna og þröngum starfsvettvangi Seðlabankans sem takmarkaði möguleika á björgunaraðgerðum. Ábyrgðin lá hjá FME og ráðherrum, samkvæmt bréfi Davíðs, og vissulega er margt til […]
Íslenska bankakreppan er meir í ætt við kreppuna á Wall Street 1929 en lausafjárkrísuna 2008 í okkar nágrannalöndum. Kveikjan að íslensku kreppunni eru lán til hlutabréfakaupa, sérstaklega lán fyrir eigin bréfum bankanna. Þegar hlutabréfaverð féll, féll veðstofn bankanna og þeir með. Það sem er svo ótrúlegt er að stjórnir bankanna og FME skyldi láta þetta […]
Það er alltaf að koma betur í ljós hvers konar einræðisstjórnskipulag Ísland býr við. Foringjar stjórnarflokkanna eru eins konar einræðistvíburar. Oftast eru þetta „góðkynja“ stjórnir en með Davíð Oddsyni virðist kerfið hafa orðið illkynja, með hræðilegum afleiðingum sem eru gerð ýtarleg skil í Skýrslunni. Spurning er hvað vannst með sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Innleiddum við hér opið […]