Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 12.04 2015 - 06:50

“Speak softly and carry a big stick”

Þessi orð, sem tileinkuð eru Teddy Roosevelt, komu upp í hugann eftir digurbarkalegar yfirlýsingar forsætisráðherra um losun fjármagnshafta. Engum forsætisráðherra í nágrannalöndunum dytti í hug að tala svona. Þar er hefð fyrir því að sjálfstæðir og sterkir seðlabankastjórar stjórni peningamálastefnunni. Hlutverkaskipunin í afnámsferlinu er óljós og það dregur úr trausti. Það er lágmarkskrafa að ráðamenn […]

Föstudagur 10.04 2015 - 06:07

Bara fugl í skógi?

Nú þegar flokksþing Framsóknar er að byrja er rétt að rifja upp hverju formaðurinn lofaði fyrir síðustu alþingiskosningar.  Hér er færsla frá 2013 sem ekki þarfnast frekari skýringa: ——— Fyrir kosningar boðaði Sigmundur Davíð eftirfarandi á vefsíðu sinni: Lofað var stóru svigrúmi: …eðlilegt svigrúm nemi þegar allt er talið um 800 milljörðum. Það er miklu […]

Miðvikudagur 08.04 2015 - 07:13

Ríkið er aflögufært

Það eru til nógir peningar hjá ríkinu til að hækka laun um 30% án þess að setja ríkisreikninginn í uppnám.  Vandamálið er að þessir peningar renna nú til fjármagnseigenda. Fjármagnskostnaður ríkisins eru um 22% af rekstri ríkisins en launakostnaður 38%.  Eins og bent hefur verið á í þessum skrifum er fjármagnskostnaður per skuldaða einingu meir […]

Sunnudagur 05.04 2015 - 09:41

Auðveldara með evru

“Lausnamiðað” fólk hlýtur að kynna sér nýlega skýrslu KPMG um afnmám hafta eða hvað?  Eru ekki allar skýrslur eða valmöguleikar jafnir á Íslandi?  Þarf blessun stjórnmálamanna til að mega skoða alla möguleika á faglegan hátt? Slagorðið “evran slæm, krónan góð” hefur sterkan “Orwellian” undirtón.  Þessum söng má ekki breyta og dýrin hafa ekkert um það […]

Miðvikudagur 01.04 2015 - 07:14

Enska skýrslan hans Frosta

Þjóðhagspeningakerfi eins og lýst er í nýrri skýrslu á ensku til Alþingis mun aldrei virka og gerir lítið annað en að auka enn óvissuna varðandi stefnu Íslands í peningamálum.  Þá vinnur skýrslan gegn markmiðinu um losun hafta. Til að skilja hið nýja kerfi er best að líta á það frá sjónarhóli heimilanna.  Bankakerfinu verður skipt […]

Mánudagur 30.03 2015 - 08:15

Sparisjóður seldur á slikk

Það er ekki á hverjum degi sem ein verðmætustu viðskiptasambönd landsins eru seld á brunaútsöluverði.  En það gerðist um helgina þegar Sparisjóður Vestmannaeyja var seldur í “ekta” 2007 ferli, þar sem sami meirihluti sat báðum megin við borðið. Nú eru Vestmannaeyjar ein stærsta og gjöfulasta verstöð landsins og líklega eru viðskiptasambönd per mann verðmætari þar […]

Föstudagur 27.03 2015 - 08:57

Sparisjóður riðar til falls

Mál Sparisjóðs Vestmannaeyja er allt hið furðulegasta.  Svo virðist samkvæmt blaðafréttum að útlánasafn sjóðsins hafi verið ofmetið og það aðeins komið í ljós eftir athugun FME í lok árs 2014. Þetta vekur upp spurningar um störf stjórnar sjóðsins, Bankasýslunnar og FME.  Ef rýnt er í ársskýrslur SV kemur í ljós að stjórn sjóðsins og endurskoðendur […]

Fimmtudagur 26.03 2015 - 08:19

Láglaunalandið Ísland – hvað veldur?

Launafólk er langþreytt á lágum launum og vill leiðréttingu þar sem annars staðar.  Ríkisstjórn sem setti “leiðréttingu” sem sinn hornstein hlýtur að taka á þessu eins og tekið var á húsnæðislánunum. Það var jafn mikill forsendubrestur hjá launafólki og húsnæðiseigendum í hruninu. En það getur orðið hægara sagt en gert að hækka launin á sjálfbæran […]

Mánudagur 23.03 2015 - 07:45

Ísland 0 – Noregur 1

Bréf utanríkisráðherra Íslands til ESB er lítið annað en sjálfsmark hjá Íslandi.  Hinn raunverulegi sigurvegari er Noregur. Að senda bréf sem ekkert mark er tekið á og engin samvinna var um er tímasóun.  Skilaboðin eru skýr og þau sömu og í makríldeilunni – Íslendingar fara sínar eigin leiðir og eru óútreiknanlegir.  Fleiri munu nú segja […]

Laugardagur 21.03 2015 - 08:56

Icesave leið úr höftum

Margir telja að nú séu góðar horfur til að losa fjármagnshöftin?  Hvers vegna?  Jú, vegna þess að vaxtamunur við útlönd er í hæstu hæðum.  Hann muni laða erlent fjármagn til landsins.  M.ö.o. það á að nota vaxtaokur heimilanna og minni fyrirtækja til að létta á höftunum. Þetta kallar maður Icesave leið úr höftum, en þetta […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur