Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 11.01 2014 - 08:39

Verðbólguplástrar

Enn eina ferðina á að reyna að ráðast á verðbólgudrauginn með plástrum.   Þetta var reynt alloft á síðustu öld og endaði alltaf á einn veg.  Verðbólgudraugurinn vann ætíð, enda ódrepandi með krónuna sem hjarta. Nú reyna menn á nýrri öld og ætla að koma að draugnum sofandi þar sem hann mókir eftir 10% hækkunn krónunnar […]

Föstudagur 10.01 2014 - 12:34

Skuldaleiðrétting eða afleiða?

Eitt mikilvægasta atriðið sem Alþingi þarf að taka ákvörðun um þegar lög um skuldaleiðréttingu verða lögð fram og afgreidd er hvort lántakendur þurfa að “borga” fyrir leiðréttinguna með því að afsala sér rétti til endurfjármögnunar. Þetta er mikilvægt þar sem endurfjármögnunarvalmöguleikinn getur verið mjög verðmætur og í sumum tilfellum verðmætari en skuldaleiðréttingin sjálf.  Sérstaklega á […]

Miðvikudagur 08.01 2014 - 17:00

Ekki banna verðtrygginguna!

Leiðin út úr verðtryggingunni er ekki að banna hana heldur afnema þá “einokun” sem verðtryggingin býr við og skekkir alla samkeppni. Vandamálið við verðtrygginguna er að hún hefur alltaf verið verðlögð á einokunargrundvelli. Neytendur hafa borgða of hátt verð fyrir verðtrygginguna í skjóli “einokunarumhverfis” fagfjárfesta.  3.5% lögbundin ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða og bann lánastofnana við að bjóða […]

Fimmtudagur 02.01 2014 - 09:16

2013: Jenið féll 26%

Japanska jenið féll 26% gagnvart krónunni á síðasta ári.  Þar með fengu þeir sem enn eru með lán í jenum stærstu “leiðréttinguna” á síðasta ári og það STRAX. Frá ágúst 2008 til loka árs 2013 hækkaði jenið um 43% gagnvart krónu.  Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 36%. Það er því alls […]

Miðvikudagur 01.01 2014 - 15:46

2014

Árið 2013 var ár fjárfesta, allar vísitölur ruku upp nema gull og ríkisskuldabréf. Þetta er að miklu leyti bandaríska seðlabankanum að þakka sem hefur haldið áfram að dæla peningum inn í hagkerfið og haldið vöxtum í sögulegu lágmarki.  En allt tekur enda. Ávöxtunarkrafa á bandarísk ríkisskuldabréf er þegar farin að hækka og aðeins er tímaspursmál […]

Þriðjudagur 24.12 2013 - 09:18

Icesave jólabónus

Landsbankinn tilkynnti í gær að hann hafi að eigin frumkvæði ákveðið að greiða Icesave kröfuhöfum 50 ma kr í gjaldeyrir.  Þrátt fyrir skort á gjaldeyri og þrönga stöðu þjóðarbúsins er til svigrúm til að borga kröfuhöfum jólabónus STRAX.   Engin gjaldeyrishöft virðast ríkja hér. Athyglisvert! Íslenskir lífeyrissjóðir fá ekki undanþágu til að yfirfæra 50 ma […]

Sunnudagur 22.12 2013 - 08:11

2007 jól hjá sumum

Valdastéttin hefur búið svo um knútana að lítill hluti þjóðarinnar munu halda 2007 jól á meðan restin baslar við að halda í 4% verðbólgu sem enginn ræður við enda skiptir hún ekki máli hjá valdastéttinni sem er með sitt á þurru.  Hún er jú með launin evrutengd.  Sala á BMW bílum á Íslandi jókst víst […]

Laugardagur 21.12 2013 - 20:21

Orkneyjasaga hin nýja

Það fer ekki mikið fyrir fréttum frá Orkneyjum á Íslandi þó þar búi frændur okkar. En samkvæmt áramótaútgáfu The Economist er talið að Orkneyjar og Hjaltlandseyjar sjái sér klókan leik á borði til að auka sjálfræði yfir eigin málum samhliða þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Skota á næsta ári. Þó það séu yfir 500 ár síðan eyjarnar […]

Föstudagur 20.12 2013 - 21:20

Höftin kynda verðbólgubálið

Verðbólgan er komin yfir 4% og stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar.  Hér eiga höftin ákveðna sök. Steinsteypa er öruggasta fjárfestingin á Íslandi innan hafta.  Verðbréfamarkaðurinn er  þunnur skammtímamarkaður þar sem menn verða að fara inn og út á réttum tíma og það getur oft reynst erfitt.  Margir búast þar við myndarlegri leiðréttingu ef […]

Fimmtudagur 19.12 2013 - 10:30

Nato og ESB

Örríki hafa ekki sömu möguleika og önnur ríki.  Þeirra fullveldi eru settar skorður.  Stærðin setur þeim mörk. Flestir sjá að Ísland getur ekki rekið sjálfstæða og trúverðuga varnarstefnu með eigin her.  Og herlaust land er varnarlaust land eins og seinni heimsstyrjöldin sannaði.  Slík laus er aðeins tímabundin góðviðrislausn.  Um þetta virðist samkomulag á Íslandi enda […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur