Laugardagur 09.05.2009 - 08:43 - 61 ummæli

Játningar hins útstrikaða, og fleira

Magnús Siguroddsson var um daginn óhress með blogg hér á síðunni um ákveðinn pólitíkus og taldi að ég ætti að líta mér nær: „Þú bloggar ekkert um 656 útstrikanir sem þú fékkst í síðustu alþingiskosningum.“ En nú er einmitt komið að því, svona meðan við bíðum eftir nýrri ríkisstjórn.

Menn sem taka þátt í stjórnmálum eiga að íhuga útstrikanir þegar þær eru svona margar, taka mark á þeim og reyna að finna út hvaða skilaboð felast í þeim. Og ég fékk margar útstrikanir, frá um 5% af kjósendum, og þeim fækkar ekkert þótt viðkomandi hafi ekki náð kjöri, þótt útstrikanir hafi aldrei verið fleiri, þótt tveir aðrir frambjóðendur á mínum lista í Reykjavík norður hafi verið strikaðir oftar út.

Ég finn fernskonar skýringar á þessum 656 útstrikunum.

Í fyrsta lagi umhverfispólitík. Ég greiddi einn Samfylkingarmanna atkvæði gegn Helguvíkursamningnum á þinginu í vor (Þórunn sat hjá) þegar ég var þar sem varamaður, og sat auðvitað undir ásökunum um að vilja ekki að fólk hefði vinnu og svo framvegis. Ég lét þar líka í ljós miklar efasemdir um hvalveiðiákvörðun Einars K. Guðfinnssonar og hvalveiðiviðbrögð Steingríms J. Sigfússonar þegar hann varð ráðherra – þótt ég vissi vel að slíkar efasemdir væru ekki fallnar til skyndivinsælda. Umhverfismenn hafa átt nokkuð á brattan að sækja í kreppunni, þá skapast eftirspurn eftir töframönnum sem draga uppúr hattinum framkvæmdir og atvinnu og erlendar fjárfestingar, en þolinmæði minnkar gagnvart framtíðarlausnum og hægari en öruggari skrefum í atvinnumálum.

Í öðru lagi vinstrisvipur: Fræðimenn og álitsgjafar eru sammála um að margir þeirra sem áður kusu Samfylkinguna hafi nú farið yfir á VG, en Samfylkingin fengið í staðinn Evrópusinnuð atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum – einsog „að láni“. Slíkir kjósendur vilja ýmsir gefa til kynna þeir séu ekki „venjuleg“  S-atkvæði, og nota til þess útstrikunina. Með réttu eða röngu er yðar einlægur oft talinn til vinstri í Samfylkingunni, og það álit styðst vissulega við pólitíska ferilsskrá þar sem ekki fer mikið fyrir dáleikum hans og Sjálfstæðisflokksins.

Í þriðja lagi er svo einfaldlega það að mörgum líkar misjafnlega við persónuna Mörð Árnason einsog hún birtist á vettvangi stjórnmála og fjölmiðla. Og til þess hafa menn fullan rétt. Það stafar meðfram af göllum þess sem um er rætt, sem oft fer ekki varlega, er málglaður og stundum stóryrtur úr hófi fram, getur virst – eða verið – hrokafullur í fullvissu sinni um ágæti málstaðarins, og ætti sannarlega að kunna sér það hóf í ræðu og riti að meiða ekki persónur þótt hitni í málefnakolunum. Í fyrri kosningum hefur yðar einlægur líka fengið talsvert af slíkum útstrikunum, og veit upp á sig skömmina.

Í fjórða lagi kunna svo að koma sérkennilegar innanflokksástæður sem ég átta mig ekki á til fulls. Ég stóð mig ekki vel sjálfur í prófkjörinu en varð þá líka var við ákveðinn andróður án þess að geta fest á honum hendur. Þegar uppstillingarnefnd tók svo til starfa skapaðist þar skrýtinn samblástur sem að lokum beindist gegn mér í þessu blessaða varamannssæti, og ég þurfti í restina að taka verulega á með góðri hjálp margra félaga minna til að verja við frágang listans þann árangur sem þó hafði náðst í prófkjörinu. Vel má vera að í kosningunum sjálfum hafi þetta skuggabox haldið áfram, eins ófagurt og það nú var — og er?

Enn ein skýring sást í bloggi rétt eftir kosningarnar, sú að útstrikanir á mig hafi verið varnarviðbragð stuðningsmanna Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þegar ljóst varð síðustu daga fyrir kosningar að hún mundi verða mjög útstrikuð. Að það væri sniðugt að jafna út áhrif af straumnum gegn Steinunni með því að strika út manninn fyrir neðan. Þetta er auðvitað rugl, orðið til útaf fréttum um íhaldið í Suðurkjördæmi þarsem stuðningsmenn Árna Johnsens eiga að hafa beitt ámóta brögðum. Auðvitað kunna einhverjir vinir Steinunnar að hafa hugsað þessu líkt og einstaka maður látið það eftir sér í kjörklefanum, en að fólk hafi skipulagt svona held ég enganveginn, og veit að minnsta kosti að sjálf kom Steinunn Valdís hvergi nærri.

Voilà! Ef þessi greining er í námunda við raunveruleikann – þá ætti ég bara að vera stoltur af umhverfispartinum. Skilja kjósendurna sem komu inn úr hægrikuldanum, og fyrirgefa þeim. Vera hugsi yfir innansveitarkrónikum og skyggnast um gáttir allar áður gangi fram. Og horfa auðmjúkur í spegil vegna útstrikana sem teljast dómur um persónu, fas eða framgöngu.

Og verð ég þó í miðri þeirri auðmýkt að minna á að ómuletturnar hefjast með því að brotin eru egg. Og sá sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr … og svo framvegis. En maður á svo sannarlega að vanda sig. Hvernig sem þetta nú allt saman veltist.

Meiri játningar

Að þessum játningum loknum er rétt að taka fram að ein ástæða er allavega ekki fyrir þessum 656 útstrikunum – að ég hafi fengið prófkjörsstyrki frá FL og Baugi. Svoleiðis styrkir eru reyndar teljandi á fingrum annarrar handar í mínu tilviki, af því ég hef forðast eftir megni að fá fé til þessa annarstaðar en úr eigin vasa. Í prófkjöri 2003 fékk ég samt 200 þúsund krónur, um fimmtung af þáverandi útgjöldum frambjóðandans, að gjöf frá góðum félaga úr KR. Og þegar prófkjörið 2007 var búið kom til mín guðfaðir minn, þekktur eðalleikari hér í bæ, viðurkenndi að hin kristilega leiðsögn hefði verið nokkru minni en lofað var forðum, og taldi svo upp úr veskinu sínu tuttugu fimmþúsundkalla. Ég bara horfði á hann og hélt í mér vatninu. Svo hefur pabbi stundum rétt mér pening einsog í gamla daga, og auðvitað hefur ýmis önnur hjálp verið framreidd af hlýhug og elskusemi þótt ekki sé í beinhörðum peningum.

Styrkirnir – og borgarstjórnin

Viðurkenni að ég var hissa vikuna fyrir kosningar á milljónastyrkjunum sem fólk hafi fengið, þar á meðal flokksfélagar mínir og keppinautar í prófkjörum Samfylkingarinnar, og finnst þeir eiginlega ekki siðlegir. Þetta er auðvitað búið núna og verður vonandi aldrei meir, en þessi skuggi eltir fólkið áfram í pólitíkinni, og líka flokkinn þess og aðra frambjóðendur, einsog sást hjá okkur núna.

Rétt hjá Helgu Völu: Við í Samfylkingunni þurfum að hreinsa þessi styrkjamál alveg út fyrir næstu kosningar.

Ekki síst vegna þess að næstu kosningar eru sveitarstjórnarkosningar, og það hlýtur að vekja athygli okkar í Reykjavík hvað margir af þeim sem voru í fréttum vegna styrkja koma einmitt úr borgarstjórn Reykjavíkur: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Ingi Hrafnsson, Helgi Hjörvar. Er þetta tilviljun? Eða er samgangur stjórnmálamanna og peningavalds kannski nánari í sveitarstjórnum en á þinginu? Án þess að saka neinn um neitt eru sveitarstjórnirnar öðruvísi en þingið að því leyti að þar fer sama fólkið með löggjafarvald og framkvæmdarvald, og margar ákvarðanir í sveitarstjórnum snerta hagsmuni verktaka og viðskiptamanna ýmiskonar miklu beinna en atkvæðagreiðslur á alþingi. Er það tilviljun að hinir ofantöldu hafa allir komið við sögu hjá stórfyrirtækjum borgarinnar, veitum og höfn?

Þið íhugið þetta – og ég held svo áfram með mína sex hundruð fimmtíu og sex … 😉

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (61)

  • Snæbjörn

    Ég vona bara að þessar sex hundruð fimmtíu og sex útstrikanir breyti þér ekki í hógværan, sléttmálan hægrikrata með hentistefnuskoðanir. Það er nóg af slíkum í Samfylgingunni.

  • Snæbjörn

    Afsakið – Samfylkingunni.

  • Sigtryggur Karlsson

    Sæll Mörður!
    Mér hefur verið sagt um þig að þú sért maður sem ekki kjósi frið sé annars kostur. Um sannleiksgildi þessara ummæla veit ég ekki enda skiptir litlu máli hvort saga er sönn ef hún er vel sögð.

    Af styrkjamálum þínum og útstrikunum hefi ég litlar áhyggjur. Enginn er alvondur og ekki algóður heldur. Við göngum með göllum okkar og gæðum og erum menn að meiri ef við reynum að vera heiðarlegir menn og takast á við brestina og berja svolítið í þá líka.

    Það er aftur á móti annað mál sem ég hefi áhuga á að ræða hér. Það er ESB málið sem nú virðist vera að falla milli þils og veggjar. Það var eftirtektarvert að heilög Jóka virtist alveg vera búin að gleyma þessu kosningamáli/loforði í fréttum sjónvarps í gær.

    Nú er það svo ef mig brestur ekki minni að það stóð boginn upp úr hverjum einasta frambjóðanda Samfylkingarinnar þegar kom að ESb málum. Þar gekk maður undir manns hönd við að lofa því að engin stjórn yrði mynduð á Íslandi með fulltyngi Samfylkingarinnar sem ekki mundi sækja um aðild að ESB í síðasta lagi í sumar. Það er nú þannig.

    Nú er svo komið að þessi frambjóðandi sem gerði sér sérstaka ferð hér uppá Skaga miðvikudaginn fyrir kjördag til að segja okkur útkjálkamönnum þessi sannindi og um leið að engin lausn væri í peningmálum þjóðarinnar án umsóknar, virðist algjörlega búin að gleyma þessum stórasannleik.

    Ég hefi trúað frambjóðendum Samfylkingarinnar, og reyndar fleirum, þegar þeir hafa sagt að umsókn um aðild að ESB væri einn af meginþáttum þeirrar líflínu sem drægi okkur út úr kreppunni. Ég hefi trúað að lausn á gjaldmiðilsmálum, gengismálum og þar með endurreisn bankanna og atvinnulífsins héngju í þessum þætti línunnar. Og þar með auðvitað aukin atvinna og auknar tekjur heimilanna og þar með auknar tekjur ríkisins í formi skatta.

    Nú eru þessi sannindi gleymd og stjórnarseta með íhaldinu í VG ásamt eyðimerkurgöngu á þeirra forsendum um foksanda horfinna sjónarmiða framundan. Ganga sem þið allir frambjóðendur Samfylkingarinnar lofuðuð að þið munduð aldrei taka þátt í.

    Ég segi ef svo fer. Samfylkingin mun falla saman innanfrá og verða af stærð gamla Alþýðuflokksins sem er einn af grunnþáttum hennar. Aðrir en blindtrúaðir kratar munu yfirgefa þennan flokk.
    Samfylkingin mun aldrei verða sú kjölfesta í íslenskum stjórnmálum sem maður vonaði að hún yrði. Traust verður ekki reist á sviknum loforðum.

    Við Evrópusinnaðir jafnaðarmenn verðum að leita annað til að berjast fyrir sannfæringu okkar um sameinaða Evrópu og að Ísland eigi þar heima. Lílega verðum viðað stofna þverpólitísk samtök sem bjóða munu fram um næstu kosningar vegna þessa máls. Eins og er virðumst við eiga stuðning yfir 50% þjóðarinnar. Það yrði öflugt afl á þingi.

    Vertu svo sæll Mörður. Ég hefi áður skrifað þér. Það var persónulegt bréf sem ég sendi þér í aðdraganda stjórnarslita Sf. og hins íhaldsflokksins. Þar brást þú við snöfurmannlega og hafðir erindi sem erfiði. Láttu til þín taka aftur.

    Mínar bestu.
    Sigtryggur

  • Þú ert einn af þeim heiðvirðu. Ert kannski í vitlausum flokki.

  • Syndum þínum er fyrirgefið – amen. Biðja 656 Maríubænir og allt verður í lagi!

    Að öllu gamni slepptu þá skil ég ekki hvers vegna svo magir kjósa að strika þig út Mörður! Að vísu eru 4 skýringar þínar ágæt greining á ástandi og svo sem góðra gjalda verðar. Ef menn kjósa ekki að fá þingmenn sem talar beint út um hlutina – þá skil ég útstrikanirnar!
    Kveðja
    Bjarni

  • þú ert alltaf flottur Mörður, ert samkvæmur sjálfum þér, hreinskilinn og heiðarlegur.
    Fíla þig í tætlur !

  • Sigga Jóns

    Þetta með umhverfispólitíkina er örugglega rétt hjá þér – sorglegt en satt. Þar næst á eftir held ég samt að þetta stafi af því að þú talar í takt við sannfæringu þína. Þegir ekki, kinkar ekki kolli þó að önnur skoðun sé vinsælli þá stundina, en heldur áfram að reyna að fá fólk til þess að sjá þína hlið málsins, heldur áfram að reyna að ná fram úrbótum. Sem er að sjálfsögðu sérlega góður kostur, og afar sorglegt að kjósendur séu ekki skýrari en þetta, og þá sérstaklega í ljósi atburða vetrarins. En Íslendingar eru enn íslenskir og það mun ekki breytast á næstunni…

    Hafðu það gott, og haltu þínu striki!

  • Komdu heill og sæll Mörður. Þú manst kanski eftir mér. Þú kannast ekki við nafnið Gray, en það tók ég upp, en það er eftirnafn amerískrar konu minnar.
    Ég hef búið í Ameríku í 15 ár og er núna á atvinnuleysisbótum, en síðast var ég sjómaður á Mississippi ánni. Það er altaf gott að fylgjast með þér, a.m.k. skemmtilegra en vini mínum Óskari Bergsyni hjá Framsókn , en við Óskar unnum saman hjá Innflutningsdeild Sambandsins sálugu.
    Ég verð að játa að ég kaus ekki Samfylkinguna, vegna þess að ég er á móti Evrópubandalaginu, en ég vona að þið í Samfylkingunni verðið skynsamari seinna þegar þið uppgvötvið skriffinskuapparatið og ólýðræðið innan Evrópubandalagsins. Veist þú að Evrópubandalagið nýverið bannaði innflutning á selaafurðum sem mun algjörlega eyðileggja Inúita samfélög í Alaska, Kanada og á Graðnlandi. Veist þú að Samfylkingin getur fengið Óeirðalögreglu Evrópubandalagsins hingað til Íslands til að hjálpa Víkingasveitinni, ef ástandið á Íslandi verður slæmt, vegna þess að einstæðar mæður eiga ekki mat handa börnum sínum og taka til að mótmæla Steingrími og Jóhönnu. Mörður haltu þínu stryki í póltíkinni og ég skal byðja syni mína á Íslandi að styðja þig.

  • Sennilegar skýringar, eini Samfylkingarmaðurinn sem ég hefði viljað hafa getað kosið í ár. Og borgað eftir efnahag í kosningasjóð. Svo er hann gott ljóðaskáld. Hann lifi.

  • Fáir njóta eldana sem fyrstir kveikja þá.

  • Heill og sæll Mörður, hallast að skúringar þínar hér að ofan séu nokkuð réttar.

    Hef litið á þig sem einn, heiðvirðasta og sleleggasta þingmann þjóðarinnar.

    Þegar þú hefur verið í þingsal, þó varamaður sé. Illt að með hugsjónir og þor.
    Til að fylgja skoðunum sínum eftir séu útstrikaðir í kosningum.

    Finnst raunar að Samfylkingingin verðskuldi ekki mann eins og þig, prófkjörið
    sannar það,finnst mér að það sé unnið gegn þér innanflokks.

    Halltu þínu striki, og gangi þér vel. Það verður kosið aftur og fólk þá búið að átta sig, hvers virði það er að eiga góðann þingmann.

  • Haltu þínu striki Mörður.
    Líst vel á að þú titlir þig vinstrimann, ekki veitir af. Trúarleg afstaða til inngöngu í ESB er bara þvæla, enda hlýtur samningurinn að ráða afstöðu manna, þegar hann loks liggur fyrir.
    Held að margir þingmenn Samfylkingar ættu að velta fyrir sér góðu gengi Sigríðar Ingibjargar í prófkjörinu. Hún nefnilega sagði af sér þegar henni ofbauð. Þingmenn SF hefðu átt að berja í borðið mun fyrr gagnvart íhaldinu (og flokksforystunni) eftir hrunið. Mörgum þeirra er refsað þess vegna.

  • Johann Gray

    Ágæti Mörður.
    Ég var rétt áðan að fletta upp í http://www.wikipedia.org.
    Þar fann ég svokallaðan „List of circulating currencies“

    Euro nota Andorra, Monaco, Montenegro, Kosovo, Vatican city.

    American dollar nota
    British Virgin Islands, East Timor, El Salvador, Eucador
    Palau and Panama.

    Ég efast um að þessar þjóðir hafi leyfi frá Evrópubandalaginu til að nota Euro eða hafi leyfi frá Bandaríkjunum til að nota Amerískan dollar.

    Zimbabve fékk stórt og mikið lán frá Kínverjum til að taka upp Amerískan dollar sem „National Currency“ og losna þannig við verðbólguna.

    Ættum við Íslendingar ekki að athuga hvort Kínverjar gætu ekki keypt allar verðlausu krónurnar okkar og borgað í dollurum.
    Við Íslendingar myndum síðan nota Dollara sem gjaldmiðil á Íslandi.

  • Arnþór Sigurðsson

    Ýmislegt tíundað en einu gleymdir þú alla vega. Framganga ykkar Gústa á fundinum í þjóðleikhúskjallaranum var ekki vinsæl hjá sumum. Þrátt fyrir að hún hafi hjálpað mikið til að koma okkur „vinstrinu“ á þann stað sem við erum í dag. Gústi alla vega horfinn. Kannski fékkstu 365 útstrikanir vegna andófsins gegn hægristjórninni í búsáhaldabyltingunni og restina út af þeim þáttum sem þú nefnir sjálfur. Hver veit.

  • Mér finnst virðingarvert hjá þér hvernig þú reynir að sjá hlutina án þess að vera með pólitísk gleraugu. Ástæða þess hvað það er búið að múta mörgum þverpólitískt í borgarstjórn tel ég tengjast REI málinu og hvernig 30mannaklíkan ætlaði að sölsa undir sig auðlindum þjóðarinnar. Upphæð styrkjanna finnst mér ekki skipta alveg öllu máli því það er mismunandi verð á fólki og mismunandi háir þröskuldar hjá þeim.

    Það sem er hins vegar áhyggjuefni er að það er sennilega ekki allt komið fram með þessa styrki og á meðan svo er hefur 30mannaklíkan þá sem þáðu mútustyrkina í gíslingu.

  • Einar Guðjónsson

    Ágæt greining held líka að andóf þitt gegn hrunstjórninni hafi truflað flokkseigendafélagið.

  • Johann Gray

    Ég var rétt í þessu að lesa á http://www.bbc.co.uk að Rúmenía er að planleggja að veita allt að miljón Moldavíubúum Rúmensk vegabréf svo að þetta fólk hefði þá bæði Rúmenskan, Moldavískan og í sumum tilfellum Rússneskan ríkisborgararétt.
    U.Þ.B. 100.000 Moldovar hafa þegar Rússneskan ríkisborgararétt. svo að Íslendingar gætu setið uppi með 100.000 rússneska ríkisborgara næstu árin.
    Svo að herra Putin ætti að vera ánægður.
    Ég hef í gegn um sjómennsku mína í Bandaríkjunum kynst svolítið störfum Bandarísku Strandgæslunnar. Mér finnst að Íslenzka landhelgisgæslan mætti læra svolítið af þeirri Bandarísku, sérstaklega hvernig Kaninn tekur á eyturlyfja og áfengissmigli. Við höfum 4.250 tonna varðskip í smíðum hjá sósíalistastjórninni í Chili ( Jón Valur Jenson er sérstaklega hrifinn af þeim)
    Þetta varðskip gengur 19.5 sjómílur og hefur þyrlu og nokkrar byssur, svo að við Íslendingar ættum að vera færir að halda Brasíalískum dópsmyglurum frá Íslandi enda verða íslenzkir skattgreiðendur að borga slatta af Evrum fyrir skipið.
    Íslendingar hefðu einnig gott af að lesa vitræn og stórmerkileg skrif Jón Baldvins Hannibalssonar á http://www.visir.is um Evrópubandalags vitleysuna.
    Einnig er gott fyrir íslenzka pólitíkusa að lesa skrif Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálráðherra á http://www.bjorn.is um hið skrifræðislega Evrópubandalag, en Björn er í hópi skynsömustu íslenzkra stjórnmálamanna og það er sannarlega eftirsjá eftir þeim báðum af þingi.

  • Á móti hvalveiðum…? Það er einhver öfgafyllsta umhverfisskoðun sem til er..! En mikið held ég að Bretar og Kanar séu ánægðir með þig.

    Mörður, hm.. ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta á réttan hátt, en, hmm, gæti verið, ef grannt er skoðað að það getir verið að…

    …þú sért í vitlausum flokki!?

    Vinstri Grænir eru þitt lið. Á móti hvalveiðum, álverum, ríkisstjórninni (ef ég man rétt)…!

    Eru það ekki bara skilaboðin frá 656 krötum…?

  • I have an Hp Pavilion a1740n and I can’t log in with my password for some reason. I don’t have a wizard disk that can reset it so is there something that I can do! Thanks!

    ________________
    [url=http://www.youtube.com/watch?v=AwkRBC6qzcE]unlock iphone 3gs[/url]

  • I have an HP that came with Windows Vista, but it doesn’t have Word or Powerpoint. Would it affect my computer if I put an existing copy of Windows XP that I already have? (Also, how can I get moving wallpapers?)

    ________________
    [url=http://www.youtube.com/watch?v=10ACD-KzYK4]how to unlock iphone 3g[/url]

  • i made a video on windows movie maker involving 4 minutes of pieces of songs, pictures, and captions. i converted it correctly to the appropriate format, but when i uploaded the video to youtube, its just a black page with the music. any help?

    ________________
    [url=http://www.youtube.com/watch?v=10ACD-KzYK4]unlock iphone 3gs[/url]

  • I saw that the iphone is coming out at 199 and higher for higher Gs. The thing is I have seen people on the net paying up to 700 for their phones. I want to get it as its coming out in July for Rogers canada. Is the phone crap thats why so cheap? What is the reason for the price difference?

    ________________
    [url=http://www.youtube.com/watch?v=EDL0UUeyM8c]unlock iphone 3gs[/url]

  • I just got a new laptop because my other one died and I want to sync/connect my iphone to the new itunes. I also want to add my iphone songs to the new itunes. Any ideas??

    ________________
    [url=http://unlockiphone22.com]unlock iphone[/url]

  • Looking for a unique (even experimental) system for forex and currency fx trading that works seamlessly with Metatrader 4. Interested in your own recommendations and tools that work at the beginner / intermediate level.
    [url=http://forexrobot-review.info]best forex software[/url]

  • I am a forex trader and interested to trade forex for banks, coporations and individuals .Anyone can help me?
    [url=http://forexrobot-review.info]best forex software[/url]

  • Although the dog was dog shoes principally associated dog shoes with The Shoe it is also recorded that it made appearances througout the parish of North Wraxall. The dog shoes village of Ford has a parish make a notation of from April, 1794 that claims the dog was heard outside the vicarage by before the death of Richard Wooley, the vicar. http://www.lovelonglong.com

  • Although the dog was dog shoes mostly associated dog shoes with The Shoe it is also recorded that it made appearances througout the parish of North Wraxall. The dog shoes village of Ford has a parish narrate from April, 1794 that claims the dog was heard outdoor the vicarage tartly in the past the death of Richard Wooley, the vicar. http://www.lovelonglong.com

  • Although the dog was dog shoes principally associated dog shoes with The Shoe it is also recorded that it made appearances througout the parish of North Wraxall. The dog shoes village of Ford has a parish narrate from April, 1794 that claims the dog was heard surface the vicarage tartly first the death of Richard Wooley, the vicar. http://www.lovelonglong.com

  • Although the dog was dog shoes particularly associated dog shoes with The Shoe it is also recorded that it made appearances througout the parish of North Wraxall. The dog shoes village of Ford has a parish record from April, 1794 that claims the dog was heard secondary the vicarage immediately before the expiry of Richard Wooley, the vicar. http://www.lovelonglong.com

  • Hello blog.eyjan.is members.

    Are you searching to get your Online Store Indexed on top of Yahoo search engine? Maybe you are looking to get more audiance exposure? We have the solution for you! We offer you an exclusive chance to experiance the knowledge of our Xrumer Services. http://xrumer-blast.com/wp-includes/images/smilies/icon_smile.gif

    This is NOT trash! This is a human created post specifically created to demonstrate the power of our automated software and its potential of reaching wide variety of audience in an effective and time saving manner.

    We are a group of veteran Internet Marketers and SEO Experts that provide Affordable, High Quality, Search Engine Optimization Service. Post your message on thousands of forums, message boards, blogs and journals and gain organic traffic in a matter of days! With the help of our Search Engine Optimization Experts your Website URL can appear on 5288 forums and journals. Receive almost instant increase of SERPS, Get thousands of quality backlinks directly to your Bussiness without lifting a finger!

    Our goal is simple; we want to make you and your website on the top of every search engine so you and your family can enjoy the comfort of steady, automatic income without leaving your home. Trough our SEO Expert Advice you will receive one of the best support seen in the industry. As part of our Search Engine Optimization Services, we take care of everything for you, from Optimizing your Website for search engines all through ranking your Blog on the first page of your MSN.

    For more information regarding Search Engine Optimiztion and Xrumer Blast Services visit SEO Experts. Our site includes everything you need to order your first Xrumer Blast, you can create the most appropriate message (Project) to suit your Bussiness, send us the information and after the payment clearance we will start working immediatly!

    http://xrumer-blast.com/wp-content/uploads/Xrumer-Blast-Logo.png

  • 6XTCxm kgclctfkcjzr, [url=http://ayrpnssksymu.com/]ayrpnssksymu[/url], [link=http://ppiwseiwhybp.com/]ppiwseiwhybp[/link], http://rvxrhkodylyf.com/

  • sorry, i was looking for something other , buy abilify , ohhx , buy adipex , 502385 , alprazolam online , fgjx , ambien online , vgkg , amitriptyline , vpns ,

  • thank you there , atarax , =]]] , buy ativan , dewd , buy celexa , 😯 , buy citalopram , =-[ , clonazepam , %DDD ,

  • nice point, agree with you , cymbalta , %-PPP , diazepam , 41336 , elavil , rcsuw , fluoxetine , 916 , klonopin online , %PP ,

  • hello, good job, i will visit you again , lexapro , 926 , buy lorazepam , 435893 , buy meridia , =P , paxil , :-[ , phentermine online , 4765 ,

  • hi owner, thanks for a great resource , risperdal , grz , buy seroquel , ywef , soma , vnxmc , tamiflu , azxld , tramadol online , aze ,

  • good point, thanks , buy trazodone , iyqu , buy ultram , =-[[[ , valium , >:-DD , xanax , 9694 , buy zoloft , vgih ,

  • good point, thanks , buy zolpidem , >:-OO , zyprexa , lnbve , buy viagra , 446134 , cialis , 1865 , buy carisoprodol , oor ,

  • hello, i am afraid i have to say this , buy hydrocodone , 01594 , levitra online , aic , propecia online , =-O , vicodin , 827 , generic viagra online , >:O ,

  • totally disagree, please explain , buy abilify online , :-((( , buy adipex online , 920 , buy alprazolam , %-OOO , buy ambien online , syv , buy amitriptyline online , >:]]] ,

  • thank you there , buy atarax , idk , buy ativan , evv , buy celexa online , 410 , buy citalopram , =-DD , buy clonazepam , 871851 ,

  • NHqGak jinwttrbbgap, [url=http://ugmqndpvyvez.com/]ugmqndpvyvez[/url], [link=http://ulvvlcpcyjqa.com/]ulvvlcpcyjqa[/link], http://xotynfdxdnyw.com/

  • comment2 , buy cymbalta , %))) , buy diazepam online , 209820 , buy elavil , %-]]] , buy fluoxetine , znlqyk , buy klonopin online , spnocl ,

  • hello, i am afraid i have to say this , buy lexapro , 7626 , buy lorazepam online , 8PP , buy meridia online , 989 , buy paxil online , ooin , buy phentermine online , nvl ,

  • hello, good job, i will visit you again , buy risperdal online , 34220 , buy seroquel , =-]] , buy soma , 8))) , buy tamiflu , =[[ , buy tramadol online , 416 ,

  • sorry, i was looking for something other , buy trazodone online , jycjp , buy ultram online , 703725 , buy valium , 712433 , buy xanax , >:) , buy zoloft online , nbrx ,

  • totally disagree, please explain , buy zolpidem online , oph , buy zyprexa online , mutr , buy viagra , 777 , buy cialis , =-] , buy carisoprodol , nncnd ,

  • hello, i am afraid i have to say this , buy hydrocodone , mgc , buy levitra online , xhw , buy propecia online , ciaja , buy vicodin , chwgub , generic viagra , :]] , buy cheap viagra , 337057 ,

  • gbuaaadndjnzfqacxvzxlokokhsa,r buy marijuana seeds aajuuewhudda.u

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur