Sunnudagur 01.11.2009 - 13:31 - 55 ummæli

Lilju snýst hugur

Lilju Mósesdóttur snerist hugur, sagði hún í Silfrinu – hafði ætlað að styðja Icesave-frumvarpið nýja en þegar hún las það betur ákvað hún að vera á móti því.

Lilju snýst gjarna hugur.

Síðast snerist henni hugur á fundi í septemberlok í Strassborg – þar voru hún og tveir aðrir alþingismenn á Evrópuráðsþingi og ræddu í leiðinni við nokkra Hollendinga og Breta. Einn af þeim var úr Verkamannaflokknum breska og mun hafa tengt saman AGS og Icesave heldur óþyrmilega. Og hugur Lilju snerist. Hún hafði áður verið veik fyrir aðild að ESB (og greiddi atkvæði með umsókninni á alþingi), en:

Eftir þessa hótun hins breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu.

Það þurfti ekki meira til. Spennandi framhaldssaga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Ómar Kristjánsson

    Guðmundur, þú ert ekki að fatta aðalatriðið.

    Namely að allt sem sagt hefur verið á íslandi í tengslum við þetta mál – er beisiklí not relevant varðandi fokking málið !

    Er bara þannig.

    Nú, þú neitar til dæmis að kynna þér um hvað málið snýst raunverulega um þrátt fyrir leiðbeiningar mínar þar að lútandi. Ekki sá fyrsti. Það hafa allir neitað því nánast !

    Eg er einn af fáum sem hef nennt að setja mig inní aðalatriði málsins.

    Þetta sem þú ert alltaf að vísa til hefur faktískt ósköp lítið gildi – nema þá fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar sem eru að reyna að átta sig á móralnum eða hugarfarslegu ástandi innbyggjara á okkar tíma.

    En varðandi yfirlýsingar ráðamanna ríkja sérstaklega – þá er það bara þannig að meðal siðmenntaðra ríkja er gengið útfrá því að yfirlýsingar og að eg tali nú ekki um undirritaðar og vottaðar – hafi eitthvert gildi ! Að þær séu bara ekki í allt í palti yfirlýsingar !!

    Það að tala um að fara með málið í eitthvern Dóm úr þessu er tómt mál að tala um. Löngu afgreitt.

    Svo er nú það.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ómar. Hverjur veldur að enginn sérfræðingur sem hefur tjáð sig um málið með þá sannfæringu að réttur Íslendinga er allur, hefur ekki tekið mark á þessum fræðum eða skáldskap þínum? Núna hlýturu að hafað lagt þett fyrir þá hver og einn sem og þingheim til glöggvunar á „hvað er rétt“ í lagahlið í Icesave deilunni, og varla hafa þeir hent þessum stórkostlegu skýringum og lagafræðum, vitandi hversu pínlegt er fyrir þá alla prófessorana og lögfræðingana innlenda sem erlenda að hafað verið svona miklir „vitleysingar“ í faginu að þeir láta einhvern áhugamann máta sig svona illilega?

    En hvað er það annars sem þú skilur ekki að því sem Ingibjörg Sólrún og Sigurður Líndal lagaprófessor eru að segja, eða þoriru ekki að lesa það?

  • Sigurður G. – Síðan hvenær felst endurreisn í því að skuldsetja þjóð það mikið að hún á sér enga möguleika nema að leggjast í þrældóm nk. 3 3-4 kynslóðir. Hvað er það sem hræðir þitt litla hjarta svona í Hreyfingunni? Fólk sem tekur upplýstar ákvarðanir? Því miður þá verða þær raddir allt fleiri og háværari sem kalla eftir fólki af sama kaliber og Lilju Mósesdóttur og Þór Saari. Er það of sárt fyrir ykkur?

    Það verður fróðlegt að fylgjast með skoðanabróður ykkar reyna svara fyrir TUG MILJARÐA afskriftirnar hjá kúlulánaliðinu á morgun í Iðnó klukkan 20:00. Vel á minnst – Uppboðin á heimilunum byrja líka á morgun.

    Lilja Mósesdóttir sagði í Silfrinu – um að hún ætti eftir að taka lokaafstöðu var að hún ætti eftir að sjá skuldalista AGS vegna Íslands. Hún sagðist ekki geta tekið afstöðu fyrr en hún væri búin að sjá þennan lista. Er það eitthvað sem þið eigið bágt með að skilja?

    Þið eiðsvörnu skoðanabræður – Svarið endilega fyrir það.

  • Jæja, Mörður minn.

    “ Eftir þessa hótun hins breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu. – Það þurfti ekki meira til. Spennandi framhaldssaga.“

    Ert þú einn af þeim, sem stendur við sína skoðun „no matter what“ og alveg óháð því, hvað gerist síðan í kringum þig eftir að þú hefur myndað þá skoðun?

    Ég man eftir, að í „den“, þá voru margir kommar þannig, að standa með sinni skoðun „no matter what“.

    Ég bar aldrei mikla virðingu, fyrir slíkri sauðþrjósku, og geri ekki enn.

    Kv.

  • „Ég er ekki Sigurðu G. lögfræðingur, svo það sé á hreinu.
    Alma, engin er að amast yfir því að Lilja eða Þór Saari hafi skoðanir eða skipta um skoðun. Það er aðeins verið að biðja, hvaða lausn sjá þau, ef ekki þessir samningar um Icesave verður hafnað. Er það ekki eðlileg spurning og sanngjörn, svona miða við stöðuna sem Íslendingar eru í? Því ekkert hefur gerst í endurreisninni meðan þetta Icesave mál hefur verið óútkljáð.“
    ————————————————

    Með nettó skuldir upp á 4,17 VÞF skv. Seðló, sem þú getur svo leikið þig með að draga skuldir ríkisins, 1,6 VÞF og skuldir fyrirtækja, 1,8 VÞF; frá. Þá ertu með 0,77 VÞF eða cirka 1.100 milljarða. Sú upphæð, er þá skuldir annarra aðila í þjóðfélaginu en fyrirtækja og ríkisins sjálfs.

    Þessi heildarupphæð, inniheldur ekki Icesae.

    Punkturinn er, að við erum á leið í gjaldþrot. Skárra er að verða gjaldþrota, með minni skuldir á bakinu heldur en meiri, þ.s. ólíkt fyrirtækjum eða einstaklingum, er ekki hægt að gera upp þjóðríki og selja eignir þess upp í skuldir. Reyndar, veitti Icesave samningurinn í upphaflegri mynd, Bretum og Hollendingum, þann rétt.

    Þ.s. rétt er að hafa í huga, er að skuldirnar hverfa ekki með neinum sjálfkrafa hætti, þannig að um þær þarf að semja seinna, eftir að greiðsluverkfalli líkur.

    Síðan, yfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar, eru ekki bindandi að þjóðarrétti. Einungis Alþingi, hefur þann rétt. Þess vegna, er verið að standa í því, eftir allt saman, að fá formlegan stimpil Alþingis. Athugaður, að ESB sem byggir á þjóðarrétti, þ.e. krafist staðfestingar allra aðildarþjóða, þegar ný þjóðréttarleg skuldbinding á sér stað, t.d. nýr aðildarsamningur.

    Að sjálfsögðu er það ekki þannig, að fyrri yfirlýsingar hafi ekkert vægi, en þær raunverulega eru ekki þjóðréttarlega bindandi, og síðan einnig, þarf að hafa í huga, rétt okkar framtíðarkynslóða til mannsæmandi lífs.

    En, að Icesave slepptu, hafa okkar skattgreiðendur þegar orðið fyrir mun meira tjóni, heldur en skattgreiðendur í Hollandi og Bretlandi, þ.e. því yfrið næg lexía í þeim skilningi, fyrir okkur, að bera það tjón, sem við þegar höfum orðið fyrir.

    Þ.s. okkur ber skilda til, gagnvar þeim, er að framkvæma rannsókn, er eitthvert gagn er af, að handtaka og fangelsa þá seku, þar með talda þá pólitíkusa í hrunflokkunum þrem, er höfðu með málin að gera, og gerðust sekir um glæpsamleg afglöp í starfi:

    Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur.

    Mundu, að Icesave reikningar í Hollandi, hófust ekki fyrr en í Júní 2008. Þannig, að klárlega tókst Samfó í stuttri stjórnarsetu, að standa fyrir glæpsamlega ábyrgðalausu athæfi. Hafðu einnig í huga, að bankakerfið var í reynd, hrunið 2006. Eftir það, voru bankarnir að því sem best verður séð, reknir sem hrein og bein „Poncy Schemes“. Þ.e. gríðarleg inngrip í hlutabréfa markaðinn áttu sér stað, þ.s. verði á hlutafé bankanna var stýrt. „Market manipulation“ er eiginlega, og vægt orðalag, til að lýsa því atferli er átti sér stað. Allt þetta fyrir augunum, á þeirri ríkisstjórn er sat, þ.e. ríkisstjórn Sollu og Geirs.

    Þ.e. því ljósár í að Samfó sé með eitthvað tiltölulega hreinan skjöld.

    Ég bíð enn eftir því, að allir þeir þingmenn X-S og X-D segir af sér þingmennsku, er sátu fyrir þá 2. flokka í gegnum ríkisstjórnartíð Sollu og Geira.

    X-B, hefur sannarlega ekki hvítþvegið sig, en hann hefur gengið lengra í innri endurnýjun, en hinir 2. flokkarnir, svo hann fær smá kredit frá mér. Þ.e. allavegna, byrjun.

    Kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur