Sunnudagur 01.11.2009 - 13:31 - 55 ummæli

Lilju snýst hugur

Lilju Mósesdóttur snerist hugur, sagði hún í Silfrinu – hafði ætlað að styðja Icesave-frumvarpið nýja en þegar hún las það betur ákvað hún að vera á móti því.

Lilju snýst gjarna hugur.

Síðast snerist henni hugur á fundi í septemberlok í Strassborg – þar voru hún og tveir aðrir alþingismenn á Evrópuráðsþingi og ræddu í leiðinni við nokkra Hollendinga og Breta. Einn af þeim var úr Verkamannaflokknum breska og mun hafa tengt saman AGS og Icesave heldur óþyrmilega. Og hugur Lilju snerist. Hún hafði áður verið veik fyrir aðild að ESB (og greiddi atkvæði með umsókninni á alþingi), en:

Eftir þessa hótun hins breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu.

Það þurfti ekki meira til. Spennandi framhaldssaga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Besservisser

    Er hún þá skoðanaskiptingur?

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Mörður. Þetta heitir að láta skynsemina og samviskuna ráða, og oft koma ýmsir gallar í ljós eins og í tilfelli Icesave ólögvarins reikningsins, sem þolir enga nánari skoðun. Hugsanlega rekur þig ekki í minni, en þegar þingmenn setjast fyrst á þing, undirrita þeir eiðstaf að láta einungis eigin sannfæringu ráða hvað atkvæðagreiðslu mála varðar, – og annað er þá væntalega brot á stjórnarskrá, – ekki satt?

    Lilja er ein örfárra heiðarlegra þingmanna þjóðarinna, sem hún var að vonast til að eignast með „Nýja Íslandi“. Því miður eru þeir ekki margir henni líkir, og aðra byltingu þarf augljóslega til að breyta einhverju.

  • Guðmundur Úlfar Gíslason

    Mörður minn. Stjórnmálin snúast um að taka upplýstar ákvarðanir; nákvæmlega það sem Lilja er að gera. Ekki sífellt að endurtaka það sem „foringinn sagði“ og apa allt upp eftir honum; en það er nákvæmlega það sem þingmenn samfylkingarinnar eru að gera. Frekar einsleitur hópur það.

    Ef það er í einhverju máli þar sem þingmenn eiga að taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, þá er það einmitt í Icesave málinu, sem snertir að mínu mati fullveldi þjóðarinnar. Það er í hættu verði skuldaklafar icesave samþykktir.

    Það ber vott um hugrekki af Lilju að láta ekki hótanir og kúganir; hvort sem þær eru frá bresk/hollenskum þingmönnum eða embættismönnum, eða þá forystusauðum ríkisstjórnarinnar; yfir sig ganga til að taka upplýsta ákvörðun. Hún gerir það eftir að hafa kynnt sér málin betur og sér þá sannleikann í nýju ljósi.

    Áfram Lilja. Ég er stoltur af því að við eigum allavega einn þingmann sem þorir að segja það sem honum finnst. Það mættu fleiri taka sér hana til fyrirmyndar.

  • Þórarinn Einarsson

    Mörður, ég vil hafa fólk á þingi sem tekur afstöðu eftir skynsemi og samvisku. Ekki stimpilpúða eins og þig sem hafa fyrirfram mótaða afstöðu í öllum málum. Mér þykir ömurlegt hjá þér að gera lítið úr fólki sem hefur þann hæfileika að geta skipt um skoðun.

    Nú skal það staðfest að þú ert talsmaður skoðanakúgunar, andstæðingur þess að fólk fylgi eigin sannfæringu. Þar af leiðandi ert þú Mörður ekki svo spennandi framhaldssaga.

  • Ómar Kristjánsson

    Hún er alveg útá túni í málinu – jafnvel fleirum.

    Hefur aldrei skilið umrætt mál og ekkert við því að búast úr þessu.

  • friðrik indriðason

    Ef að Lilja er svona heiðarleg og samviskusöm á hún ekki að vera að bulla um að hún styðji ríkisstjórnina í einu orðinu og segist ætla að stuðla að falli hennar í hinu orðinu. Það hefur margoft komið fram að ef ríkisstjórnin getur ekki afgreitt þetta Icesave-mál muni hún fara frá völdum.

  • Sigurður G.

    Hugur Lilju hringsólast eða er eins og vindhani. Skynsemi hvað? Hún viðurkenndi að hún hefði látið Sjálfstæðismenn afvegaleiða sig í Icesave málinu. Gott, hún er heiðarleg. En hefur lítið fram að færa. Því ef hlustað er á hana gaumgæfilega, þá segir hún að skuldastaða Íslendinga sé svo vonlaus, þá best væri að leggja þjóðfélagið (eða sjálfstæðið) niður. Og engin önnur staða er en að samþykkja Icesave, gamlan skuldavanda Sjálfstæðisflokks. Því miður, enda hefur hvorki Lilja né Bjarni enneinn bent á það. Enda ekkert ríki sem við höfum samskipti við sammála gömlu heimastjórnarklíkunni og þeim afvegaleiddu í þeim efnum. Og ekki má nýta náttúruauðlindir til að koma okkur úr vandanum. Nei, alls ekki. Þekkingafyrirtæki er málið. Hvað er það annars? Eru fyrirtæki sem t.d. sinna orkumálum ekki þekkingarfyrirtæki. Lilja er dæmi um þingmann sem er frasakenndur og kemur því með fáar lausnir sem hægt er að byggja á, ef hún þá kemur með lausnir. Og svo til að kóróna allt saman er hún og aðrir svo illa haldnir útlendingafóbíu, að þeir virkilega halda það að útlendingar geti gert okkur verra en við höfum sjálf gert.

  • Það er gott til þess að vita að einhver þingmaður fer eftir eiðstafnum – þ.e. að láta SÍNA sannfæringu ráða hverju sinni.
    Einnig er það gott að hún þorir – það er meir en margur.

    Hitt er svo annað mál að hún er kannski líka að tryggja svolítið stöðu sína í framtíðinni. Það er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn verður ekki lengi. Fyrir okkur sem kusum hana á þing hafa orðið slík svik á vinstri stefnunni að aldrei mun gróa um heilt.
    Það er sárt að upplifa slík svik og þau verða okkur ævarandi geymd en ekki gleymd. ´
    Þá mun Lilja kannski njóta góðs.

  • Guðmundur Úlfar Gíslason

    Ef valið stæði á milli núverandi ríkisstjórnar og fullveldis þjóðarinnar, þá er valið nú auðvelt. Ómar, Mörður, Friðrik og Lilja myndu líka velja það sama og ég. Ríkisstjórnir koma og fara. Persónulega er núverandi ríkisstjórn ekki þess virði að berjast fyrir henni.

  • Sigurður G.

    Það ábyrgðarlausa fólk sem hafnar Icesave samningum er að lengja í heningarólinni. Það fólk er að spila sig stikkfrí á þeim vanda sem við blasir. Þetta er ekki hugsjónafólk að mínu viti, heldur tækifærissinnar sem spila með þjóðareðli Íslendinga. Og það er frekar auðvelt.
    Ef Icesave samningum verður hafnað núna, kemur annar samningur síðar, miklu verri. Því ekkert annað ríki er tilbúið til aðstoðar ef við höfnum samningum.

  • Jafnaðarmaður

    Ég ber meiri virðingu fyrir fólki sem skiftir um skoðun þegar nýjar upplýsingar eru á borð bornar en hinum sem líta á stjórnmál eins og trúarbrögð.

    Við þurfum fleira jaðarfólk í alla flokka.

    Fólk sem þorir að skifta um skoðun og dansar ekki eftir flokkslínum.

  • Já, ólíkt ykkur hjarðdýrunum í Samfylkingunni!

  • Sigurður G.

    Kannski meira af fólki eins og í Hreyfingunni? Fólki sem veit varla hvað það segir og gerir. Eða fólki eins og Lilju sem hefur ekki lausnirnar, en getur endalaust beðið á hliðarlínunni og sagt hvað sé mikið að.
    Hvort þurfum við fólk sem á að stjórna landinu eða fólk sem eru eins og áhorfendur á kappleik ?

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er rétt ábending hjá Sigurði G.

    Lilja er bara eins og áhorfandi á hliðalínunni með hróp og köll.

    Hún á í rauninni vel heima í Hreifingunni.

    Hún talar eins og ekkert hafi veið rætt um hvernig icesavemálið er vaxið – eða ef hún hefur heyrt af því þá hefur hún ekkert skilið.

    Td. þá fattaði hún fyrst við atkvæðagreiðsluna um icesave í sumar að Sjallar væru að spila með hana. Þá bara: Haa ? Eru sjallar að spila með mig etc. Steinhissa.

    Hálf barnalegt.

  • Sjálfstæðismenn eru strax farnir að hrósa Lilju, Ögmundur fær að fljóta með. Þeir gæla við að nytsamir sakleysingjar VG sprengi ríkisstjórnina.

    Þeim liggur á og þurfa að komast að í ríkisstjórn til að verjast rannsóknum á orsökum hrunsins. Svo þarf að passa upp á forgangsrétt að kvótanum.

  • Sigurður G.

    Gott og vel, ef fólk og þingmenn eru á móti Icesave samkomulaginu. En þá eiga fréttamenn í umboði fólksins í landinu að krefjast þess að fá að vita hvað eigi að koma í staðinn. Getur Lilja og heimastjórnarklíkan litla svarað því ? Eða Ögmundur blessaður, sem vantar ekki gogginn á.

  • Guðmundur Úlfar Gíslason

    Við þurfum fólk sem getur staðið í lappirnar og barist fyrir réttlæti og á móti óréttlæti. Fólk sem lætur ekki kúga og þvinga sig til hlýðni. Við höfum ekkert að gera með vesalinga sem vegna einhverra annarlegra sjónarmiða, kyngja öllu sem fyrir þau er lagt. Og í ofanálag láta svo rassskella sig með ESB vendinum.
    Það er fullmiklu til fórnað fyrir ESB aðild.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Það er með ólíkindum að sjá hvern beturvitan að fætur öðrum verða með meiningar og fullyrðingar að ekkert mál er að brjóta stjórnarskrána, og þar á meðal fyrrum þingmanninn sem hóf máls á þessari otrúlegu vitleysu sem margar mannvitsbrekkurnar halda á lofti.

    Lilja Mósesdóttir – og aðrir alþingismenn eru bundnir undirritun um drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins og þarmeð bundin ákvæðum skv.

    48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

    Þetta heit og stjórnarskráákvæði brjóta þingmenn hiklaust og er fyrst og fremst ástæða hörmungar þjóðarinnar og breytist ekki fyrr en slíkum verður eytt af Alþingi fyrir fullt og fast.

  • ÞAÐ SEM LILJA SAGÐI:

    „Ég sagði félögum mínum að ég samþykkti að þetta færi inn í þingið og fengi þinglega meðferð en ég hefði fyrirvara, ég ætlaði að skoða málið betur.“

    Það er ekki eins djúsi færsla að fara rétt með.

  • Sigurður G.

    Vá, brjóta hvaða stjórnarskrá? T.d. er íslenska fiskveiðiúthlutanarkerfið að margbrjóta stjórnarskránna. Hefur hingað til verið í lagi hjá Sjálfstæðismönnum og LÍÚ.
    Hvers vegna eru samningar eins og Icesave að brjóta íslensku stjórnarskránna? Nú ef svo hefur verið, þá hefur stofnun Icesave reikninganna líka brjótið stjórnarskránna og samþykkt þeirra af hálfu íslenska seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
    Ætli menn hafi nú ekki notað þennan frasa á sínum tíma þegar við gengum í NATO, þetta með stjórnarskránna. Þá voru það kommar skv. Sjálfstæðismönnum. Nú nota þeir sjálfir þessu örþrota rök, að við eigum að sjálfsögðu að borga það sem við tókum frá öðrum (þjóðum). Annað er eðlilega þjófnaður, og þannig líta allir aðrir en nokkrir Íslendingar á málin.

  • Sæll Mörður.
    Þegar ég sé að ég hef rangt fyrir mér þá skipti ég um skoðun.
    Hvað gerir þú?

  • Hvað vill Lilja gera ef við höfnum Icesave? Hvað er plan B ? Hvað vill Bjarni Ben gera eftir að við höfnum þessum samningi? Icesave er bara eitt mál af mörgum stórum vandamálum sem þjóðin þarf að yfirstíga á næstu árum. Af hverju hrópar þetta fólk og gagnrýnir en kemur ekki með neinar lausnir?

    Vill þetta fólk algera upplausn og einangrun landsins í alþjóða samfélaginu?

    Hvernig væri að krefja þá þingmenn svara sem vilja ekki samþykkja Icesave? Lilja er með þessu að stuðla að stjórnarslitum og hjálpa græðgisöfunum að komast að.

    Er þjóðinni viðbjargandi? Held ekki…..

  • Alma Jenný Guðmundsdóttir

    Ótrúleg umræða – Sigurður G. – ef lögfræðingurinn eini og sanni – minn gamli kennari –
    Lilja Mósesdóttir er með miklamenntun í Hagfræði. Skarpgreind kona – og það sem hún sagði í Silfrinu – um að hún ætti eftir að taka loka-afstöðu – var að hún ætti eftir að sjá skuldalista AGS vegna Íslands. Hún sagðist ekki geta tekið afstöðu fyrr en hún væri búin að sjá þennan lista.
    Þingmenn VG – mega hafa skoðanir – og er ekki refsað fyrir það af ,,flokksforystu“

  • Sigurður G.

    Ég er ekki Sigurðu G. lögfræðingur, svo það sé á hreinu.
    Alma, engin er að amast yfir því að Lilja eða Þór Saari hafi skoðanir eða skipta um skoðun. Það er aðeins verið að biðja, hvaða lausn sjá þau, ef ekki þessir samningar um Icesave verður hafnað. Er það ekki eðlileg spurning og sanngjörn, svona miða við stöðuna sem Íslendingar eru í? Því ekkert hefur gerst í endurreisninni meðan þetta Icesave mál hefur verið óútkljáð.

  • Ómar Kristjánsson

    Þau vilja „bara eitthvað“ annað og „afþvíbara“

    Lilja hefur verið í skóla í englandi og veit að ef að sjallaflokkur segir eitthvað – þá lyppast bretar umsvifalaust niður.

    Maður er bara gáttaður á hvað fólki dettur í hug þessu víkjandi. Orðlaus.

  • Guðmundur Úlfar Gíslason

    Ástæðan fyrir því að ekkert hefur gerst í endurreisninni er sú að við erum að múlbinda okkur við AGS og aðildarumsókn að ESB. Allur kraftur forystumanna ríkisstjórnarinnar fer í að halda ESB bákninu góðu í staðin fyrir að upplýsa heiminn um það hvílíku óréttlæti við erum beitt af hálfu breta og hollendinga.

    Af hverju vilja bretar og niðurlendingar ekki fara með icesave málið fyrir dómstóla?? Vegna þess að regluverkið um innstæðutryggingar er svo meingallað. ESB ríkin eru hrædd við dómstólaleiðina…

    Hver er að tala um að við séum vinalausir!!!! ÞVÍLÍKT BULLLL.

    Þetta er hræðsluáróður og ekkert annað!!!

  • Sigurður G.

    Hvað þjóð vill lána okkur Guðmundur? Svona fyrir utan samstarf við AGS. Amk ekki Norðmenn, sem þó eru utan ESB. Hvað þá aðrar ESB þjóðir eða USA. Ekki Rússar. Jú Færeyingar, þökk sé
    þeim. Kannski við ættum bara að biðja þá að taka þessa þjóð yfir ? Að öðru leyti er þessi grein þín dæmigerð fyrir þann útlendingaótta sem heltekur þessa þjóð á stundum. Og alltaf haldið þið að Íslendingar séu bæði betri og siðsamari. Dæmin nú um stundir sína aftur á móti hið gagnstæða.

  • Ómar Kristjánsson

    Guðmundur, afhverju höfnuðu sjallar gerðadómi í fyrra ? Af því málið var svo hagstætt fyrir íslendinga ??

    Afhverju sagði Baddi Ben í fyrra að fráleitt væri að fara með svo ljótt mál fyrir dóm ?

    Þetta er bara bull í ykkur að lög og reglur séu eitthvað óljós í máinu – enda er samhljóða skilningur á málinu í ÖLLUM EES ríkjunum. Öllum.

    Málaferli þessu viðvíkjandi gætu verið flókin og tekið langan tíma og bitnað herfilega á íslendingum.

    Þetta vita bretar alveg og vita jafnframt að íslensk stjórnvöld – sama hver þau eru í það og það skiptið – muni alltaf vilja semja frekar en dóm.

  • Guðmundur Úlfar Gíslason

    Viðskiptajöfnuður er hagstæður um rúma 40 milljarða það sem af er þessu ári. Það er nú allnokkuð.

    Við eigum ekki að kokgleypa allt sem kemur frá ESB, sama hversu vitlaust það er.

    Ég segi: ef þær þjóðir sem kalla okkur „vini“ vilja ekki láta reyna á það fyrir dómstólum hvort við eigum að taka á okkur skuldbindingar icesave eða ekki, þá skulum við leyta okkur að nýjum vinum. Á hins vegar eftir að sjá það að allar þessar þjóðir snúi við okkur baki.

    Það er erfitt að þurfa að kyngja því að einkafyrirtæki geti sett heilt þjóðfélag á hausinn. Þess vegna er til mikils að vinna að fá úr því skorið hvort við eigum að borga eða ekki.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ómar Kristjánsson. Enn ferðu vísvitandi með rangt mál, sem að vísu er hið besta mál fyrir okkur Icesave óvinina. Allar lygar hitta þig og aðra Icesave gungur rakleiðis í hausinn eins og ástralskur bjúgverpill eins og nú.

    Íslendingar hættu við að taka þátt í gerðardómssirkús Breta og Hollendinga vegna þess að þeir hættu við á á seinustu stundu við þá kröfu (sem þeir sjálfir höfðu gert), að dómurinn yrði bindandi. Síðan hefur allt verið á sömu bókina lært, að þessar 2 þjóðir hafað harð neitað að fara með málið fyrir dómstóla sem endaði með hlægilegasta samning allra tíma og er okkur að athlægi heimsins að hafað verið tilbúnir að fá að halda sýndarréttarhöld til pólitísks heimabrúks fyrir Samfylkinguna, sem að dómsniðurstaðan er líka aðeins til heimabrúks og hefur ekkert að segja fyrir Breta og Hollendinga.

    Hversu lágt er hægt að leggjast vegna ESB afturgöngu Hitlers?

    Spurningin er Ómar, hvers vegna gengur þú erinda Breta og Hollendinga með lygaáróðrinum?

    Hér geturu fengið frá fyrstu hendi frá þáverandi fjármálaráðherra hvernig kaupin gerðust á eyrinni varðandi gerðardóminn, og endilega sýndu lesendunum hér þá virðingu að koma með óhrekjandi heimildir fyrir öðru ef þú ætlar að reyna að taka málið lengra og þykist vita betur.

    http://www.inntv.is/index.php?option=com_n-thattur&do=watch&vid=1427&id=1422&Itemid=27

  • Lilja Mósesdóttir er því miður einn af mjög fáum þingmönnum sem eru að reyna að finna hvað er best fyrir þjóðina. Hún er ekki lituð af spillingu síðustu ára eða í einhverju eiginhagsmunapoti. Hún skiptir um skoðun á máli þegar nýjar upplýsingar koma fram ef þær hafa áhrif. Hún getur það vegna þess að hún er að hugsa um þjóðarhag en er ekki bundin af flokkshagsmunum eða einkahagsmunum.
    Flokkshagsmunir ráða því miður allt of miklu í íslenskri pólitík sem kristallast vel í orðum Ingibjargar Sólrúnar rétt eftir hrun þegar hún sagða “ að nú væri ástandið svo alvarlegt að það þyrfti að taka þjóðarhagmuni fram yfir flokkshagsmuni“ ég í einfeldni minni hafði fram að því talið að þannig væri forgangsröðin, en greinilegt að þannig hefur það ekki verið hjá Merði og félögum hans í samfylkingunni.

    Og þið þarna úti sem teljið ykkur þess umkomna að saka Lilju um vankunnáttu og skilningsleysi á þeim málefnum sem hún talar um ættu að athuga sinn gang. Það vill þannig til að hún er doktor í hagfræði og mjög virtur fræðimaður í sinni grein á alþjóðavísu, svo ég efast um að þið sem þetta skrifið hafið efni á að tala svona.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    PS. Er Bjarni Ben líka trúarleiðtogi þinn ofaná allt annað?

  • Nú var í fréttum að´“háttvirt“ ríkisstjórn ætlar að AFSKRIFA um 30 milljarða skul EINS MANNS – EINS MANNS!!!!!!!!!!!!
    Þetta er svoleiðis salt í sár þeirra sem hafa verið rændir aleigu sinni á seinni hluta ævinnar í formi verðbótabólu á hóflegar húsnæðisskuldir.
    Svei mér ef ég sem hef aldrei nokkru sinni þolað sjálfstæðismenn – HVAÐ þá framsókn er farin að vona innilega að þessi stjórn komi sér burt. Næst ætla ég að kjósa þá sem ætla sér að gera eitthvað konkret fyrir MIG. Héðan í frá mun hugsjón aldrei skipta nokkru máli fyrir MIG frekar EN AÐRA.
    Fellum þessa stjórn NÚNA´. Ekki skal ég láti mitt eftir liggja.

  • Ómar Kristjánsson

    Guðmundur annar, ok. já þetta eru bara alveg þvílíkt sannfærandi „rök“ hjá ykkur sjallabjálfum. Hættu við að fara með málið í dóm af því að hann var ekki bindandi ! Vá! Auðvitað var það ástæðan. NOT.

    Gummi minn, hver var þá áhættan fyrir ísland að láta reyna á málflutning sinn fyrir gerðadómi ? Ef staða íslands var svo sterk lagalega hefði dómurinn augljóslega fallist á sjónarmið íslands… eða hvað ? Og ísland þá átt einhver spil á hendinni.

  • Mörður, má skilja þessi orð þín þannig að það samrýmis ekki stjórnmálakverinu að skipta um skoðun í ljósi nýrra þekkingar? Ég hélt að þú væri ekki svona mikill flokkshestur satt best að segja.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ómar það er verra að þú skilur ekkert um hvað málið snýst. Þú sagðir ósatt að Íslendingar þyrðu ekki með málið fyrir gerðadóm, þegar sannleikurinn er sá að Bretar og Hollendingar lögðu ekki í að hafa dóminn bindandi, sem var að vísu krafa frá þeim í byrjun og Íslendingar samþykktu heilshugar. Þá kemur gamla góði ferðakamarinn þér að þekktum notum og skítkastið eins og alltaf.

    Nú, hvað segir sagan um gerðadóminn okkur? Jú nákvæmlega það sama og þú reyndir að halda fram þegar þú „vissir ekki betur“ um hversu málið var okkur ónýtt , – en vegna „misskilnings“ var það ónýtt fyrir Breta og Hollendinga.

    Sorrý en þú skaust allt undan þér með þessum „magnaða“ málfluttningi. (O:

    Ennþá treysta Bretar og Hollendingar sér ekki fyrir sitt litla líf að fara með málið fyrir nokkurn dómstól, – nema jú að dómurinn verði ekki bindandi fyrir þá á neinn hátt.

    Kveikir það á nokkurri ljóstýru hjá þér Ómar, – eða ertu of upptekinn við að spila með vitlausu liði með Bretum Og Hollendingum?

    Og til að rústa deginum algerlega fyrir þér þá hef ég ekkert með „Sjallabjálfa“ að gera frekar en nokkurn flokksbjálfaskap, einfaldlega að ég get ómögulega séð út hvaða kúkur i klósetinu er öðrum glæsilegri. Andstaðan við Icesave hefur aðeins með þjóðernisást að gera eins og hjá sennilega öllum þeim sem mesta hafa mælst í könnunum 82% þjóðarinnar sem hafna Icesave samningsofbeldinu, á móti 18% hæstu mælingu ykkar hinna sem þykist vita betur en þjóðin, sennilega undir einkunnarorðum Samfylkingarinnar, „ÞIÐ ERUÐ EKKI ÞJÓÐIN.“

    En hvernig var það annars, eru „Sjallabjálfarnir“ ekki einmitt með allt niðrum sig eins og þið, með að hafað setið hjá í atkvæðagreiðslunni sem skipti öllu máli að hafað þurft að hafna ríkisábyrgðinni, eins og þjóðin krafðist? Þeir eiga eftir að blæða fyrir það eins og allir þeir sem samþykkja ógjörninginn með jái eða með að sitja hjá.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    PS. Ómar. Ertu virkilega að spyrja mig hvers vegna Íslendingar höfðu ekki geð í sér að taka þátt í einhverjum skrípagerðadómi sem átti ekki að hafa neina bindandi niðurstöðu, sem var krafa Breta og Hollendinga í byrjun að yrði að vera og þegar hann átti að hefja störf kom þveröfug krafa frá þeim að ekkert yrði að þeirra þátttöku nema það yrði hætt við slíkt?

    Þú hlýtur að vera að grínast.

  • Elías Pétursson

    Alveg er þetta ekta samfylkingarfærsla hjá þér mörður litli

  • Sæll Mörður,

    þú reynir að hrauna yfir Lilju samkvæmt pöntun.

    Hún las frumvarpið og komst að niðurstöðu og segir frá því. Pólitík þarf oft á tíðum ekki að vera floknari en að hugsa, horfa og framkvæma svo….

    Frumvarpið nýja er í raun samningurinn gamli án fyrirvara. Því er svarið nei við því. Að láta erlenda embættismenn í slagtogi við íslenska díleita vinnu Alþingis er ekkert annað en hneyksli.

    Nei Mörður, um borg og bý er litið á Lilju sem hetju og hugrakka manneskju. Því meira einelti sem hún verður fyrir í steinkofanum mun stuðningur við hana aukast.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Það væri athyglisvert að sjá útkomuna úr prófi sem þingmenn yrðu að þreyta um hvað þeir vissu um Icesave samninginn í raun?

    Við munum að meginnþorri stjórnarþingmanna æluðu að samþykkja „glæsilegu“ útgáfu samningsins, óséðan, eins og Guðfríður Lilja og fleiri þingmenn hafa lýst.

    Er von á að einhver fjölmiðillinn legði slíkt próf fyrir þingheim?

  • Mörg siðferðissprekin hafa komið hér inn og mært yfirlýsingu Lilju. Þar á meðal einn þingmaður sem sannarlega safnar spreki. Hvað gerir hann?

  • Sigurður Páll

    Það er dapurlegt að sjá til Lilju.

    Hún hefur enga aðra leið að bjóða uppá en óvissu og tafir á endurreisninni.

    Icesave er bara lítill hluti heildarvandans. Skiptir það ekki máli?

    Hún er til í að láta Sjálfstæðismenn komast upp með að veikja ríkisstjórnina enn frekar.

    Var ekki nóg að láta þá spila með VG fólkið í sumar. Vefja þeim um fingur sér. Svo voru VG menn hissa þegar Sfl. studdi ekki einu sinni fyrirvarana.

    Fyrir þeim vakti aldrei annað en að veikja ríkisstjórnina og því náðu þeir fram.

    Á nú að hjálpa þeim að ganga enn lengra í því , með aðstoð VG-manna?

    Er ekki nóg komið…

  • Hefur einhver alþingismaður samvisku ?

    Hvers vegna erum við þá stödd í þessari emdemis vitleysisumræðu um ICESAVE ?

    Hver á ICESAVE og hver ber ábyrgð á ICESAVE ?

    Er það einhver samvikulaus alþingismaður ?

  • Þetta er til eftirbreytni hjá henni. Ég vona að fleiri þingmenn lesi blessað frumvarpið áður en það verður tekið fyrir á alþingi.

    Og þetta endalausa þvaður um að hún sé að veikja ríkisstjórnina með því að hafa sjálfstæða skoðun er vægast sagt orðið heimskulegt.
    Það er ríkisstjórnin sjálf sem sér um að veikja sig með verkum sínum, ekki Lilja Mósesdóttir.

  • Ómar Kristjánsson

    „PS. Ómar. Ertu virkilega að spyrja mig hvers vegna Íslendingar höfðu ekki geð í sér að taka þátt í einhverjum skrípagerðadómi“

    Eh já. Það ert þú sem ert að tala um að fara með málið í dóm.

    Í því samhengi er eigi hægt að líta framhjá því að þið sjallar vilduð ekki fara með málið fyrir Gerðadóm. Það hafa engar skýringar komið frá ykkur hvers vegna. Það eru ekki skýrngar þetta með bindandi/ekki bindandi. Eða að dómurinn hafi átt að fjalla um efni máls. Svo aukt yfirklór að þi besta falli hlægilegt og í versta falli sprenghlægilegt.

    Það eru bara ekki boðlegar skýringar.

    Þessvegna stendur það að sjallar vildu ekkert með málið í dóm í fyrra enda sagði Formaðurinn það sjláfur á þingi í fyrra. Talaði á þá leið að málið væri svo ljótt að fráleitt væri að fara með það í dómsstóla.

    Enda varð það frægt hvað Árni Matt og félagar hlupu hratt í burtu frá Gerðadómi. Það hafði enginn Á EES svæðinu séð menn á slíkum aldri hlaupa jafn hratt.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ómar. Óskaplega leggstu nú lágt. Verst að ég veit að þú ert ekki að leika þig svona einfaldan.

    Eru einhver dæmi þess að gerðadómur hafi verið settur upp til gamans fyrir ykkur Breta og Hollendinga eða einhverra annara og að niðurstaðan MÁTTI ALLS EKKI VERA BINDANDI?

    Fyrir hvern, hvers vegna og hvað kostar slíkt rugl?

    Hefðu þið Bretar og Hollendingar unað því að mæta fyrir gerðadóm og komast að því að Íslendingar hefðu brotið samkomulag við ykkur og neituðu að taka þátt nema að dómsniðurstaðan yrði marklaus og ekki bindandi, sem var þveröfugt við það sem búið var að semja um?

    Til hvers ætluðu þið Bretar og Hollendingar að nota gerðadómdniðurstöðu sem skipti engu máli af því hún mátti ekki vera bindandi?

    Hvað áttu Íslendingar að gera við gerðadómsniðurstöðu sem er ekki bindandi?

    Hvers vegna hafið þið Bretar og Hollendingar ekki þorðað að fara með málið fyrir dómstól sem hefur bindandi niðurstöðu?

    Hvers vegna hafið þið Bretar og Hollendingar ekki sett málið í dóm eins og var búið að hóta ef málið væri ekki endanlega leyst þann 23. október, eins og stjórnvöld hafa reynt að hræða þjóð og þing með? Hræddir við bindandi niðurstöðu?

    Hvers vegna þorið þið Bretar og Hollendingar ekki annað en að hafa í Icesave fyrirvörunum að ef að einhver dómstóll komist síðar að þeirri niðurstöðu að þið hafið brotið á rétti Íslendinga, þá megi sá dómur ekki vera bindandi.

    Auðvitað hringja engar bjöllur í höfði Ómars Kristjánssonar, enda er hann viss um að óvinir hans, vondu Íslendingarnir, eru þeir sem þora ekki með málið fyrir dómsstóla, þótt að hann, Bretar og Hollendingarnir eru einu sem hafað ítrekað sýnt og sagt að það eru þeir sem eru með allt niðrum sig hvað varðar hræðsluna við bindandi dómsniðurstöð. Sorrý. (O:

  • Ómar Kristjánsson

    Guðmundur, sko sjáðu til – í rauninni var fallið frá dómsstólaleiðinni síðasta haust. Það var valin sú leið að semja. Það þjónaði hagsmunum Íslands best. Það var afgreitt þá. Síðan hafa stjórnvöld marglýst yfir að Ísland ætlaði að standa við skuldbindingar sínar varðandi Innstæðutryggingar samkv EES. Það mál er í sjálfu sér afgreitt.

    Sjáðu til, á islandi.is geturðu lesið álitin eða uppleggið varðandi icesavemálið fyrir Gerðadómi. þ.e. hvernig löndin lögðu málsstað sinn upp með tilveísun til laga og reglna.

    það er nóg að lesa ísl. uppleggið og svo það breska.

    Málið er að Bretar eru að leggja málið allt öðruvísi upp en hefur verið í umræðunni hérna. Hérna hefur bara verið talað um að hengja sig í orðalag í einni setningu og vísa í tóman sjóð – og þá væri bara allt í gúddí !

    Með ólíkindum barnaleg framsetning.

    Bretar eru með breið atriði úr EES samningum að vopni. Laga og reglugerðir ees samningsins. Þ.á.m. grunnprinnsipp samningsins.

    Nú, þegar íslendingar gerðu sér grein fyrirþessu – þá er ósköp skiljanlegt að Árni Matt og félagar hafi tekið á sprett. Bara mjög skiljanlegt. Það er eins og sumir á íslandi hafi hreinlega ekki þekkt nógu vel til evrópulaga og reglna.

    Bretar spyrja einfaldlega: Hvað getur gert Ríki skaðabótaábyrg samkv. Evrópulögum. Svo tína þeir það til með tilvísun í Dómafordæmi og máta við Icesavemálið.

    Niðurstaða: Öll skilyrði fyrir hendi til að gera Ríki skaðabótaábyrgt. Öll. Hvert eitt og einasta. Og geta þeir í rauninni bara valið um hvar þeir koma inn. Í rauninni. Því þeir eru með hvert eitt og hið einasta tromp á sinni hendi ! Hvert eitt og hið einasta !!

    Svo þegar þú ert búinn að lesa breska álitið – þá skaltu lesa íslensku ósköpin. Það eru engin svör við vopnum breta !

    Nú, ofannefndr staðreyndir sem ég, almúgamaðurinn, skýri hér frá í afar stuttu máli, hefur bara alls ekki verið neitt í umræðunni á íslandi. Eg er alveg hissa á öllu lagamannafarganinu á Íslandi og endalausum umræðum í fjölmiðlum – að það er aldrei talað um það sem málið snýst virkilega um.

    Veit ekki, það er engu líkara en það sé bara of flókið fyrir menn hérna uppi. Hreinlega. Menn nenna ekki að setja sig inní þetta.

    Svo er nú það.þ

  • Þegar menn eru rökþrota, grípa þeir til þess að gera lítið úr fólki. Þetta er alveg dæmigerð færsla manns sem er rökþrota.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ómar. Hættu þessu og reyndu að koma með eitthvað sem skiptir máli og er ekki lagt í hendur þér frá Bretum og Hollendingum til að segja. Hvernig geturu ætlast til að einhver trúi þessum málfluttningi ykkar ef þú gerir það ekki sjálfur?

    Þú vitnar í Bjarna Ben. af öllum af því að hann samþykkti Icesave, lagði til að samningaleiðin yrðri reynd, eins og allir lögfræðingar hafa gert í byrjun, og þegar hún gekk ekki þá vill hann eðlilega að dómstólaleiðin verði farin. Það er hrein og klár ósannindi að hún er ekki fær. Núna td. er engra annara kosta völ fyrir þá en að leggja ÓLÖGVARINN ICESAVE REIKNINGINN fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem vangreidd skuld og þá til innheimtu, eins og væntalega til stóð 23. október, þegar enn einn lokafresturinn rann út …. og án nokkurra hörmunga eins og lygaveita stjórnvalda VG og Samfylkingu Jóns Ásgeirs voru búnir að reyna að hræða og hóta okkur með. Skrítið. (O:

    Lestu nú þetta frá þeirri sem mesta ábyrgðina ber á hversu hörmulega hefur til tekist, og á eftir að koma betur í ljós þegar rannsakendur hrunsins skila sínum niðurstöðum:

    „Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“

    “Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð. „En það er ekki fallega gert að halda á lofti lausnum sem eru ekki til staðar. Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún.”

    http://www.dv.is/frettir/2009/6/24/Ingibjorg_Solrun_Domstolaleidin_er_ranghugmynd/

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Nú er ég ekki viss um að þú hafir kynnt þér skrif lagarófessors Samfylkingarinnar, sem að stakri snilld afgreiðir fávísan Icesave vin og um leið skýrir alla lagahliðar málsins svo hver þokkalega skarpur skólakrakki ætti auðveldlega að skilja hvers vegna við eigum EKKI að borga Icesave ofbeldisreikninginn. Hann spyr ma. einfaldra spurninga sem ekki hefur verið svarað eða neinu því sem hann setur fram verið hrakið:

    “Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?”

    “Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.”

    “En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið.”

    http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

    Ekki gleyma að þau fáu álit sem stjórnvöld hafa sent frá sér eftir meðal menn í lögfræðunum eru ÖLL KEYPT, á móti tuga álita og greinagerða innlendra og erlendra þungavigtamanna í faginu, sem hafað gert sín án nokkurra greiðslna, nema þau 3 sem stjórnvöld földu vegna þess að þau stóðu með hlið Íslendinga, sem hugnaðist þeim ekki, sælla minninga.

    Við skulum ekki gleyma að Icesave vinir hafa hæst mælst í könnun 18% þjóðarinnar, á meðan við sem sjáum ljósið og segjum klárt NEI við Icesave, höfum mest mælst 82%.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur