Þriðjudagur 22.06.2010 - 07:15 - 157 ummæli

Sammála Kidda

Til hamingju sem hafið verið að glíma við gengistryggðu lánin – en ég er sammála Kristni H. Gunnarssyni í Fréttablaðinu í dag: Þegar lögfræðinni sleppir verður að taka við réttlætiskennd og skynsemi.  Það er eðlilegt að venjuleg verðtrygging færist nú á gengistryggðu lánin. Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður – eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri. Þeir borgunarmenn eru margir þegar að sligast undan venjulegum verðtryggðum lánum, og gera auðvitað kröfu um að þau fái sömu útreið og gengistryggðu lánin.  Rökin um forsendubrestinn eru vissulega öflug – en hver á að lokum að borga?

Einsog Kristinn lærði ég einusinni þá hagfræði að ef Jón borgar ekki skuldina sína  þá lendi það á Gunnu. Alveg einsog efnið í heiminum eyðist ekki heldur verður að orku og svo að öðru efni. Ég var farinn að efast um þennan barnalærdóm í góðærinu og svo aftur eftir langvarandi ræðuhöld niðurfellingarsinna á eftirhrunstímum. En hér hefur Kiddi rétt fyrir sér:  Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana.

Það er ekki fallið til vinsælda, en eina réttlætispólitíkin er að styðja þá beint og rösklega sem eiga um sárast að binda, og hjálpa hinum að hjálpa sér sjálfir með lausnum og úrræðum sem eru sanngjarnar og ábyrgar.

Til lengdar læra menn að vara sig á þeim sem lofa Paradís á jörðu – sem í einkennilega mörgum tilvikum eru þeir sömu fyrir hrun og eftir hrun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (157)

  • Grein Kristins H. Gunnarssonar í Frettabláðinu nú í morgun er það vitlegasta sem komið hefur fram í umræðunni eftir dóm Hæstaréttar með ólögmæti gengislánanna. Skuldir verður að greiða -þær hverfa ekki. Forsendur gengistryggingarlánanna voru nákvæmlega þær sömu og eru á verðtryggðu lánunum. Að sömu verðmæti sem gengið var útfrá við lánveitinguna- skili sér aftur til baka. Á þeim tíma sem þessi lán voru tekin stóð lántakandinn frammi fyrir tveimur valkostum -gengistryggð lán eða verðtryggð ísl. lán. Vegna lægri vaxta á þeim gengistryggðu hlupu margir á þau. Þða var eina ástæðan. Á árunum 2003 -2008 fjórfölduðust lánaskuldir almennings. Á hvaða efnahagslegu forsendum þær ákvarðanir voru teknar er mér hulið. Sjálfur hafði ég þann háttinn á að nota „góðærið “ til að losa mig við allar lánaskuldir. Ég er því áhorfandi að þessum harmleik lántakenda núna. Nú er í kjölfar dómsins kominn þrýstingur á að verðtrygging ísl lána fari sömu leið-verði afnumin Það þýðir að lífeyrir gamlafólksins verður afnuminn að mestu og færður yfir til ofurskuldara . Bankarnir og þar með fjármálastofnanir eru allar á ábyrgð ríkisins að mestu leiti . Niðurfelling á skuldum að raungildi fellur því á skattgreiðendur og lífeyrisþega. Er þa´re´ttlát lausn. Ekki finnst mér það og tek undir með Kristni H. Gunnarssyni.

  • Dagbjartur

    Verðtrygging er og hefur alltaf verið ein stór SVIKAMYLLA.

  • Þröstur

    Það var sko enginn óvissa þegar að við áttum að halda kjafti og borga allt upp í topp og fyrirtækinn fóru um bæinn eins og Handrukkarar og sátu um heimili manna dag og nótt til að Vörslusvipta bílana og hringdu látlaust í skuldara og alla hans fjölskyldumeðlimi !!En núna þegar að þau eiga að borga þá er svo mikil óviss…a !! Vá hvað mig hlakkar til að fara í mál við þessa andskota !!!!! Þá verður sko ekkert gefið eftir…

    þið eruð KOMMANISTAR eruð að sigla Þjóðar skútunni til helvítis……..

  • Halldór Á

    Bravó Mörður

    Þú ert samkvæmur sjálfum þér. Líkt og Kristinn H. Gunnarsson.

    Þið tvíburarnir virðist hafa aðeins eina stefnu í ykkar pólitíska lífi – að vera á móti.

    Ef einhver segir já, þá segið þið nei. Það virðist ykkur engu máli skipta hver skynsemin er í því að vera á annarri skoðun en flest fólk, aðalmálið er bara að vera á móti. Sama hversu fíflaleg afstaðan er.

    Þetta er auðvitað ekkert annað en argasta athyglissýki. En hræddur er ég um að hér hafir þú grafið þína eigin gröf sem stjórnmálamaður. Ég á bágt með að trúa því að nokkur samflokksmanna þinna vilji sjá þig innan sinna raða lengur. Þú ert of geislavirkur. Nú ertu búinn að ná Kristni H., sem enginn vill vera með í flokki lengur.

    En farið hefur fé betra. Þín verður ekki saknað, ekki frekar en Kristins.

  • Sigurður

    Svo ég klári mitt mál.

    Þessi grein þín var mjög flott og „sympatetískt“ skref hjá þér.

    Rosalega hefurðu rangt fyrir þér, að mínu mati.

    Mitt atkvæði fer ekki í þinn flokk aftur.

    Ég er reyndar bara með gegnistryggt lán en ég finn alveg jafn mikið til með þeim sem eru með verðtryggð lán.

    Þegar ég, sem hef verið skilgreindur ásamt 44.000 öðrum íslendingum nánast sem fjárglæframaður, þá var ég því miður svo ótrúlega heimskur að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga.

    Ef það á að vera einhver sanngirnir þá myndi hún meðal annars birtast í því að þeir sem ráðlögðu okkur, seldu okkur öll „fótanuddtækin af því að þau eru svo æðislegt“, taki einhverja ábyrgð á móti líka.

    Þetta eru fjármálafyrirtækin. Í því samhengi þarf alvarlega að skoða verðtrygginguna núna.

    En mitt atkvæði fer ekki aftur til ykkar.

    Takk.

  • Hilmar Hafsteinsson

    Í sjálfu sér er áhugavert að þú skulir finna hugmyndafræðilegt athvarf hjá Kristni H. Gunnarssyni. Allt um það er niðurstaða þín: „Það er eðlilegt að venjuleg verðtrygging færist nú á gengistryggðu lánin.“

    Vinsamlegast athugaðu að það er ekkert „eðlilegt“ við þessa nálgun. Samningar skulu standa samkvæmt lögum. Reyndu ekki að ímynda þér að þú getir notað „hönd ríkisins“ til að grípa inn í gerða samninga.

  • Þessi svokallaða „félagshyggjustjórn“ er búinn að stynga almenning svo íllilega í bakið að það mun þurfa að draga fólk hálf rænulaust á kjörstað til að það slysist til að gefa ykkur atkvæði sitt aftur. Fólk veit þó allavega hvaða viðbjóð það er að kjósa þegar það kýs FLokkinn eða Framsókn. Svona pistill gefur góða innsýn í ykkar hugarheim. Alþingi er fílabeinsturn og allir þeir sem inná það setjast virðast missa alla tengingu við almenning í landinu.

    Hvernig stendur á því að lög um hópmálssóknir er ekki farinn í gegn um þingið?
    Þessi lög sem dæmi hefðu og myndu flýta gríðarlega afgreiðslu gengislána ef fjármálafyrirtækin ætla að hunsa hæstarétt. Hvernig stendur á því Mörður að þið alþingismenn standið alltaf á móti réttarbótum almennings þessa lands?
    Eru þetta múturnar í hnotskurn?

  • Mr. Crane

    Þeir sem tóku lán í erlendri mynt voru að taka þessi lán vegna lágra vaxta. Þess vegna er fáránlegt og óréttlátt að ætla að troða upp á þetta fólk verðtryggingu eða íslenskum vöxtum. Staðreyndin er sú að ef að einungis hefðu verið í boði óverðtryggðir íslenskir vextir eða verðtryggðir íslenskir vextir þá hefði lántakinn í flestum tilvikum aldrei samþykkt lánasamninginn.
    Þessi dómur lýsir engu öðru en ótrúlegum aulaskap þessara fyrirtækja. Það er ekki flókið að hafa lánasamning um lán í erlendri mynt löglegan bara ef íslensku krónunni er haldið fyrir utan hann. Lánafyrirtækin gerðu augljós mistök. Ef ég hefði gert mistök og skrifað undir lánasamning með einhverju sem ég ætlaði mér kannski ekki að gera þá slepp ég ekki út úr því.

    Sósíalista réttlætið er alveg magnað…

  • Ómar Kristjánsson

    Staðreyndin er að dómurinn/dómarnir er ekert skýrir hvað varðar það, hvort eitthvað komi í staðinn – enda var ekkert fjallað um það.

    Fyrst þetta var ekki erlent lán – nú, þá hlýtur þetta að hafa verið hefbundið íslenskt lán með vísitölubindingu eða hefðbundnum ísl. vöxtum á verðtryggingar.

    Þá segja margir að varnir séu í lögum fyrir neytendur þessu viðíkjandi og engar skýrar heimildir sem lánveitendur gætu beitt fyrir sig.

    Kannski er það rétt. Kannski ekki.

    Því viðvíkjandi er ekki hægt að horfa framhjá því að lántakendum hefði mátt vera ljóst að verðtrygging var á láninu + vextir.

    Þó dæmt hafi verið að gengistrygging væri óheimil þá er ekki óhugsandi að dómur dæmi að eitthvað sambærilegt komi þá í staðinn. Enda lánið orðið hefðbundið íslenskt lán og slík lán bera ekki evrópska vexti án verðtryggingar. Ja, allavega ekki síðast þegar ég vissi.

  • Held að þú ættir að halda kjafti og fara vinna vinnuna þína, standa með fólkinu sem kaus þig fíflið þitt.

    Hæstiréttur er búin að dæma þessi lán ólögleg og þar af leiðandi er það réttlætanlegt að lántakinn fái bætt það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna ólöglegrar lánastarfsemi fjármögnunarfyrirtækis.

    Þú átt að vera talsmaður fólksins en ekki lánastofnanna.

    Kv Steini

  • Mr. Crane

    BTW það er spurning fyrir þá sem eru með löglega lánasamning í erlendri mynt að reyna að sækja bætur á hendur þeim sem sátu á þingi fyrir Hrunstjórnina. Þeir gerðu stykki langt upp á bak og hrun krónunnar er á ábyrgð hennar og stjórnanna sem sátu á undan. Í raun ættu þeir persónulega að vera bótaskyldir á sama hátt og þeir sem rændu bankana. Ætli væri reynandi að fara í skaðabótamál við íslenska stjórnmálamenn í New York…

  • Icesave-Ómar mættur til að hjálpa til.

  • Ég er að einhverju leiti sammála þér Mörður varðandi siðferðið, þ.e. að tryggja verður að borgurum landsins sé ekki mismunað.
    En ég tel að hér sé grundvallar misskilningur í gangi. Þó svo að einhverjir fjármunir séu í gangi í efnahagskerfinu og einstaka bankar verða gjaldþrota þýðir ekki að allar skuldir þess banka muni leggjast á skattgreiðendur og þetta ættir þú að vita ef þú þekkir til fractional reserve banking þar sem peningar verða til vegna trausts og svo þegar traustið hverfur þá hverfa peningar sömuleiðis sporlaust. Nú ef þessir fjármunir leggjast á skattgreiðendur, þá er eitthvað að stjórnsýslunni og þá þarf að laga þau lög.
    Mér sýnist á þessum orðum, sem ég tel að byggjast á misskilningi, að þá sé einungis verið að berjast fyrir því að allar lánastofnanir munu halda lífi.

    Það sem ég sé fyrir mér í þessum málum er að annarsvegar þurfi að endurskoða verðtryggð lán og stefna að því að leggja niður verðtryggingu og svo hinsvegar að kljást við gjaldeyristryggðu lánin á sanngjarnan máta.

    Ég bið þið að vera ekki að blása út þeirri blábylju að þetta muni á endanum leggjast á skattgreiðendur og lífeyri fólks, því þessi gjaldeyrislán munu einmitt þvert á móti auka streymi innan hagkerfisins og auka því skatttekjur ríkisins.

  • Keflvíkingur

    Til hamingju Mörður og Kristinn, að þora að segja eitthvað af viti í þessari delluumræðu hér. Hókus pókus og öll vandamál hverfa, það er hin viðtekna stemning. Borga skuldir sínar? Gamaldags, hallærisleg krafa!!

  • Ég verð að vera sammála þessum skrifum þínum Mörður. Á sama tíma og ég er fegin að við sem ösnuðumst til að taka gengistryggð lán fáum einhverja leiðréttingu þá verður að taka á málunum með réttlætiskennd og skynsemi.

    Það er ekki eðlilegt að lán þeirra sem tóku gengistryggð lán falli nánast niður. Við tókum lánin og það er eðlilegt að við borgum til baka lánin miðað við réttlátar forsendur. Ef við borgum ekki okkar lán, þá þarf einhver annar að taka skellinn fyrir okkur en í því felst hvorki réttlæti né sanngirni.

  • Ja hérna…. er ekki kominn tími til að þú finnir þér vinnu Mörður ?

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Þeir sem tóku lán í erlendri mynt voru að taka þessi lán vegna lágra vaxta“

    Ertu að segja að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir gengisáhættunni? Að taka lán í erlendri mynt er ekkert annað en topp verðtrygging og 98% fólks hlýtur nú að hafa gert sér gein fyrir því – jafnvel þó ekki væri sagt sérstaklega.

    Ef þú tekur 100 dollara lán – á verður að borga 100 dollara til baka + vexti. Það er bara þannig. Svo er rokkand hve margar ísleskar krónur þarf til þess arna.

    Nú, dómurinn hefur komist að því að ekki var formæega um erlent lán að ræða heldur skuldbindingar í íslenskum krónum. Lánið hlýtur því að vera hefðbundið vísitölubundið lán + vetir eða verðbólgumiðaðir vetir án vertryggingar.

    Það er ekkert alternative. Það getur ekkert verið lán í íslenskum krónum með erlendum vöxtum.

  • Sigurður

    Nýjar forsendur í lánasamningum kallar á nýja samninga.. sem að skuldari verður þá að samþykkja..

    Það er ekki hægt að taka einhliða ákvörðun um að breyta lánasamningum, sama hvort það er réttlátt eða ekki, nema að skuldari skrifi þá undir nýjan samning..

    Ég ælta að veðja á að það verði lögfræðilega niðurstaðan.

    Síðan ætla ég að veðja á að Frakkar séu á leiðinni heim af HM 🙂

  • Thad er med olikindum Mordur hvernig thu og thinir hagid ykkur.
    Er ekki komin nidurstada fr Haestaretti? Hvern anskodan eru thid ad koma med tillogur andsnunar nidurstodum Haestarettar svo og ollum almenningi.
    Thad vantar kossningu til ad kom ther og thinum likum ut af Althingi.

  • Þú, þingmaður almennings vilt sem sagt bæta lögbrjótum upp það tjón sem þeir kunna að verða fyrir þegar þeir verða að skila þýfinu. Svei attan!!!
    Það er greinilegt með hverjum þú stendur. Á heimsenda átti fyrr von en að heyra það og lesa að samúð þín liggji með þessum glæpafyrirtækjum. Fólk hefur tekið líf sitt vegna framgöngu þessara fyrirtækja. Skamm svei!!!
    Fari þessi fyrirbæri á hausinn vegna réttlætisins þá er það gott mál. Þú getur ekki ætlast til að almenningur í landinu greiði eigendum þeirra og kröfuhöfum tap þeirra. En nú ertu sem sagt búin að opinbera hið rétta andlit fjórflokksins. Ég kann þér hinar bestu þakkir fyrir það. Uppreisn almennings er bara tímaspursmál og þá dettið þið af launaskrá.
    Byltingarkveðjur að norðan.

  • Anna Kristín Pétursdóttir, áður Móvinda

    Hverslags múgsefjun er þetta eiginlega?

    Mér líður eins og ég sé að lesa játningar „heilkennissjúklinga“ að lesa suma póstana hérna…

    Mörður þú verður að fyrirgefa, en ég sé ekki „réttlætið“ í að ef ég tek lán til langs tíma að á tveimur árum hækka 12 milljónir um 4 milljónir og á sama tíma hafa allar afborganir með vöxtum og verðbótum verið greiddar með skilum.

    En endilega láttu þjóðina vita af skoðunum þínum og viðraðu sem oftast hugleiðingar þínar. En hafðu líka hugfast að langlundargeð þjóðarinnar í garð ykkar stjórnmálamanna er gjörsamlega á þrotum.

  • Þvættingur

    Þeir sem áttu peninga á innlánsreikningum héldu sínu. Það er fólkið sem var búið að eignast fasteignirnar sínar. Við sem vorum að reyna að eignast þak yfir höfuðið misstum allt. Vegna þess að fjárhættuspilarar léku sér með gengið. Og nú má ekki mismuna fólki!

    Hvað rugl er þetta í þingmönnum sem sátu á rassinum meðan þetta gekk yfir. Þið, Mörður og Kristinn, hafið haft öll tækifæri til að vinna að því að afnema einhliða verðtryggingu OG þið sváfuð á verðinum á Alþingi. Á launum frá okkur sem þið nú kallið skuldara! Svei ykkur.

  • Fólkið bauð sanngirni en var sent í dómssal. Fólkið vann og því þykir þingmanninum eðlilegt að ræða sanngirni. Hvar var hann þegar fólkið þurfti á honum að halda

  • Auðvitað er þetta fullkomlega rétt hjá Kristni og Merði. Lánafyrirtækin hefðu aldrei lánað þessa peninga án einhvers konar verðtryggingar, því að þau stunda jú ekki góðgerðarstarfsemi. Og þetta væl um illsku bankanna, sem eru að drepa landann, er eins og að kenna dópsalanum um fíkn sína. Fjöldi manna tók gengistryggð lán vitandi vits um að gengið hlyti að falla þá og þegar, en þeir tóku lánin samt.

    Eins fara menn nú mikinn um hversu óréttlát verðtryggingin er, en gleyma auðvitað um leið kostum hennar. Í landi þar sem er krónísk verðbólga — vegna slæmrar hagstjórnar og verðlauss gjaldmiðils — er ljóst að lánastofnanir verða að tryggja endurgreiðslu lána með einhverjum hætti. Þetta lærðu menn upp úr 1970 þegar allir bankar höfðu tæmst, allt sparifé landsmanna var brunnið upp á verðbólgubálinu, og enginn gat safnað krónu til ellinnar. Með verðtryggingu lána tókst að koma stöðugleika á þessi mál — og ef einhver heldur að kjör á lánum batni með afnámi verðtryggingar þá veður sú/sá í villu og svíma. Afnám verðtryggingar myndi einfaldlega þýða að vextir yrðu himinháir og síkvikir vegna verðbólgunnar og níðurstaðan yrði sú að útilokað yrði fyrir nokkurn mann að skipuleggja endurgreiðslu lána fram í tímann. Gengistryggingin, sem nú hefur verið dæmd ólögmæt, var vitanlega ekkert annað en ein leið til verðtryggingar — þ.e. hún var viðurkenning á að við búum við ónýtan gjaldmiðil sem ekki er hægt að nota í langtímasamningum. En Alþingi hafði sett lög sem bönnuðu slíka samninga og því gat hæstiréttur lítið annað en dæmt þennan þátt lánasamninganna ólögmætan

    En þótt Kristinn og Mörður hafi rétt fyrir sér, þá verður þeim tæplega að ósk sinni — a.m.k. ekki nema dómstólar breyti lánunum í verðtryggð lán. Gengistryggingin var ekki dæmd ógild vegna þess að hún sé óréttlát (hún er jú ekkert óréttlátari en önnur verðtrygging), heldur vegna þess að hún var ólögleg. Varla er hægt að breyta þessum lánum eftir á með löglegum hætti, nema með samningum við lánþega, og þeir sjá sér varla hag í því að taka á sig verðtryggingu. Því er erfitt að sjá aðra framtíð en að sumir lánþegar fái „leiðréttingu“ lána sinna, á meðan allir hinir þurfa að bíta í það súra epli að borga áfram af sínum okurlánum. Það sem verra er, er að hér eru hinir óvarkáru verðlaunaðir — þ.e. þeir sem tóku þá heimskulega áhættu að taka lán í öðrum gjaldmiðli en þeim sem þeir hafa sínar tekjur í, oft til að kaupa neysluvörur sem þeir höfðu hvorki efni á né þörf fyrir — og reikningurinn verður síðan sendur á endanum til hinna varkáru. Svona er Ísland og svona hefur það alltaf verið, því miður.

  • Ómar lögfræðingur Kristjánsson er einhver mesti lögfræðingur heims. Því miður er hann í andstöðu við alla helstu lögfræðinga landsins, en kýs að tala einsog hans sjónarmið séu augljós sannindi.

    Kaldhæðni málsins er það, að jafnvel þótt gengið hafi hrunið og jafnvel þótt það batni aldrei aftur, eru húsnæðislán til 30 ára með 3% vöxtum ca. 20 sinnum betri heldur en verðtryggt lán á 4,5% vöxtum.

  • Ómar Kristjánsson

    Þú virðst ekki átta þig á að menn tóku KRÓNUR af láni og borga KRÓNUR til baka erlendur gjaldeyrir kom aldrei við sögu. Þess vegna er þessi tenging við gengið ólöglegt.

    vextir og önnur kjör eru ekkert ólögleg og þau standa, enda er ekkert sem bannar lánastofnun að lána peninga með lágum og þess vegna engum vöxtum.

    Og lánið hlýtur ekki eitt né neitt. Það ER eins og það er mínus gengistryggingin. Hún er ólögleg, annað stendur.

  • hárrétt hjá Marat.

    Það er galin hugmynd fyrir lántakendur að skipta úr „erlendu láni“ í verðtryggt íslenskt .. Ef um er að ræða langtímalán.

    Ég fyrir mitt leiti get alls ekki fellt mig við að skipta í verðtryggt lán.

  • Stebbi minn. Stóð sem sagt ekki í lánasamningnum, sem fólk skrifaði undir, að endurgreiðslan miðaði við vísitölu ákveðinna gjaldmiðla? Ég hélt þess vegna að erlendur gjaldmiðill hafi komið við sögu … En kannski hef ég misskilið þetta allt, enda hef ég aldrei tekið svona gæðalán.

  • Ertu að safna fyrir næsta prófkjör eða ‘borga’ fyrir það síðasta?

  • Sæll Mörður.

    Þetta er hárrétt hjá þér! Allir íslendingar verða að fá notið hinnar frábæru uppfinngar sem í daglegu tali er kölluð verðtrygging. Rétt eins og íbúar N-Kóreu fá að njóta síns ástkæra leiðtoga Kim Il-sung.

    Ég legg til að næst þegar þú ferð til Brussel þá kynniru þessa dásamlegu uppfinningu enda hafa evrópubúar farið á mis við það í áratugi að fá að búa við verðtryggingar-sæluna. Þingmönnum á Evrópuþingingu finnst örugglega mikið til koma hvernig stjórnmálamenn á Íslandi hafa afsalað sér að þurfa nokkura ábyrgð að taka á efnahagsstjórninni enda sér verðtryggingin um að bæta fjármagnseigendum upp skaðann en þeir sem lánin taka geta étið það sem úti frýs.

    Málið er samt eiginlega þetta Mörður. Þú munnt ekki bæta þeim sem verðtryggð lán tóku skaðann með því að láta þá sem tóku gengistryggð lán borga verðtryggingu líka. Mér þykir samt vænt um að þú skulir taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín í lífinu þessa stundina. Fjármagnsfyrirtækin eiga nefnilega fáa vini þessa stundina.

  • Ég vil þá díla við bankann minn um að halda tvöföldun á höfuðstól og borga 3% vexti. Ef þeir voru til í það fyrir dóm, þá hljóta þeir að vera til í það eftir dóm.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Það er ekki hægt að taka einhliða ákvörðun um að breyta lánasamningum, sama hvort það er réttlátt eða ekki, nema að skuldari skrifi þá undir nýjan samning..“

    Já, það er sjálfsagt rétt. Og lántakar munu aldrei (augljóslega) samþykkja neitt nema verðtryggingarlaust og með evrópska vexti etc.

    Þessvegna verður dómsstóll að skera úr um hvort lánveitendur eigi rétt til leiðréttingar. Og ef Hæstiréttur dæmir svo vera, td. að viðmiðunarvextir Seðlabanka eigi þá að gilda – þá hlýtur að verða að fara eftir því eða hvað?

    Stóri gallinn í málaferlunum sem nýlega var dæmt í var, að ekki var höfð uppi varakrafa.

    Nú, þegar eg hef sagt ofanritað – þá er eg ekki að fullyrða af eða á um hvrnig slíkt færi fyrir dómsstólum. Kannski stendur þetta svona 4% vextir eða eitthvað – kannski segir dómur að eitthvað nýtt komi til staðar o.s.frv.

  • Kristján G. Kristjánsson

    Það er ótrúlegt að þú hafir verið þingmaður, og unnið við það að fjalla um lög á Alþingi sem við smáfólkið eigum að fara eftir.

    Þú lagar ekki ranglæti með því að taka réttlætið af öðrum.

    Þú biður ekki fórnarlömb glæps að sitja inni hluta af tíma glæpamannsins fyrir hans sanngirni.

    Þið Kiddi eruð ekki hæfir til að vera fulltrúar neinna sanngirniskrafna með þessum málflutningi ykkar.

    Nú ættir þú að snúa þér að því að vinna að því innan stjórnarflokkanna að mál Sigurðar G. Guðjónssonar um forsendubresti verðtryggðra lána fái eðlilegan stuðning fulltrúa þjóðarinnar.

  • Er ekki kominn tími á potta og pönur aftur. Og út með en aðra vanhæfa Ríkisstjórn eða að gera kröfu um þjóðstjórn til að vera með aðhald að öfgum í báðar áttir.

  • Kristján G. Kristjánsson: Ein spurning (eða kannski fleiri). Hvernig á að reka lánastarfsemi á Íslandi í framtíðinni ef „sanngirniskröfunni“ um 3% vexti í 10-20% verðbólgu verður haldið til streitu? Ætli það gangi vel að reka Íbúðarlánasjóð við slík skilyrði? Eða ætli lífeyrissjóðirnir verði áfjáðir í að lána fé skjólstæðinga sinna með þeim kjörum? Hvenig ætli þá gangi fyrir íbúðareigendur að fjármagna kaupin? Eigum við sem sagt að hverfa aftur til fortíðar þar sem almenningur gat hvergi fengið lán?

  • Komdu þér útaf Alþingi hið fyrsta….. svikari…..handbendi glæpafyrirtækjana

  • Þetta er rétt hjá Merði og Kidda.

    Og ég verð að segja… KJARKMENN. Það eru ekki margir sem þora að segja þetta hreint út í ljósi tíðarandans (amk. net-blogg-tíðarandans).

    En ég hygg að flestir séu á þessari skoðun samt.

  • Einar Gunnar Birgisson

    Gengi gjaldmiðla hefur sveiflast alla tíð og að taka há lán gengistryggð var bjánaskapur. Fólk hefði átt að vera varkárt því það eitt ber ábyrgð á sínum fjármálum og engin annar. Nú lætur almenningur sem hann sé bara blásaklaust fórnarlamb vondu kapítalistana sem eru að féfletta það. Það er svo sem mannlegt að kenna öðrum um sínar eigin ófarir enn fólk stökk sjálft í fenið. Nú lítur út fyrir að það eigi að verðlauna þá óvarkáru og þá sem höguðu sér eins og bjánar í fjármálum. Mér grunar að stór hluti af góðmennskunni lendi á skattborgurum þessa lands enn aðeins hluti á vondu útlendu kapítalistunum.

  • Anna Kristín Pétursdóttir, áður Móvinda

    Minn kæri Mörður!
    Taktu til þín athugasemdir þeirra sem skrifa hér á móti þér. Okkur er fúlasta alvara með þá skoðun að lífskjörin hér á landi fari að snúast að réttlæti – sanngirni og jafnræði.

    En sennilega hefur þú hagsmuni af því að eiga verðtryggða innlánareikninga.

  • Guðlaugur S. Egilsson

    Það er einfaldlega ekki rétt að aðrir þurfi að borga lán sem lækka með þessum hætti. Peningakerfið virkar ekki þannig í dag. Peningar eru að myndast úr engu, og hverfa með sama hætti á hverjum degi. Hlutabréfamarkaðir eru besta dæmið um þetta, bankalán er annað dæmi, þar sem bankar geta lánað út X*Y krónur fyrir hverjar Y krónur af innlánum (X helgast af bindiskyldunni margfrægu), og þar með myndast peningar „úr engu“. Á þetta er spilað og telst viðtekinn sannleikur í stórum viðskiptum, en af einhverjum ástæðum er reynt að halda þeirri sannfæringu að „almenningi“ að peningar sem einu sinni verða til hverfi aldrei.
    Það er bara ekki rétt, og allt tal um sanngirni byggt á þessari forsendu er því einfaldlega rangt.

  • Sigurður

    Einar Gunnar og Pétur.

    Hvernig væri að lánveitendur myndu jafnvel taka einhverja áhættu í lánastarfsemi sinni og koma þannig til móts við lánþegann. Verðtryggingin tryggir lánveitandanum fullkomna vernd og bitnar öll á lánþeganum.

    Er það ekki t.d. sanngirni?

    Einar Gunnar – Þeir óvarkáru, sem eru um 44.000 einstaklingar hér á landi, og eru ekki eins skynsamir og þú, hefðu aldrei tekið þessi lán hefði þeim ekki verð otað að þeim.

    Ég er einn af þeim sem lét gepjast og var óvarkár… og heimskur því ég hlustaði á sannfærandi ráðgjöf bankamannana. En þeir greyin bera náttúrulega enga ábyrgð..

    Hvernig var þetta aftur:

    Fool me once, shame on you… fool me twice shame on me…

    Ég lærði af reynslunni í fyrra skiptið.

  • Það þarf ekki mikinn kjark til þess að bulla ef maður er bullukollur. Hagfræðin er kolröng, kolröng, kolröng og kolröng.

    Mörður og Kristinn leggja af stað í sneypuför með barnaskólahagfræði í farteskinu sem er svo fjarri raunveruleika að undrum sæti. Ég held hann sé að meina bókfærslu þar sem hann debet og kredit-aði. Þetta er allt öðruvísi Ella.

    Allir þeir sem hrósa honum fyrir „að segja þetta hreint út“ eru sömuleiðis ekki að átta sig á því að þetta er ekki eins einfalt reikningsdæmi og þeir setja upp.

    Dæmið er rangt, byggt á röngum forsendum og reiknað út vitlaust.

  • Hvaða vitleysa er þetta í þér Mörður ? Væri nú ekki nær að leggja niður verðtrygginguna heldur að fara troða henni uppá aðra ?

    Og má ég minna á að stór hluti þessara lána var afskrifaður þegar hann var færður yfir í nýju bankana.

    Er þú að berjast fyrir alþýðuna eða fjármagnseigendur ?

  • 22.06 2010 kl 11:36

    Pétur

    Sanngirniskrafan er sú að það séu ekki alltaf bara lántakendur sem séu látnir taka áhættuna og borga brúsann.

  • Páll Lárus Atlason

    Samræmist verðtrygging þeim evrópsku reglum sem gilda hér um fjármálagjörninga?

    kv
    Páll

  • Michael Jón Clarke

    Á þessu átti ég ekki von frá þér.
    Eitt þó segi ég, að hæstréttur hefur einu sinni getað kveðið upp dóm án íhlutun þingmanna. Það er sigur fyrir lýðræðið!

  • Sæll Mörður

    Þú hefur að mínu mati sjaldan stígið í vitið en núna ertu endanlega búin að sanna það og sýna.

    Firsta lagi tenging við erlenda mynt var dæmt ólögleg að öðru leiti er lánasamningurinn löglegur, hvað stendur þá eftir, hmmm leyfðu mér að hugsa. já leiðréttur höfuðstóll og vextir ekkert meira.
    Þú segir að ef að gegnis ofbeldið verður leiðrétt þá lendi það á restinni af þjóðinni að greiða þann mun, þetta er bara alrangt þetta eru ekki rauverulegar fjárhæðir þarna á bakvið vegna þess að þessi gerningur átti aldrei að eiga sér stað.
    þar að auki hafa stjórnmála menn talað um skjalborg um heimilinn sem er í raun örfoka tjaldbúðir sem engum hafa gert gagn nema lánadrottnum og fjármagns eigendum.
    Mér finnst að þar sem ríkisstjórnin hefur ekki séð sér fært að gera nokkuð að viti vel við of skuld setta þegna þessa lands og koma þeim til hjálpar. Ég held að ríksstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að, annað hvort festa að það í sessi sem dómurinn segir að eftir standi leiðréttur höfuðstóll og vaxta % látin vera eins og hún kveður á í samningnum, ellegar að gera það sem hún gerir best halda sér saman og vera ekki að skipta sér af því þegar einhver vonarglæta blasir við mörgum hér á landi.

    p.s. ég er ekki með lán í myntkörfu en djöfull vona ég að þessi fjármála fyrirtæki finni það einu sinni hvernig það er að vera við erfiðu hliðina á samningaborðinu. Því þeir hafa svo sannarlega ekki verið að gera allt sem að þeir geta til að aðstoða fólk heldur þvert á móti gert allt til að merg sjúga allt sem að þeir geta úr landanum

  • Pétursdóttir

    Ef lánin eru ólögleg þá eru þau ógild. það verður að gera þau upp eða semja aftur. Þetta segir sig sjálft.

  • Vinna og velferð
    Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009

    „Að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum. Leitað verði leiða til að auka framboð óverðtryggðra íbúðalána. Aukinn stöðugleiki samhliða aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði nýttur til að innleysa verðtryggðar skuldbindingar og skipta þeim fyrir óverðtryggð evrubréf.“

  • Þetta snýst ekki um sanngirni, heldur vilja til að lána. Í landi þar sem verðbólga hefur helst ekki farið niður fyrir 10% nema í skamman tíma í senn og var í 80% ekki alls fyrir löngu þá leggur enginn fyrir sig lánastarfsemi nema hann geti nokkurn veginn tryggt að hann fái lánin endurgreitt (ef hann gerir það ekki þá fer hann fljótt á hausinn). Þetta gerist annaðhvort með verðtryggingu eða breytilegum vöxtum — þ.e. eftir að gengistrygging var dæmd ólögleg. Þannig að ef verðtrygging verður afnumin verða lán einfaldlega sett með 15-20% vöxtum sem verða endurskoðaðir árlega og hreyfast með verðbólgu. Er það betra en verðtrygging? Held varla!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur