Laugardagur 28.08.2010 - 09:12 - 55 ummæli

Atkvæði um ESB-viðræðurnar

Þorsteinn Pálsson segir í Fréttablaðinu í dag að alþingi eigi að afgreiða sem fyrst þingsályktunartillögu Heimssýnarbandalagsins um að hætta viðræðum við Evrópusambandið.

Sammála. Helst í lok septemberþingsins. Mætti lengja það um nokkra daga til að afgreiðslan tefji ekki önnur mál.

Í fyrsta lagi vegna þess að alþingi á að afgeiða sem allra flest mál sem fyrir það eru lögð, bæði stjórnarfrumvörp og frumvörp frá þingmönnum, sérstaklega ef þau skipta þjóðlífið miklu máli. Líklega mundi þingmálum fækka við slíka breytingu og þau batna að gæðum sem eftir yrðu – menn væru þá að setja fram raunverulegar tillögur til umræðu og afgreiðslu en ekki stílæfingar til brúks i heimasveitum.

Í öðru lagi hafa andstæðingar aðildarviðræðnanna  vísað mjög til Heimssýnarfrumvarpsins þessar vikur og fullyrða að ekki sé lengur fyrir hendi meirihlutinn frægi frá 16. júlí í fyrra, sá sem fól ríkisstjórninni að óska viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Þessi meirihluti á alþingi er mikilvægari en ella vegna þess að ríkisstjórnin er sem kunnugt er ekki einhuga um málið. Annar stjórnarflokkurinn vill aðild ef forsendur samnings eru viðunandi, hinn alls ekki.

Það er skrýtin staða en þá er að muna hvernig hún skapaðist: Við þingkosningarnar vorið 2009 fékk fyrrverandi minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG meirihluta á þingi. Sá meirihluti var ekki einhuga í ESB-málum en hinsvegar var fyrir hendi meirihluti þeirra framboða sem fyrir kosningar höfðu lýst stuðningi við viðræður: Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin. Ákvörðunin í stjórnarsáttmálanum um viðræður byggðist á þessum þingmeirihluta, og það varð svo hlutskipti VG – og lýsti heilindum þess fólks og kjarki – að styðja umsóknina á þingi þegar fyrri stuðningsmenn málsins hrukku frá málstað sínum .

Í þriðja lagi berast fréttir ekki bara til landsins heldur líka frá því. Kannanir sveiflast upp og niður og ekki mikið að marka afstöðu í könnunum að rétt nýhöfnum viðræðum. Efasemdir um að ríkisstjórn í aðildarviðræðum hafi þingmeirihluta að baki sér veikja hinsvegar stöðu Íslands í samningaviðræðunum – og draga úr líkum á að fram náist viðunandi samningur. Það þykir mörgum andstæðingum aðildar hið besta mál, því þeir vilja að samningurinn verði sem allra verstur. Þannig er meiri möguleiki að fella hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Með því að afgreiða Heimssýnartillöguna fæst úr þessu skorið, og staða Íslendinga í samningaviðræðunum  mundi batna að mun að henni felldri.

Og hvað ef hún yrði samþykkt? Þá er að taka því – en slík samþykkt leiddi væntanlega beint eða óbeint til nýrra alþingiskosninga – þar sem ESB-málið yrði í kastljósi. Það er líka eðlileg niðurstaða ef kjósendur geta ekki lengur treyst þeim meirihluta sem þeir fólu síðast að fara í aðildarviðræður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Þráinn Guðbjörnsson

    Skilurðu hvað ég er að meina, Þráinn Guðbjörnsson?

    Vertu ekki með þetta bull.

    Og svaraðu því af hverju þú vilt endilega vita hvað ég heiti.

    kv
    palli

  • Kristján Elís

    „Vinstri grænir voru hlekkjaðir og lúbarðir til hlýðni af Samfylkingunni sem hótaði stjórnarslitum við hvert tækifæri.“
    Þetta skrifar Hallgerður og margt fleira.
    Þegar flokkar ná saman um að setjast í ríkisstjórn þá geta þeir auðvitað ekki komið hvor í sínu lagi með kosningastefnuskrá og sagt, svona verður stjórnarsáttmálinn. Það þarf að ná samkomulagi og þá slá menn eitthvað af eins og gengur. VG voru sem sagt búin að samþykkja það atriði stjórnarsáttmálans að það ætti að sækja um aðild að ESB. Fór það fram með barsmíðum? Svo kom tillaga um aðildarumsókn ´fram á Alþingi og var samþykkt. Þá heldur Hallgerður því fram að þar hafi farið fram ofbeldi.
    Skoðum málið. Framsóknarflokkurinn fór í kosningar með þá flokkssamþykkt að það ætti að sækja um aðild. Tveir þingmenn stóðu við þá samþykkt, Ofbeldi?? Borgarahreyfingin var með það í kosningastefnuskrá að sækja um aðild. Einn þorði að standa við það, Ofbeldi??
    Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu greinar fyrir kosningar og hvöttu til aðildarsumsóknar, Ólöf Nordal, Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru yfirlýstir stuðningsmenn aðildarumsóknar, ein þorði að greiða atkvæði með umsókn.
    Ég held að það hafi legið alveg ljóst fyrir að það var talsverður meirihluti fyrir því á Alþingi að sækja um aðild en Hallgerður veit sennilega meira um ofbeldi en ég

  • palli er bara klassískt net-tröll og menn eiga ekki að verja orku sinni í að rökræða við hann. Hann er ekki í samræðum til þess að rökræða, fremur en önnur net-tröll á undan honum.

    Sjá nánar um net-tröll: http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_%28Internet%29

  • Væli væl Jóhanna.

    Það væri nú munur ef einhver aðildarsinninn gæti yfirleitt komið með einhver rök.

    Lygin í ykkur er afhjúpuð og allt væl í heiminum breytir því ekki.

    Svo þú getur bara étið hann sjálf.

    …og ertu að gagnrýna mig fyrir rökleysi. Ertu þú með einhver rök?

    Jóhanna er klassískur hálfviti sem bendir putta í sínu ráð-og rökleysi svo hún þurfi ekki að horfast í augu við sjálfa sig.

  • Engin rök duga andstæðingum ESB. Jafnvel ekki einu sinni sú staðreynd að EES samningurinn hefur reynst íslendingum afskaplega vel, og byggir hann á innri markaði ESB.

    Það er engin ástæða til þess að telja annað en að ESB aðild Íslands muni reynast íslendingum vel.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur