Laugardagur 28.08.2010 - 09:12 - 55 ummæli

Atkvæði um ESB-viðræðurnar

Þorsteinn Pálsson segir í Fréttablaðinu í dag að alþingi eigi að afgreiða sem fyrst þingsályktunartillögu Heimssýnarbandalagsins um að hætta viðræðum við Evrópusambandið.

Sammála. Helst í lok septemberþingsins. Mætti lengja það um nokkra daga til að afgreiðslan tefji ekki önnur mál.

Í fyrsta lagi vegna þess að alþingi á að afgeiða sem allra flest mál sem fyrir það eru lögð, bæði stjórnarfrumvörp og frumvörp frá þingmönnum, sérstaklega ef þau skipta þjóðlífið miklu máli. Líklega mundi þingmálum fækka við slíka breytingu og þau batna að gæðum sem eftir yrðu – menn væru þá að setja fram raunverulegar tillögur til umræðu og afgreiðslu en ekki stílæfingar til brúks i heimasveitum.

Í öðru lagi hafa andstæðingar aðildarviðræðnanna  vísað mjög til Heimssýnarfrumvarpsins þessar vikur og fullyrða að ekki sé lengur fyrir hendi meirihlutinn frægi frá 16. júlí í fyrra, sá sem fól ríkisstjórninni að óska viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Þessi meirihluti á alþingi er mikilvægari en ella vegna þess að ríkisstjórnin er sem kunnugt er ekki einhuga um málið. Annar stjórnarflokkurinn vill aðild ef forsendur samnings eru viðunandi, hinn alls ekki.

Það er skrýtin staða en þá er að muna hvernig hún skapaðist: Við þingkosningarnar vorið 2009 fékk fyrrverandi minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG meirihluta á þingi. Sá meirihluti var ekki einhuga í ESB-málum en hinsvegar var fyrir hendi meirihluti þeirra framboða sem fyrir kosningar höfðu lýst stuðningi við viðræður: Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin. Ákvörðunin í stjórnarsáttmálanum um viðræður byggðist á þessum þingmeirihluta, og það varð svo hlutskipti VG – og lýsti heilindum þess fólks og kjarki – að styðja umsóknina á þingi þegar fyrri stuðningsmenn málsins hrukku frá málstað sínum .

Í þriðja lagi berast fréttir ekki bara til landsins heldur líka frá því. Kannanir sveiflast upp og niður og ekki mikið að marka afstöðu í könnunum að rétt nýhöfnum viðræðum. Efasemdir um að ríkisstjórn í aðildarviðræðum hafi þingmeirihluta að baki sér veikja hinsvegar stöðu Íslands í samningaviðræðunum – og draga úr líkum á að fram náist viðunandi samningur. Það þykir mörgum andstæðingum aðildar hið besta mál, því þeir vilja að samningurinn verði sem allra verstur. Þannig er meiri möguleiki að fella hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Með því að afgreiða Heimssýnartillöguna fæst úr þessu skorið, og staða Íslendinga í samningaviðræðunum  mundi batna að mun að henni felldri.

Og hvað ef hún yrði samþykkt? Þá er að taka því – en slík samþykkt leiddi væntanlega beint eða óbeint til nýrra alþingiskosninga – þar sem ESB-málið yrði í kastljósi. Það er líka eðlileg niðurstaða ef kjósendur geta ekki lengur treyst þeim meirihluta sem þeir fólu síðast að fara í aðildarviðræður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Óðinn Þórisson

    Það er bara að þingmenn vg standi í lappinar gagnvart sf og greiða atkvæði samkvæmt stefnu flokksins. – Ef þeir gera það hef ég ekki áhyggjur af niðurstöðunni –

  • Hættið bara að ljúga að þjóðinni. Þetta eru engar aðildarviðræður. Þið hafið logið Alþingi og þjóðina fulla af skítnum sem fyrirfinnst í hausnum á ykkur.

    Nú er þetta alveg komið á hreint og öllum ljóst. Þið samspillingar-aumingjar munið fá ykkar skell, og helst allur þessi helv fjórflokkur.

    …og þið sem lesið þetta: Ekki taka mín orð trúanleg. Hlustið á Olli Rehn sjálfan.
    Vona svo að lesendur sjái í gegnum þennan hrokafulla lygavef samspillingarinnar. Landráðahyski allt saman. Ætti helst að gera útlæga frá Íslandi tímabundið eða bara ótímabundið. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, og hvað þá heimsmælikvarða fábjánar í samspillingunni!

    http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf

    First, it is important to underline that the term “negotiation”
    can be misleading. Accession negotiations
    focus on the conditions and timing of the
    candidate’s adoption, implementation and application
    of EU rules – some 90,000 pages of them.
    And these rules (also known as “acquis”, French for
    “that which has been agreed”) are not negotiable.

    A candidate country’s progress towards the EU
    depends on how well it implements reforms
    needed to fulfil the accession criteria.

    Candidate countries often need to carry out significant
    reforms to ensure that EU rules are not only
    adopted, but properly implemented too.

    ..og reyndu svo að hypja þig af Alþingi, Mörðu þú vesæla afsökun fyrir mannveru. Þú slærð út jafnvel þá verstu í hinni fábjánahjörðinni í sjálfstæðisflokknum.

  • Reynir Sigurðsson

    Palli:Þegar ekki er lengur þverfótandi fyrir landráðamönnum, lygurum .aumingjum og glæpamönnum allrahanda það er að segja Samfylkingarmönnum ,þá held ég að sé komin tími á geðlækninn.

  • Þverfótað? Nei, þeir eru í miklum minnihluta. Því miður komust þeir í stjórn vegna heimskunnar í frjálshyggju sjálfstæðismanna, og beittu VG ofbeldi og hótunum til að koma sínu trúarofstæki áfram.

    Er það eitthvað annað en lygar að kalla þetta „könnunarviðræður“ og eitthvað álíka PR-spin?

    Eða ertu kanski bara einn fábjáninni sem kann varla að lesa, Reynir? Hvað segir í þessu plaggi? Hvað segja þessar tilvitnanir þér? Hljómar þetta eins og að Ísland sé að athuga hvað sé í pakkanum? HA???

    Það er ein aðallygin hjá þessum fíflum.. verðum að sjá hvað er í pakkanum. Allir sem eru ósammála eru bara úti á túni, því samningurinn liggur ekki fyrir.

    Þannig að það er alveg í lagi að vera heilaþveginn ESB-fábjáni, þótt enginn „samningur“ liggur fyrir, en ef maður er ósammála þá er maður bara í ruglinu því samningurinn liggur ekki fyrir.

    Er hægt að vera hrokafyllri en þetta?

    Lygar lygar lygar og enn meiri lygar. Það er það eina sem kemur frá samspillingunni.

  • Palli hefur sennilega ekki klárað að lesa skjalið sem hann vitnaði í. Hefur sennilega ekki séð út um blóðhlaupin augun.
    Í skjalinu stendur nefnilega líka: „When negotiations on all the chapters are completed to the satisfaction of both sides, the results are incorporated into a draft Accession Treaty. If it wins the support of the Commission, the Council and the European Parliament, the Treaty is signed and ratified by the candidate country and all the Member
    States.“ Ratification hér þýðir náttúrulega meðferð íslenska þingsins sem mun vísa málinu til þjóðarinnar.

    Ergo, það gerist ekkert fyrr en við kjósum um málið.

    Joe

  • „First, it is important to underline that the term “negotiation”
    can be misleading“

    First things first, stupid.

    Já, augun eru smá blóðhlaupin eftir gærkvöldið, en það er samt betra en lokuð augun þín og tilgangslaust líffæri þar á bakvið.

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er rétt hjá þorsteini.

    Varðandi það sem andsinnar eru nú með mikið – ekkert nýtt. Aðeins það sama amla endurpakkað í nýjar umbúðir.

    Að sjálfsögðu snúast aðildarviðræður að EU um hvernig tilvonandi aðildarríki uppfylla EU laga og regluverk. Nema hvð. Héldu menn að aðildarviðræður að EU snerist um laga og regluverk í Kína eða? Um hvað héldu menn aðmálið snerist?

    Hvort og hvernig ísland muni þurfa undanþágur/sérlausnir/fyrirvara frá meginreglum – það kemur aldrei í ljós fyrr en að afloknum aðildarviðræðum! Halló. Til að slíkt komi til álita þarf að færa fram skynsamleg rök að því að slíkt sé réttlætanlegt. Ef slíkt er fært fram þá hefur EU ekkert á móti því en ef engin skynsamleg rök finnast, nú þá er auðvitað engin forsenda fyrir slíku! Skiljanlega.

    Sko, þetta aquis, já já franskt orð og útlenskt – en það er ekkert að hræðast. Verið alveg rólegir. Á bak við þetta liggur að meginstofnanir og stjórnkefi verður í heildarlínum að vera uppbyggt og í framhaldinu virka eins og i vestrænum lýðræðisríkjum! Það eru nú öll ósköpin. Ísland hefur í flestum málaum í aðalatriðum sama strúktúr eða uppbyggingu – allavega í orði. Enda 70-80% aðili að EU gegnum EES.

    Þreytandi þessi þvaðursþvæla andsinna. Það verð eg að segja. Líka svo leiðinlegt fyrir ísland að andsinnar séu svona fáfróðir og illa að sér.

  • Ómar Kristjánsson

    Ps. að nú hef eg fylgst mikið með svokallaðri ESB uræðu – og staðreynd er að það er einn megingalli á henni.

    Að andsinnar hafa sveigt umræðuna með endalausum rangfærslum og áróðri (í mörg ár í raun) útaf veginum. Hún er komin útí móa og maður er alltaf að reyna að sveigja hana aftur inná alfaraleið. Að skynsamlegum umræðugrunni, þ.e. uppá veginn.

    Sem dæmi er búið að stilla því þannig upp, að laga og regluverk ESB sé ,,eitthvað slæmt“ sem ísland þurfi sem mestu undanþágur frá! Þetta er alveg fráleitur málflutningur. Meginreglur og lagaverk EU er á hæstum standard glóbalt! Og allir aðrir taka til fyrirmyndar. Og bíðum við! – Líka ísland! Meina, hafiði ekki heyrt þegar verið er koma eitthvað nýju inn hérna í gegnum tíðina að þá er sagt eitthvað á þá leið: Ja, svona er þetta í henni ESB. Og þá allir: Nú, þá er þetta bara gott o.s.frv.

    En af því að Ísland stefnir að fullri og formlegri aðild að EU – þá eru EU laga og regluverk orðið eitthvað vont allt í einu! Þvílík hringavitleysa.

    Aðildarviðræður snúast mikið um það að stofnanir og regluverk ríkja sé í stakk búið til að takast á við hina háu standarda lýðræðislegrar uppbyggingar sem EU setur.

  • Shit hvað þú ert heilaþveginn Ramó… shit almighty!!

  • Georg Georgsson (gosi)

    Bara það að systurflokkarnir VG og náhirðararmur jálfstæðisflokksins, eru á móti samstarfi og samvinnu við önnur ríki gerir málið áhugavert.

  • Jóhannes

    Algerlega sammála þér og Þorsteini. Síendurtekin upphlaup og yfirlýsingar „samstarfsþingmanna“ ykkar í VG kalla á vörutalningu í þinginu og kanna skemmdar birgðir.

    Umsóknin hefur greinilega leyst úr læðingi kenndir og duldir í samfélaginu sem siðferðisvitund flestra heldur niðri við eðlilegar aðstæður.

    Það er e.t.v. nokkuð til í þeirri skoðun Jónasar, fyrrum ritstjóra, að helstu einkenni íslensku þjóðarinnar sé þjóðremba, vænisýki, minnimáttarkennd og heimska.

    Jónas hefur oft skotið hærra yfir markið en þetta.

  • Það þýðir ekkert að vera með einhverja þingsályktunartillögu og láta þingið kjósa. Allir vita að ríkisstjórnin er lömuð.

    Það verður að senda þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún þarf ekki að taka langan tíma, né vera flókin.

    Spurningin gæti einfaldlega verið þessi:
    Ertu hlynntur því að aðildarviðræðum um inngöngu í ESB verði slitið að sinni
    JÁ NEI

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Mörður.
    Geriru þér ekki grein fyrir því að ekkert eitt mál en þessi ESB umsókn hefur sundrað þjóðinni meir og verr, já síðan á Sturlungaöld.

    Þið þykist kampakátir að hafa komið „skjóðunni“ um ESB umsókn til Brussel þrátt yrir gríðarlega andstöðu þjóðarinnar.
    Ég hafði trú á því að þú myndi ralla vegana efast þegar hér væri komið en ekki fylgja lygamerðinu Össuri Skarphéðinssyni sem gerð sig að fífli fyri lygi og sperring frammi fyrir allri ESB elítunni um daginn.

    Hvað ætlið þið að leggjat lágt til þess að reyna að véla þjóðina inní ESB og það gegn vilja hennar.

    Geri ekkert með að þið segið að það eigi eftir að kjósa síðar um einhvern samning sem Össur á í upphafinni hrifningu sinni eftir að míga í sig mörgum sinnum !

    Hvað er lýðræðið ef ekki má spyrja þjóðina núna hvor eigi að halda þessum niðurlægjandi ESB aðildarferli árfam eða ekki !

    Afhverju má ekki kjósa um það.

    Myndir þú styðja það ef 15% þjóðarinnar skoruðu nú á ríkisstjórnina að láta slíka lýðræðislega atkvæðagreiðslu fara fram eða ekki, svaraðu almennilega og enga útúrsnúninga.

    Lýðræðið er mikið fyrir útúrsnúninga og lygar !

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Afsakið: en lokasetning mín átti auðvitað að vera svona:

    „Lýðræðið er EKKI mikið fyrir útúrsnúninga og lygar“

    Þá á ég við raunverulegt og opið lýðræði.

    Svo tek ég undir með „Jóa“ hér að ofan.

    Kjósa um þetta ESB mál núna ekki seinna en strax !

  • Sigurður

    Sammála Mörður.

    Ef alþingi samþykkir að hætta aðildaviðræðum, það liggur það beint fyrir að Jóhanna segi af sér. Og helst að það verði boðað til nýrra kosninga. Skýrar getur það ekki verið.

  • Haldið þið að þessi samspillta hjörð af lygurum muni nokkurn tíman láta kjósa um aðlögunarviðræðurnar, eftir icesave-kosninguna?

    Þeir þora ekki einu sinni að planleggja áætlaða þjóðaratkvæðisgreiðslu um þennan „samning“ bindandi. Aðeins ráðgefandi.

    Sem þýðir að þeir geta bara kosið á Alþingi eins og þeir vilja. Besserwisser forsjárhyggju fávitar.

    Sem betur fer hefur þjóðin verið að opna augun fyrir þessum aumingjum.

    Þeir munu fyrr slíta ríkisstjórninni en að „leyfa“ þjóðinni að segja sína skoðun í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

    Megi skömm þeirra verða ævarandi.

  • Gunnlaufur Ingvarsson

    Sammála Páli:

    „Megi skömm þeirra verða ævarandi“

    En bæti við:

    Meðan land vort og þjóð byggist !

  • Ómar Kristjánsson

    Mikið verður gott þegar við verðum orðinir aðilar að ESB. Þá þarf ekki lengur að hlusta á þessa andsinnavitleysu endlaust. Það verður eins og á Möltu – þeir sem voru á móti aðild þar – þeir finnast ekki núna og gefa ekki einu sinni kost á sér í viðtöl! Svo mikið skammast þeir sín fyrir bullið. Verður það sama hér.

    Eitt af því jákvæða við aðild að EU er, að þá fær maður undanþágu frá andsinnabulli – og hana varanlega!

  • Man einhver hvar Jóhanna sagði að esb kosningin gæti ekki verið bindandi,
    vegna þess að ekki væri hægt að ætlast til að almenningur gæti sett sig inn í svo flókið mál?

  • Mörður Árnason

    GB — Hvergi. Samfylkingin hefur frá upphafi viljað bindandi atkvæðagreiðslu um ESB-aðild eftir samninga. Allir flokkar hafa held ég svipaða stefnu um þetta. Alveg eðlilegt að mönnum sé mikið niðri fyrir í þessu máli — en ekki ljúga upp á Jóhönnu Sigurðardóttur, takk fyrir.

  • Nújá, og segir Jóhanna Sigurðardóttir ekki eins og allir aðildarsinnar að við þurfum að fara í könnunarviðræður og sjá hvað er í pakkanum, o.s.frv.??

    Ég endurtek tilvitnun í ESB-bæklinginn:

    „First, it is important to underline that the term “negotiation”
    can be misleading. Accession negotiations
    focus on the conditions and timing of the
    candidate’s adoption, implementation and application
    of EU rules – some 90,000 pages of them.
    And these rules (also known as “acquis”, French for
    “that which has been agreed”) are not negotiable.“

    Ekki ljúga að þjóðinni, takk fyrir!

    Hvað í andskotanum ert þú að ybba gogg um annara manna lygar? Bölvaðaðir besserwisser fábjánar.

    Þægilegt að þegja þegar þér hentar en þetta fer ekkert í burtu. Þú ferð fyrr í burtu, og því fyrr því betra.

  • ..og Ramó: Ég spyr tilbaka: Þegar þjóðin treður þessu esb-trúarofstæki í ykkur ofan í kokið á ykkur, fáum við þá frið fyrir ykkur?????

    ..eða verður það eins og „lýðræðið“ í ESB? Ef úrslit kosninga eru ekki samkvæmt óskum þá er bara kosið aftur og aftur.

    Nei þýðir NEI!

  • …nema auðvitað þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðisgreiðslum. Þeir breyttu bara nafninu á plagginu yfir í „Lissabon-sáttmálinn“ og komu í gegn ÁN kosninga.

    Yndislegt lýðræði sem þessi aumingjar vilja koma okkur í!

  • Ómar Kristjánsson

    palli litli einn í heiminum, þú skilur þetta ekki vinur. Samvinna fullvalda lýðræðisríkja er bara þróun, óhjákvmileg. Jú jú, það er hægt að fresta og þvælast fyrir þróuninni tímabundið – en eginn fær stoppað framvinduna. Hún hefur sinn gang.

  • Ekki kalla mig vin þinn. Ég verður óglatt.

    Þróun? Núnú, svo þetta er bara þróunin? Jájá. Okei.

    …ertu að reyna að segja eitthvað eða er þetta bara þetta týpíska röfl í ráð- og rökþrota fábjána?

    „Samvinna fullvalda lýðræðisríkja..“ 3 strikes and you´re out.

  • Mér verður óglatt, vildi ég sagt hafa. Reyndar bara svona ónotatilfinning blönduð af aulahrolli og ógleði yfir tilhugsuninni að þurfa þekkja jafn heilaskertan einstakling og þig.

    Gerir þú þér grein fyrir að ekki einu sinni aðildarsinnar taka lengur mark á þér. Það finnst varla betra dæmi (nema kanski Jón Frímann) en þú, um einstakling sem hefur fullkomlega gert sjálfan sig ómarktækan af öllum aðilum beggja vegna allra borða. Þú ert heilaþvegið lítið fífl sem endurtekur möntrur og áróður, og heldur virkilega að þú hafir eitthvað til málanna að leggja, að flest fólk skrolli ekki bara yfir ummælin frá þér.

    Eins og sagt er upp á enska tungu: Get a life!

  • Ramó sem vildi vera Rambó. Það vantaði bara eitthvað í hann.

  • Kristján Elís

    „Þú ert heilaþvegið lítið fífl sem endurtekur möntrur og áróður, og heldur virkilega að þú hafir eitthvað til málanna að leggja, að flest fólk skrolli ekki bara yfir ummælin frá þér.“
    Þetta er lítið dæmi um málflutning palla. Hvar elst fólk upp sem lætur svona út úr sér og það opinberlega??

  • Kristján Elís

    Nei, þetta er ekki málflutningur heldur viðbrögð við ómálefnalegu rugli frá trufluðum einstaklingi.

    Hvert einasta orð er satt. Sorglegt en satt. Þessi einstaklingur lítur á það sem sitt hlutverk að trúboðast fyrir ESB-aðild og borgun á icesave, sem hann hefur gert í mjög langan tíma. Ummæli frá honum skipta þúsundum (án gríns) og þau eru alltaf endurtekningar á sama hlutnum, sömu möntrunum, og ef einhver er ósammála þá kemur hið rétta andlit í ljós – sjálfsupphafið ómálefnalegt fífl.

    ..og mér sýnist nú þú, Kristján, lítið skárri.

    Hefurðu eitthvað fram að færa í þessari umræðu, eða viltu einungis halda þig í þessu persónulegu niðurrakki, eins og bólugrafinn unglingur með attitúte?

    Ég er með málflutning sem og að ég skýt tilbaka á hálfvita eins og Ramó, þú ert bara með ómálefnaleg skot.

    Ef þú hefur eitthvað að segja, endilega láttu það flakka, en passaðu þig á því að stundum er betra að láta fólk halda mann heimskan með því að segja ekkert, frekar en að segja eitthvað og taka burt allan vafa.
    (Svona eins og Mörður sem getur ekki svarað beinum spurningum um „könnunarviðræður“. Heimskinginn kann þó að þegja þegar hann getur ekki sagt neitt, öfugt við erkifífl eins og Ramó. Þvílíkt samansafn af fábjánum sem þessi samspilling er!! Shit!!)

  • Mörður Árnason

    Bið ,,palla“ og aðra um að sýna stillingu, þetta orðbragð er óhafandi — og bætir ekki málstaðinn.

    Um ,könnunarviðræður“ — ég hef aldrei notað það orð. Þetta eru aðildarviðræður: Framboð sem lýstu stuðningi við umsókn fengu meirihluta í kosningum, þingið sagði ríkisstjórninni að sækja um, ríkisstjórnin gerði það, ESB sagði já, viðræður eru formlega hafnar.

    Könnunarviðræður má hinsvegar segja að þetta séu að því leyti að við ætlum að lokum að samþykkja eða fella samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við ,,könnum“ hverskonar samningur er í boði og segjum svo já eða nei.

    Það skiptir auðvitað miklu máli að samningurinn sé eins góður og hægt er. Líka fyrir nei-sinna, því ekki væri gott að fella samninginn en búa svo við þær grunsemdir að hann hefði getað verið betri ef andstæðingar hefðu ekki spillt fyrir.

  • Óðinn Þórisson

    Það sem skiptir mál:
    Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:

    „Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo.“

    OG

    Ég vona að þú Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar beiti þér fyrir því innan þingflokks Samfylkingarinnar að tillaga um að draga ESB – umsóknina verði sett á dagskráð á fyrstu dögum þings þannig að þá fáist úr því skorið hvort raunvörulegur þingmeirihluti er fyrir þessum aðlögunarviðræðum eins og Jón Bjarnason hefur sagt að í raun og veru séu í gangi.

  • Algjörlega sammála Merði og Þorsteini. Kjósa strax og alþingi kemur saman um Heimsýnartillöguna.

    Láta þingmenn bera ábyrgð á orðum sínum og yfirlýsingum. Verði tillagan samþykkt er ljóst að kjósa verður til alþingis eins fljótt og kostur er.

  • Byrjar lygarnar aftur

    Í fyrsta lagi þá lýsti VG ekki neinum stuðning við umsókn. Steingrímur lygamörður reynir að réttlæta þetta með flækjum en staðreyndin er sú að margir kusu VG vegna andstöðu þeirra við ESB.
    Þið í samspillingunni beittuð síðan hótunum og pólitísku ofbeldi til að ná ykkar umsókn í gegn.

    Þótt þú persónulega hafir ekki notað orðið „könnunarviðræður“ þá breytir það ekki skítabaun í bala. Þetta orð, sem og mörg önnur orð og slagorð, t.d. „að sjá hvað er í pakkanum“ o.fl., var notað í lygaáróðri samspillingarinnar til að koma ykkar áætlun einu skrefi lengra.
    Ykkur getur ekki verið meira skítsama um vilja þjóðarinnar í þessu máli.

    Já, ætlið þið síðan að „kanna“ hvernig samningurinn lítur út og „leyfa“ svo þjóðinni að segja sitt álit? Djöfulsins helvítis andskotans hroki er alltaf í skítseiðum eins og þér!
    Þessi bæklingur sýnir að það er alveg á kristalhreinu hvað er í boði.

    „„First, it is important to underline that the term “negotiation”
    can be misleading. Accession negotiations
    focus on the conditions and timing of the
    candidate’s adoption, implementation and application
    of EU rules – some 90,000 pages of them.
    And these rules (also known as “acquis”, French for
    “that which has been agreed”) are not negotiable.““

    Þarf að fokking tyggja þetta ofan í þig??

    ..eða meinarðu að við ætlum að kanna hvað Ísland fengi langan aðlögunartíma að regluverki ESB, SEM ERU EKKI UMSEMJANLEGT!!!

    Þú ert sönnun á því að það þarf ekkert greindarvísitölupróf til að sitja á Alþingi!
    ..svo segirðu að það skipti máli að samningurinn sé góður!!!! Hvernig góður??? Er það spurning um fljóta aðlögun eða hæga?? Hvort er gott í þínum augum?? Eða einblínirðu á þessar litlu og tímabundnu undanþágur eins og það eigi að bjarga deginum.
    Djísus fokking andskotand vitleysa er þetta í þér!

    Áttar þú þig ekki sjálfur á lygunum sem vella upp úr sjálfum þér??

    Þarf að stafa þetta fyrir þig?? Lestu tilvitnunina aftur… mjög hægt… orð fyrir orð, og kreistu um leið heilabaunina í þér eins og þú getur.

    Hvernig geta sjálftstæðissinnar spillt fyrir um samning sem gengur út á það eitt að aðlaga Ísland að ÓUMSEMJANLEGU regluverki ESB??

    Vertu ekki með þessar helvítis lygar, lygamörðurinn þinn!!

    Það eina sem er óhafandi er þessi heimtufrekjugangur í þér og þínum félagsskap. Endalausar lygar og áróður sem stenst enga nánari skoðun. Málið er borðleggjandi en samt heldurðu áfram lygaáróðrinum.
    Þér að segja þá eru það aðeins heilaþvegnustu fábjánarnir sem hlusta á þetta. Lygin í ykkur er afhjúpuð. Geturðu virkilega ekki horfst í augu við það?

    Og ég mun ekki sýna neina stillingu í þessu máli, enda ekki við hæfi þegar minnihlutahópur fábjána ætlar að koma minni móðurjörð undir erlend yfirráð.

    Fyrr mun ég dauður liggja.

    PS – En takk fyrir að svara. Þú tókst burt allan vafa, sem er gott.

  • Grænlendingar vilja ekki sjá esb. Þeir vita að „í pakkanum“ eru lög og reglur esb, og tímabundnar undanþágur til aðlögunar. Munurinn er etv. sá, að Grænlendingar trúa ekki á jólasveininn?

    es.: Mörður: Mér sárnaði að þú skyldir kalla mig lygara, en mér líður betur í dag.

  • Óskaplegur æsingur er þetta ! Við verðum að fara í þessar aðildarviðræður og kjósa svo um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars verður endalaust rifist um þetta mál. Nú ef þjóðin vill ekki inn í ESB þá segir hún bara nei. Við hvað eru menn eiginlega hræddir?

  • Óðinn Þórisson

    Gina

    Þjóðaratkvæðagreiðaln er bara ráðgefandi – þingmenn taka endanlega ákvörðun –

    Hversvegna vild Samfylkingin ekki leyfa þjóðinni að segja til um það hvort farið yrði af stað í þessar viðræður ?

    NEI Gina við þurfum ekki að fara í þessar aðildarviðræður –

  • Sæll Mörður.
    Þetta er áhugaverð tillaga og eftir nokkra umhugsum held ég að hún sé mjög skynsamleg. Þótt þetta hljómi vitleysislega í miðjum aðildarviðræðum er umræðan hins vegar komin í hjólför á svo lágu plani að það er beinlínis pínlegt. „Íslenskir bændasynir kvaddir í evrópuher“ er bara eitt dæmið. Ég mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræðna og tel hana í raun fráleita. Það mætti hins vegar lýsa eftir rökum þeirra sem telja að við séum á fullri leið inn og reyna að svara þeim rökum og jafnvel koma til móts við áhyggjur þeirra eins og hægt er.

  • Baldur K.

    Palli, ef það er ekki hægt að semja sig að regluverki ESB, hvernig fóru þá Malta, Danmörk, Finnland og Svíþjóð öll að því að semja um undanþágur og sérlausnir?

    http://www.evropa.is/2010/08/24/esb-fyrirvarar-asmundar/

    Copy-paste og möntrur – þú ert meistarinn í þeim.

  • Anna Grétarsdóttir

    Er hér að komast á fjalirnar leiklistarbrella sem stefnir að því að losna við VG úr stjórn ?

  • Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er alveg jafn fjarstæðukenndur og hann er vitlaus. Enda er það þannig að þeir geta ekki bent á neitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings og heimildar þegar eftir því er leitað.

    Það sem gerist þegar heimilda er leitað hjá andstæðingum ESB á Íslandi er mjög einfalt. Þeir leggja á flótta og það stóran, og láta svo ekki sjá sig aftur fyrr en þeir eru byrjaðir aftur með sömu lygaþvæluna um ESB eins og svo oft áður.

    Hagfræði andstæðinga ESB á Íslandi olli því að íslenska þjóðin varð gjaldþrota. Vilja íslendingar endurtaka það í framtíðinni ?

    Síðan á að afgreiða þessa þingsályktunartillögu sem fyrst. Sérstaklega í ljósi þess að umrædd tillaga byggir ekki á neinu nema lygum og blekkingum andstæðinga ESB á Alþingi íslendinga.

  • Baldur K. – þessar „sérlausnir“ eru smámunir.

    Veistu hvað Maltverjar veiða mikð af fisk innan sinnar lögsögu? Um 700 tonn!! Þvílík og annað eins!!

  • Kristján Elís

    „Hefurðu eitthvað fram að færa í þessari umræðu, eða viltu einungis halda þig í þessu persónulegu niðurrakki, eins og bólugrafinn unglingur með attitúte?“

    palli talar um viðhorf en ekki málflutning, það er nokkuð gott hjá honum en þetta viðhorf hans sem ég vitna hér í að ofan er nokkuð sérstakt finnst mér, ég veit ekki til þess að hann viti hver ég er, ég skal hins vegar upplýsa hann um það því ég skrifa undir réttu nafni og faðir minn hét Jónas. Nú væri gaman að forvitnast um það hvort palli er það hugaður að þora að upplýsa hér og nú hver hann er.
    Ég hef ekki gert mikið af því að taka þátt í umræðunni á netinu en les þetta nokkuð oft. Ég efast reyndar um að það sé mannbætandi en ég skrifaði hér aðeins inn vegna þess að málfl, afsakið viðhorf palla, eða framsetning hans að þeim gekk fram af mér. Það er að sjálfsögðu vonlaust að rökræða við svona öskurapa og læt ég því hér staðar numið

  • Þjóðaratkvæðagreiðslu, þakk.

  • Kallinn, ég endurtek, ef þú hefur eitthvað fram að færa þá gjörðusvovel. Ef þú vilt aðeins lýsa því hvernig þú kúkaðir í buxurnar af hneykslun.

    Ég sagði „eins og unglingur…“, sem er líking. Þú vita hvað það orð þýða?

    Hvernig er það hugað að upplýsa hver maður er? Svaraðu fyrst af hverju þú vilt vita hvað ég heiti. Hvað kemur það þér við hvað ég heiti. Mér er skítsama hvað þú heitir, og faðir þinn. Hvers vegna hefurðu svona mikinn áhuga á því hvað ég heiti? Svar óskast.

    Gott að þú tekur ekki mikið þátt í umræðunni. Þú hefur lítið fram að færa. Hefurðu EITTHVAÐ málefnalegt fram að færa?

    Þegar ég svara þér þá er það ekki málflutningur, frekar en í þér. Ég er hins vegar líka með málflutning, annað en þú. Þú virðist ekki hafa vitið til að skilja muninn og ég nenni því ekki einu sinni að reyna.

    ..og reyndu svo að slappa af með sjálfsupphafninguna. Þú ert voðalega merkilegur með sjálfan þig, eins og bólugrafinn unglingur með attitúte.

    Ef málefnaleg hugsun slysaðist til að verða til í hausnum á þér, þá endilega deildu atburðinum með okkur hinum. Kraftaverk gerast ennþá. ..kanski.

  • Thrainn Kristinsson

    Palli er nauðsynlegur fyrir umræðuna. Hann endurspeglar ákveðin element þjóðrembu og samsæristrúar í þjóðfélaginu sem munu eflast eftir því sem nær dregur aðild Íslands að EU

  • Hallgerður

    Hlægilegt þegar Samfylkingarmenn tala um að ÞINGIÐ hafi samþykkt að senda aðildarumsókn og að ÞINGIÐ hafi haft meirihluta fyrir umsókninni.
    Vinstri grænir voru hlekkjaðir og lúbarðir til hlýðni af Samfylkingunni sem hótaði stjórnarslitum við hvert tækifæri.
    Vinstri grænir náðu sér í fjöldann allan af atkvæðum út á ESB andstöðu sína sem þeir stóðu á fastar en fótunum í aðdraganda kosninga. Fólk kaus þá að mörgu leiti VEGNA ANDSTÖÐUNNAR við ESB. Steingrímur vissi það þó frá upphafi að hann yrði að svíkja þetta loforð ef hann ætlaði í samstarf með Samfylkingunni sem þráði ekkert heitar en ESB aðild. Það kom fram í viðtali við hann eftir kosningar þegar hann talaðu um „fórnir sem þurfti að færa svo að koma mætti að hreinni vinstri stjórn“.

    Svo vogar Samfylkingin að tala um meirihluta fyrir aðildarumsókn vitandi það að helmingur VG liða var dreginn hlekkjaður til atkæðagreiðslunnar og hinn helmingurinn sveik viljandi kjósendur sínar.

    Veit hreinlega ekki hvort er ógeðslegra; svipuhögg samfylkingarinnar á VG liðum eða lygabragð VG gagnvart þjóðinni við atkvæðaveiðarnar.

  • Þráinn Guðbjörnsson

    „Palli“ kemur ekki fram undir nafni og er því ómarktækur. Hitt er að hann er mjög mótsagnakenndur í málflutningi sínum um hvað sé málefnalegt o.s.frv. Eitt er þó kýrskýrt í mínum huga að svona Pallar eru hluti af vandamálinu en ekki lausninni.

  • Ekki bætir Hallgerður Palla.

  • …og er einhver sem hefur eitthvað málefnalegt að segja? Nei, hélt ekki.

    Það þýðir ekkert að reyna að tala við jafn heilalaust lið og ykkur aðildarsinna. Það er tilgangslaust, og því alveg eins gott að láta ykkur bara heyra það. Sannleikurinn er sagna bestur. Þið eruð grunnhugsandi, sjálfsupphafnir, skammsýnir, heilalausir, hrokafullir, ómálefnalegir, heimskir, vanþroska fábjánar.

    Thrainn Kristinsson – þjóðremba? Er að þjóðremba að þykja vænt um sína móðurjörð og vilja ekki erlend yfirráð, you fokking retard??

    „Þráinn Guðbjörnsson“ – Af hverju viltu vita hvað ég heiti? Svar óskast.
    Geturðu sannað að þú heitir „Þráinn Guðbjörnsson“?
    Það er ótrúlega heimskan í fávitum eins og þér sem er eina vandamálið.

    Gamli – …hmm… þú ert álíka merkilegur og fluga sem situr á rassinum á belju sem er á beit á akri sem maður keyrir fram hjá um nótt.

  • Þráinn Guðbjörnsson

    Já Palli. Ég sé það núna. Ég er hálfviti.

    Ísland sjálfsætt um aldur og ævi! Gerum aðildarsinna útlæga. Landráðapakk!

    Verjum auðlindir og sjálfstæði fyrir erlendum stórfyrirtækjum og embættismannahjörð StórEvrópu í Brussel.

    Niður með Samspillinguna!!

    Lifi lýðræðið!!

    Áfram Ísland!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur