Færslur fyrir apríl, 2013

Þriðjudagur 16.04 2013 - 09:53

Samvinnuboð um skuldirnar

Félagi Össur skrifar merka grein í Fréttablaðið í dag – og er í raun og veru boð til annarra stjórnmálaflokka um að leysa erfiðasta skuldavandann hjá heimilunum. Við höfum staðið fyrir miklum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila einsog menn þekkja, fyrir ýmsa illa setta hópa en líka með verulegum vaxtabótum sem hjálpa öllum skuldurum. Samfylkingin […]

Föstudagur 12.04 2013 - 10:21

Hætta til hægri

Hanna Birna Kristjánsdóttir er þriðji eða fjórði frambjóðandinn úr Sjálfstæðisflokknum á nokkrum dögum sem lýsir því yfir að fylgistölur flokksins merki að hann fari ekki í stjórn – næsta stjórn verði þessvegna vinstristjórn, sem er það ægilegasta sem inngrónir íhaldsmenn geta hugsað sér. Þetta er gert til að reka kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins á kjörstað og hefta […]

Miðvikudagur 10.04 2013 - 17:45

Mývatn njóti vafans

Það má ekki eyðileggja Mývatn. Mývatn er einstætt náttúrusvæði, meira að segja í rómaðri fegurð og fjölbreytileik íslenskrar náttúru. Lífríki vatnsins – þörungar, mý, silungur, fuglar – er smám saman að ná sér eftir námurekstur á botni vatnsins í fjóra áratugi. Mývatn og Laxá eru alþjóðlegt vatnsverndarsvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum. Með margvíslegum fjöllum sínum, eldhraunum, gígum, […]

Þriðjudagur 09.04 2013 - 21:23

Kata Júl laaaangbest …

Efnahagsumræðuþátturinn í Sjónvarpinu var miklu betri en hægt var að búast við – og þar kom fram skýr munur milli aðalframboðanna. Ég var ákaflega ánægður með frammistöðu og styrk míns manns, Katrínar Júlíusdóttur, sem hélt frumkvæði og forustu allan þáttinn – auk Framsóknarformannsins sem auðvitað fær sérstaka athygli í svona þætti vegna fylgisins. Fyrirgefið að […]

Mánudagur 08.04 2013 - 13:28

Það sem hægristjórn mundi spilla

Ef heldur fram sem horfir er líklegast að næsta ríkisstjórn verði hægristjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks – gömlu helmingaskiptin rétt einusinni, eftir hrunið og alles. Þegar komið er að kjörborðinu verða menn að athuga hvað glannaskapur við þessar aðstæður getur kostað. Hér eru fjórir helstu árangursáfangar í náttúruvernd og umhverfismálum sem líklegt er að hægristjórn mundi […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur