Í gær urðu þau tíðindi að forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands bað þjóð sína afsökunar fyrir hönd ríkisvaldsins og íslenskra stjórnmálamanna á „vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda“ í hruninu. „Hver sem niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis verður um ábyrgð einstakra aðila blasir við að ríkisvaldið, raunar allt frá einkavæðingu bankanna 2004, brást í því verkefni að koma í veg fyrir […]
Jóhanna Sigurðardóttir að flytja skrifaða ræðu er ekki sérlega spennandi atburður, manni líður soldið einsog það sé 1. maí á árunum kringum 1960 og eftir nokkrar setningar leitar hugurinn eftir kaffi og kleinum. Þetta er einfaldlega Jóhanna, hefur lært þetta í verkalýðshreyfingunni og Alþýðuflokknum þegar hún var lítil og heldur í það af því annað er ekki […]
Og nú lítur út fyrir að álverið í Helguvík tefjist um margar vikur af því umhverfisráðherra ákvað að láta athuga upp á nýtt sameiginlegt umhverfismat! Öll endurreisnin ónýt, atvinnuáform útí móa á Suðurnesjum og um allt land, ólga hjá atvinnurekenda og urgur í þingflokki Samfylkingarinnar (segir í blaðafréttum allavega), þingmenn Suðurkjördæmis á neyðarfundi um málið. Þetta snýst […]
Morgunblaðið veldur ýmsum vanda þessa dagana. Á miklu lesheimili á Bræðraborgarstígnum ákvað húsfreyjan að segja upp áskrift að blaði allra landsmanna eftir áralöng og innileg samskipti. Þegar síðasta Morgunblaðið barst síðasta dag septembermánaðar orti húsbóndinn þetta harmljóð: Hinsta eintak rann innum lúgu óðar gripið til lestrar var. Önnur blöð lágu öll í hrúgu enginn skipti […]
Ögmundur er hættur og fari hann vel – sumum finnst þetta aðdáunarverð prinsippmennska, þá má spyrja afhverju prinsippin þrýtur þegar kemur að stuðningi við þessa vondu Icesave-stjórn? Það er heldur ekki erfitt að kinka kolli í áttina að Ömma og taka eftir að þar fer maður sem lætur ekki hégóma ráðherradómsins villa fyrir sér, en […]
Fréttablaðið segir frá því að Jóhanna leggi stjórnarsamstarfið undir við lokahluta sögunnar endalausu um Icesave. Sjálfsagt mundi hún orða það öðruvísi sjálf (Sjáum til, sagði hún í gær), en þetta er auðvitað eina leiðin. Í ljós kemur – sem enginn þarf að vera hissa á – að lánardrottnar okkar í Hollandi og Bretlandi sætta sig […]
Ósigur þýskra jafnaðarmanna vekur athygli – þeir tapa þriðjungi fyrra fylgis og hafa ekki fengið verri útreið í sögu Þýska sambandslýðveldisins. Það hjálpar þeim ekki að Kristilegir fengu heldur enga glæsikosningu – Merkel býr til klassíska þýska hægristjórn en einn helsti forystuflokkur jafnaðarmanna um heiminn hrekst í stjórnarandstöðu með þeim smáflokkum sem hann hefur í nokkrum áföngum […]
Landsvirkjun hefur í áratugi hagað sér einsog ríki í ríkinu – rekur hér erindi sín leynt og ljóst einsog hvert annað samviskulaust fjölþjóðafyrirtæki. Þetta er samt opinbert fyrirtæki, áður meira að segja að hluta í eigu tveggja sveitarfélaga, en kannski einmitt þessvegna hafa því liðist starfshættir og vinnubrögð sem fyrir löngu hefðu sett venjulegt einkafyrirtæki […]
Það er hlegið að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um allt land (hér til dæmis!) – en þó er kannski rétt að gera örlitla athugasemd við þann hluta kenningar hans um Davíð og hrunið sem lýtur að fjölmiðlunum. Menn vita að nýja heimastjórnartesan er sú að allt hafi verið gott meðan Davíðs naut við – hrunið er […]
Icesave samþykkt, og löngu kominn tími til eftir rúma tvo mánuði. Auðvitað er enginn glaður, eiginlega eru menn bara mismunandi fúlir. Fór þetta annars ekki örugglega 63–0? Fróðlegur er dómur norska hagfræðingsins í Kastljósi í gær um störf alþingis þennan tíma. Tormod Hermansen telur að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við ‚leiðréttingar‘ eða ‚afstemmingar‘ þingsins: … de […]