Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 26.02 2014 - 08:47

Ef-afsökun

Þegar maður biðst afsökunar þá biðst maður afsökunar í alvöru — og lætur það annars eiga sig. Í afsökunarbeiðninni felst ekki endilega nein sérstök viðurkenning á mannkostum þess sem afsökunar er beðinn heldur fyrst og fremst að maður hafi sjálfur farið yfir strikið þannig að bitni ósæmilega á öðrum. Ef-afsökun er engin afsökun. Ef-afsökun er […]

Mánudagur 24.02 2014 - 16:13

Alein með Sigmundi Davíð

Hélt það kæmu ekki svona margir á Austurvöll – þótt undirtektir á Netinu væru góðar og stöðugur straumur á undirskriftarlistana. Kemur líka á óvart hvað fólk er einhvernveginn mjög óánægt með þessa and-Evrópu-ályktun. Einhver pólitísk skil liggja í loftinu, einhver mælir fullur gagnvart mönnunum í ríkisstjórninni. Veit ekkert hvernig á að meta þetta í prósentum […]

Fimmtudagur 20.02 2014 - 09:31

Afturkallið afturkallað

Þetta var auðvitað óhemjulega vanhugsað og ruddalegt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, að ætla sér að henda heilum lagabálki á haugana og gera að engu mikla vinnu fagmanna, embættismanna, stjórnmálamanna, starfsmanna hagsmunasamtaka og ólaunaðra áhugamanna með því að nema úr gildi náttúruverndarlögin nr. 60/2103 – afturkall hét það í fréttatilkynningunni einsog svona nokkuð færi fram í […]

Þriðjudagur 18.02 2014 - 11:56

Evrópuskýrsla og undanþágurugl

Evrópuskýrslan hans Gunnars Braga er enn ekki orðin opinber fyrir almenning en auðvitað eru strax hafnir hinir skipulegu lekar – gott hjá ykkur, Sigurður Már Jónsson og Björn Ingi Hrafnsson! Ein stórfréttin úr skýrslunni er sú að ENGAR UNDANÞÁGUR séu hugsanlegar fyrir ný aðildarríki í Evrópusambandinu. Þetta er bara ekki alveg splunkuný frétt – og […]

Mánudagur 10.02 2014 - 17:14

Þarmainnihald án starfsleyfis

Hvalur hf. hefur ekki starfsleyfi til að framleiða hvalamjöl til manneldis, og Hvalur hf. hefur ekkert starfsleyfi til að framleiða kryddvöru – ef einhver skyldi vilja líta á hvalmjölið í hinum svokallaða hvalabjór sem krydd. Þetta er meginniðurstaðan í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar við fyrirspurn sem ég gerði honum af skömmum mínum […]

Þriðjudagur 04.02 2014 - 09:25

Inn í ESB eða út úr EES

Brynjar Níelsson er ekki öllu skyni skroppinn þótt hann reyni stundum talsvert á sig til að líta þannig út. Það sýnir spurning hans á laugardaginn um Evrópusambandsaðild í staðinn fyrir EES-þóf. Yðar einlægur komst að svipaðri niðurstöðu á þinginu fyrir rúmu ári þegar upp hrönnuðust EES-mál sem jaðraði við stjórnarskrárbrot að samþykkja. Annaðhvort fara Íslendingar […]

Mánudagur 03.02 2014 - 11:32

Hjálmar

Það var gaman á laugardaginn að ganga með Hjálmari Sveinssyni í um sjötíu manna hópi um hafnarsvæðið frá Arnarhól út að Sjávarklasanum á Grandagarði, gegnum menningarhöfnina, ferðahöfnina og fiskihöfnina – þarna er mikið að gerast og gríðarlegar breytingar frá því fyrir bara nokkrum árum þegar höfnin var að deyja, og sem betur fer hafa hugmyndir […]

Sunnudagur 02.02 2014 - 11:16

Þrjár góðar hugmyndir

Maður verður stundum einsog soldið syfjaður af öllu þessu verðtryggingartali – þar hafa svo margir sérfræðingar svo rétt fyrir sér. Samt tvennt snjallt sem upp úr því hefur komið síðustu vikur: Lítil en verðtryggð launahækkun   1. Annarsvegar sú hugmynd Stefáns Ólafssonar að verðtryggja kjarasamninga með litlum launahækkunum. Launamenn sætta sig (sumir að minnsta kosti […]

Fimmtudagur 16.01 2014 - 13:59

ESB-viðhorf í flokkabönd

Síðan Evrópusambandið var stofnað hafa gengið í það 22 ríki. Í mörgum þeirra hefur auðvitað verið mikil umræða um aðildina – og eitt grannríki okkar hefur hafnað aðild tvisvar eftir hatrammar deilur. Oftast hafa einstakir stjórnmálaflokkar í þessum ríkjum tekið afstöðu til aðildarinnar en oft hefur komið fyrir að innan þeirra – oft hinna stærstu […]

Mánudagur 13.01 2014 - 14:18

Þjórsárver: Flækja 22

Til að geta fjallað af viti um áform Sigurðar Inga Jóhannssonar um skerta friðlýsingu Þjórsárvera frá fyrri ákvörðun – totufriðlýsinguna – þurfa menn auðvitað að hafa kynnt sér nýjustu veituhugmyndir Landsvirkjunar á svæðinu. En: Landsvirkjun vill ekki leyfa neinum að skoða veitu- og virkjunarhugmyndir sínar við Þjórsárver fyrren Sigurður Ingi Jóhannsson er búinn að skrifa […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur