Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 16.08 2016 - 10:56

Hvers vegna var kjörtímabilið stytt?

Við leggjum nú af stað inn í síðustu daga þessa kjörtímabils töluvert fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú fordæmalausa staða sem upp kom í kjölfar þess að Panamaskjölunum var lekið og í ljós kom að fjöldi Íslendinga, og þar á meðal æðstu embættismenn, höfðu nýtt sér skattaskjól sem notuð eru til að koma peningum […]

Sunnudagur 07.08 2016 - 20:09

Ávinningur af útboði veiðiheimilda

Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu vikur um stjórn fiskveiða hér á landi í kjölfar útboðs Færeyinga á aflaheimildum og sölu kvótans frá Þorlákshöfn. Umræðan er einkum um það réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess skapar og fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Verð sem sett yrði til heilbrigðisstofnana […]

Þriðjudagur 19.07 2016 - 12:54

Ríkisstjórn á fyrirvara

Það kom mér á óvart að lesa það í stuttri grein í Fréttablaðinu eftir félags- og húsnæðismálaráðherra að hún hefði samþykkt fimm ára fjármálaáætlun ríkisins með fyrirvara þegar að áætlunin var til afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi. Þetta er sannarlega stórfrétt. Fyrirvarinn kom ekki fram þegar að mælt var fyrir áætluninni á Alþingi og ekki heldur við […]

Fimmtudagur 07.07 2016 - 19:49

Skattsvik og þrælahald

Fyrirsögnin er ógeðfelld en þetta eru samt orðin sem lýsa best því sem verkalýðsfélög víða um land horfa upp á. Í verktakabransanum eru til fyrirtæki sem vilja hlunnfara erlenda starfsmenn með því að greiða þeim laun sem ná ekki lágmarkslaunum hér á landi.  Í ferðaþjónustunni ríkir eins konar gullgrafaraæði þar sem það sama fyrirfinnst. Reynt […]

Föstudagur 24.06 2016 - 12:48

Brexit

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi eru stórtíðindi. Hún vekur upp áhyggjur af áhrifum popúlista og rasista í Evrópu og hún gengur þvert á ráðleggingar flestra sérfræðinga, atvinnulífs og forystumanna í breskum stjórnmálum. Breska þjóðin er klofin og mikið verk framundan hjá Bretum að vinna úr stöðunni og sætta fylkingar. Skotland og Norður Írland kusu með áframhaldandi […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 15:59

Búvörusamningar – fyrir hvern?

Vegna þeirra búvörusamninga, sem nú eru til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis, verða greiddir beint úr ríkissjóði um 14 milljarðar króna á hverju ári næstu 10 árin. Þegar slík upphæð rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar þurfa rökin fyrir því að vera skotheld og almannahagur augljós. Ef ekki, geta alþingismenn ekki samþykkt frumvörpin. Mörg sjónarmið og rök […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 16:33

Leiðin að betri heilbrigðisþjónustu

Við í Samfylkingunni viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðisþjónustunnar. Við veljum leið samhjálpar, umhyggju og jöfnuðar í stað samkeppni um sjúklinga. Hrunið og kreppan sem henni fylgdi leiddi óhjákvæmilega til niðurskurðar í heilbrigðismálum, en hnignun heilbrigðiskerfisins hófst því miður löngu fyrir hrun. Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem […]

Þriðjudagur 17.05 2016 - 10:24

Forysta jafnaðarmanna

Það er alvarlegt mál fyrir íslenskt samfélag þegar að Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands, sem ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi, mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Samfylkingin hefur ákveðið að blása til formannskosninga og kosningu í önnur forystuhlutverk í byrjun júní. Þannig verði ný forysta með skýrt umboð til að undirbúa kosningar með samþykktir landsfundar […]

Laugardagur 14.05 2016 - 21:32

Slóð peninganna

Íslendingar eiga heimsmet í að nýta sér erlend skattaskjól samkvæmt Panamaskjölunum. Sú uppljóstrun hefur kallað skömm yfir alla þjóðina. Sama hvað hver segir þá er eitt á hreinu. Skattaskjól eru fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða […]

Þriðjudagur 26.04 2016 - 08:53

Bann við skattaskjólum

Sergei Stanishev fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu fer fyrir flokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Hann ræddi skattaskjólin á mjög góðum og vel sóttum fundi Samfylkingarinnar sem haldinn var á Grand Hóteli 24. apríl síðast liðinn. Sergei  minnti á að jafnaðarmenn hafi ætíð barist gegn skattaundanskotum hvers konar. Afhjúpanir með Panamskjölunum um þá sem hafa nýtt sér skattaskjól hafi […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur