Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 22.04 2016 - 09:24

Satt eða logið

Eftirlitshlutverk Alþingis byggir á því að þingmenn veiti ráðherrum og framkvæmdavaldi nauðsynlegt aðhald.  Það er hins vegar ekkert í lögum um ráðherraábyrgð sem segir til um ábyrgð ráðherra gagnvart Alþingi, ef hann greinir rangt frá, gefur þingmönnum og þinginu villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum sem mikilvægar eru fyrir meðferð mála á Alþingi. Frumvarp í þessa […]

Föstudagur 18.03 2016 - 15:38

Rukkað fyrir heilsu

Þegar við Íslendingar veikjumst þurfum við að borga fyrir læknisþjónustuna, lyf, þjálfun og hjálpartæki. Upphæðirnar eru orðnar svo háar að flestir Íslendingar þekkja einhvern sem hefur frestað því að fara til læknis eða sparað við sig þjálfun sem flýtir fyrir bata. Augljóslega leiðir slíkt til aukins kostnaðar í samfélaginu þar sem fullir kraftar fólks fá […]

Þriðjudagur 01.03 2016 - 11:06

Leikur eða dauðans alvara

Það gengur á ýmsu hjá stjórnmálaflokkunum þessa dagana. Skoðanakannanir sýna mikla breytingu hjá flestum flokkum frá kosningum. Stjórnarflokkarnir tapa en Framsókn þó meira en Sjálfstæðisflokkur. Píratar eru í hæstu hæðum, Björt framtíð tapar miklu, Vinstri grænir standa um það bil í stað og Samfylkingin er samkvæmt könnunum ekki sá stóri jafnaðarmannaflokkur sem hún var stofnuð […]

Fimmtudagur 11.02 2016 - 11:32

Mikilvægt að flokkurinn fari sterkur og samhentur inn í kosningaveturinn

Blaðið Reykjanes bað mig að svara nokkrum spurningum. Hér eru spurningarnar og svörin. Hver verða helstu átakamálin á Alþingi í vetur? Ég held að það verði nokkur mál sem muni bera hæst á vorþinginu. Þetta eru bæði mál sem beðið hefur verið eftir allt kjörtímabilið eins og húsnæðismálin og stjórnarskrárbreytingarnar en einnig önnur stór mál […]

Sunnudagur 24.01 2016 - 22:19

Af hverju ertu í stjórnmálum?

Ungir jafnaðarmenn spurðu okkur í þingflokki Samfylkingarinnar hvers vegna við værum í stjórnmálum. Ég svaraði að ég væri þar fyrst og fremst fyrir barnabörnin mín. Ég vildi að þau byggju við jafnrétti, jöfnuð og í góðu samfélagi fyrir alla. Þetta var mitt 15 sekúndna svar. IMG_0158 Þarf nokkuð að segja meira? Ég ætla ekki að sitja […]

Föstudagur 22.01 2016 - 13:28

Að selja banka

Ég vil vara við því að of geyst sé farið í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég tel að núna ættum við að gefa okkur tíma til að meta stöðuna og ákveða hvernig við viljum hafa bankakerfið okkar til framtíðar. Bankasýslan gerir hins vegar ráð fyrir að ef ákvörðun fjármálaráðherra um sölumeðferð á eignarhlutunum liggur fyrir vorið 2016 […]

Mánudagur 18.01 2016 - 14:04

Ríkir verða ríkari

Moldríkir forréttindahópar í skjóli greiða ekki skatta. Ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Ríkustu 62 einstaklingarnir eiga meira en fátækari helmingur mannkyns. Hagstjórnin virðist snúast um að bæta hag þeirra allra ríkustu. Þó kalla hagfræðingar OECD eftir því að þjóðir nýti skattkerfi sín til jöfnunar í auknum mæli, með því batni hagur allra. Það gerir […]

Sunnudagur 20.12 2015 - 12:21

Ábyrgð og skömm

Jón Ólafsson skrifar góðan pistil í Stundina um siðleysi í skjóli lagaheimilda. Þar er hann að ræða brottvísun flóttafólks úr landi og langveiks barns með enga raunhæfa batamöguleika í heimalandi sínu. Mér finnst að spegla megi pistilinn yfir á fleiri nýleg mál, t.d. ákvörðun hægristjórnarinnar að halda kjörum aldraðra og öryrkja sem enga tekjumöguleika hafa […]

Miðvikudagur 16.12 2015 - 11:28

Ísköld lagahyggja

Hægristjórnin vill ekki hækka lífeyrir eldriborgara og öryrkja afturvirkt í takt við lægstu laun. Þau líta þannig á að „bætur almannatrygginga eigi einungis að hækka árlega í fjárlögum og þá frá 1. janúar ár hvert en ekki á miðju ári þótt gerðir hafi verið kjarasamningar í millitíðinni“ eins og segir í nýlegu minnisblaði frá fjármála- […]

Miðvikudagur 18.11 2015 - 09:39

Heilsugæsla boðin út

Þessa dagana er verið að leggja loka hönd á undirbúning fyrir einkarekstur heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innan tíðar verður undirbúningi fyrir útboð lokið og hafist verður handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðisflokksins um aukinn einkarekstur og einkavæðingu opinberrar þjónustu. Í þessum efnum gera frjálshyggjumenn engan greinamun á rekstri heilbrigðisþjónustu eða fjármálastofnanna svo dæmi séu […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur