Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 16.10 2015 - 10:05

Erindi jafnaðarmanna 2

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er mikil ólga í stjórnmálunum um þessar mundir. Og hún er ekki aðeins hér á Íslandi. Fólk kallar eftir einhverju nýju. Einhverju öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann, sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu […]

Þriðjudagur 01.09 2015 - 10:56

Erindi jafnaðarmanna

Jöfnuður, jafnrétti og samhjálp eru grunngildi jafnaðarstefnunnar og einnig þau gildi sem mynda undirstöður velferðarkerfisins. Almannatryggingar, heilsugæsla, húsnæðismál, skattar og menntastefna eiga að mynda eina samofna heild sem stuðlar að hagsæld og farsælu mannlífi. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á að þessi heildarmynd sé skýr og að allir hlutar hennar sinni vel því hlutverki að skapa réttlátt […]

Fimmtudagur 18.06 2015 - 11:06

Baráttan fyrir réttlæti

Á þessu ári minnumst við mikilvægs áfanga í kvenréttindabaráttunni þegar konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt fyrir 100 árum. Þó kosningaréttur kvenna hafi verið mikilvægur þá var baráttan fyrir bættum kjörum verkalýðsins, almannatryggingum, læknaþjónustu, mannsæmandi húsnæði og almennum mannréttindum einnig stórt mál á svipuðum tíma. Sú barátta má ekki heldur ekki gleymast. Stundum látum við […]

Laugardagur 23.05 2015 - 17:04

Gott tilboð

Stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið eða eftir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp um makrílkvóta. Við í Samfylkingunni höfum bent á það árum saman að við úthlutun veiðileyfa eigi lögmál markaðarins að ráða og kostir þess fái að njóta sín við nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Við höfum talað fyrir tilboðum […]

Laugardagur 02.05 2015 - 18:00

Auðlind á silfurfati

Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella 6 ára úthlutun úr gildi með minna […]

Föstudagur 24.04 2015 - 14:19

Ósætti á vinnumarkaði

Það dylst engum að alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði. Æ fleiri félög boða verkföll sem munu hafa víðtæk áhrif. Nú þegar hefur alvarlegt ástand skapast í heilbrigðiskerfinu, einkum á Landspítalanum þó aðrar stofnanir fari ekki varhluta af vandanum. Fagmenn í heilbrigðisstéttum hafa lýst yfir áhyggjum af verkföllunum og bent á að það sé […]

Þriðjudagur 17.03 2015 - 17:05

Orð og athafnir ríkisstjórnar ríka fólksins

Ríkisstjórn ríka fólksins sýnir ekki bara Alþingi óvirðingu með bréfaskriftum til Evrópusambandsins þar sem Alþingi er sniðgengið með skýrum og meðvituðum hætti, heldur er framganga hennar í öðrum málum einnig forkastanleg. Afkoma ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs frá árinu 2004 hefur tekið miklar dýfur eins og öllum er kunnugt um. Gulu súlurnar á meðfylgjandi mynd sýna mjög […]

Föstudagur 06.02 2015 - 22:13

Framtíð norðurslóða

Mikilvægi samstarfs Grænlands, Íslands og Færeyja hefur sennilega aldrei verið meira í 30 ára sögu Vestnorrænaráðsins en um þessar mundir. Ráðið er skipað þingmönnum landanna þriggja og undanfarin ár hefur það lagt áherslu á að styrkja stöðu Vestur-Norðurlanda á norðurslóðum og verja sameiginlega hagsmuni gagnvart þeim áskorunum sem þar blasa við. Á ársfundi ráðsins í […]

Föstudagur 23.01 2015 - 11:47

Bensínlaust Ísland

Olíunotkun á mann hér á landi er um tvö tonn á ári. Það er nokkuð mikið miðað við að húshitun með olíu heyrir að mestu sögunni til. Við erum stolt af þeirri sérstöðu Íslands að orka til raforkuvinnslu og húshitunar hér á landi er talin nánast að öllu leiti endurnýjanleg, þ.e. úr jarðvarma og vatnsafli. […]

Laugardagur 17.01 2015 - 10:17

Agaleysi í ríkisfjármálum

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu á þrettándanum. Ég birti hana aftur hér fyrir ykkur sem ekki sáuð Fréttablaðið: Stjórnarliðar ýmsir tala gjarnan um nauðsyn þess að halda aga í ríkisfjármálum fyrir efnahag og kjör fólksins í landinu. Stjórnarandstæðingar taka margir undir þetta. Einn mælikvarði á aga í ríkisfjármálum er hversu vel tekst til við að […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur