Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 22.11 2014 - 10:39

Ill meðferð

Það er mikilvægt að mæta vanda þeirra sem keyptu íbúð á allra versta tíma þegar verð húsnæðis var sem hæst og vextir í hæstum hæðum. Þetta var kosningaloforð Samfylkingarinnar og einnig var ætlunin að koma til móts við lánsveðshópinn og leigendur með sanngjörnum hætti. Ég get illa sætt mig við óréttlætið sem fylgir efndum á […]

Laugardagur 25.10 2014 - 17:33

Áhyggjur

Ég hef áhyggjur af mörgu í íslensku samfélagi nú um stundir, m.a. af því að: Hagkerfið á Íslandi í dag býr til ný störf sem eru nær eingöngu láglaunastörf. Menntunarstig Íslendinga í Noregi er mun hærra en íslensku þjóðarinnar í heild. Menntunarstig fólksins sem flytur til landsins er lægra en þjóðarinnar í heild. Stjórnvöld takmarka […]

Þriðjudagur 14.10 2014 - 15:32

Sjúklingaskattur

Heimir Már Pétursson var með athyglisverða frétt á Stöð 2 í gærkvöldi um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðis- og menntakerfinu. Í fréttinni kom fram að þeir sem þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustu greiði yfir borðið um 30 milljarða króna og þeir sem nýta sér menntakerfið greiði um 14 milljarða króna. Heimir varpaði fram mikilvægri pólitískri spurningu […]

Miðvikudagur 01.10 2014 - 18:27

Lokað og læst

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er fyrirhugað að takmarka innritun í framhaldsskóla á árinu 2015 þannig að ársnemendum fækki um 916. Þetta er tæpleg 5% fækkun ársnemenda sem eru nemendur í fullu námi. Einstaklingarnir eru enn fleiri. Til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja um skólavist og […]

Sunnudagur 21.09 2014 - 16:03

Heimiliserjur og fyrirvarar

Eftir fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tekjufrumvörp þess sækja á mig áleitnar spurningar um hvað sé eiginlega að gerast á stjórnarheimilinu. Gera má ráð fyrir að talnabálkar fjárlagafrumvarpsins og megintexti hafi verið tilbúinn í lok júní áður en flestir starfsmenn ráðuneyta fara í sumarfrí. Ágúst hefur síðan verið notaður til töflugerða og frágangs til prentunar […]

Laugardagur 23.08 2014 - 09:09

Þau læra ekki

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna hóf feril sinn með því að fjölga ráðherrum og vill fjölga þeim enn frekar. Lekamál innanríkisráðuneytisins er nú beitt sem rökum fyrir því að endurreisa gamla dómsmálaráðuneytið og koma þar með núverandi innanríkisráðherra í varanlegt skjól. Áður höfðu þau klofið atvinnuvegaráðuneytið og velferðarráðuneytið í tvennt og fært umhverfis- og auðlindaráðuneytið í […]

Fimmtudagur 07.08 2014 - 14:36

Blekkingarleikur

Við afgreiðslu frumvarpa um skuldaniðurgreiðslu verðtryggðra fasteignalána á síðasta vorþingi voru gerðar breytingar á skattalögum. Ég nýtti það tækifæri til að leggja fram frekari breytingar á þeim lögum sem leitt hefðu til kærkominnar hækkunar á barnabótum til þeirra fjölskyldna sem lægstu launin hafa. Barnabótum hafði þá þegar verið úthlutað tvisvar sinnum á árinu og mér […]

Miðvikudagur 18.06 2014 - 10:07

Krónan og krakkarnir

Ef gjaldeyrishöft yrðu losuð hér á landi snögglega er sennilegt að miklir fjármunir flyttust úr landi á stuttum tíma. Fyrstu afleiðingar þess kæmu fram í lítilli spurn eftir krónum, verðfalli krónunnar og hækkun á innfluttum vörum. Í kjölfarið fylgdi verðbólga, verðtryggð lán myndu hækka og kjör almennings versna. Skellinn tækju að mestu þeir sömu og […]

Föstudagur 17.01 2014 - 09:57

„Hvað boðar nýárs blessuð sól?“

Við upphaf á nýs árs  horfum við fram á veginn og veltum fyrir okkur hvað árið muni bera í skauti sér og leggjum á ráðin um hvernig við best náum markmiðum okkar. Þá er gott að líta um öxl og nýta reynslu fyrri ára til að gera enn betur á því nýja. Skörp kaflaskil Í […]

Laugardagur 23.11 2013 - 18:10

Stóru orðin

Þingmenn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fóru mikinn á síðasta kjörtímabili og fussuðu og sveijuðu í umræðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Nú þegar þau eru komin til valda skera þau niður öll atvinnuskapandi verkefni í Suðurkjördæmi. Oftast nota þau falsrök að fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki verið fjármögnuð. Þá er mikilvægt að rifja upp þá […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur