Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 17.11 2013 - 17:55

Ráðaleysi og óvissa

Ég hef vaxandi áhyggjur af ríkisfjármálunum. Markmiðið um hallalaus fjárlög fjarlægist æ meir eftir því sem stjórnarþingmenn gefa skýrar í skyn að þeir ætli ekki að styðja fjárlagafrumvarpið. Þeir gagnrýna helst tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu og sóknaráætlun landshluta. Ég tek undir með þeim hvað þessi mál varðar en til að leggja aukin framlög […]

Mánudagur 04.11 2013 - 10:12

Brothættar byggðir undir hnífinn

Undanfarin ár hefur umræða um byggðamál verið með öðrum og skýrari hætti en áður. Eftirtektarverð er vinna Byggðastofnunar um  byggðir sem skera sig úr hvað varðar mikla fólksfækkun, erfitt atvinnuástand og óhagstæða aldursþróun undangengin ár. Sú vinna hefur ekki fengið mikla athygli utan byggðanna sem um ræðir en er sannarlega athyglinnar virði. Unnið hefur verið […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 15:08

Greinin mín í Viðskiptablaðinu fyrir viku:

Orð og athafnir Forsætisráðherra hefur nú flutt stefnuræðu sína og fjármála- og efnahagsráðherra mælt fyrir fjárlagafrumvarpi 2014. Fjárlagafrumvarpið er helsta stefnuplagg ríkisstjórnarinnar. Þar eru kosningaloforðin sett í samhengi, áherslurnar raungerðar og forgangsröðun lítur dagsins ljós. Mikilvægi fjárfestinga Þegar stefnuræða forsætisráðherra er rýnd og borin saman við þær áherslur sem birtast í fjárlagafrumvarpinu vantar áberandi oft […]

Miðvikudagur 18.09 2013 - 13:58

Mikilvæg en flókin viðfangsefni

Í sérstakri umræðu á Alþingi þriðjudaginn 17. september sl. vakti Steingrímur J. Sigfússon athygli á stórum og mikilvægum málum. Hann varpaði fram spurningum til fjármála- og efnahagsráðherra um stöðu vinnu við endurskoðun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, samráð við stjórnarandstöðuna í þeim efnum og aðkomu Seðlabankans og nefndar um fjármálastöðugleika. Einnig var í umræðunni komið inn […]

Miðvikudagur 11.09 2013 - 11:58

Forgangsmál ríkisstjórnarinnar

Kjallari DV í dag: Fyrstu verk ríkisstjórnarinnar hafa vakið athygli. Í forgangi var að  gefa  erlendum ferðamönnum afslátt á neyslusköttum og útgerðarmönnum afslátt af veiðigjaldi. Í  sömu andrá kvörtuðu þau undan slæmri stöðu ríkissjóðs og boðuðu niðurskurð. Það sýnir ekki mikinn skilning á stöðu ríkisfjármála að afsala ríkissjóði milljarða króna tekjum og boða um leið […]

Miðvikudagur 31.07 2013 - 15:43

Ríkissjóður og vondir menn í útlöndum

Eftir hrun efnahags og samfélags haustið 2008 skuldar ríkissjóður um 1.500 milljarða. Vaxtagreiðslur af þessum skuldum eru um 90 milljarðar á ári. Ef við skulduðum ekkert ættum við semsagt 90 milljarða til viðbótar til að reka velferðarkerfið, menntakerfið og til að vinna að rannsóknum og þróun í átt að aukinni verðmætasköpun. Það er því augljóslega […]

Mánudagur 24.06 2013 - 12:08

Ríkisstjórn sérhagsmuna

Tekjutapið af frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum er rétt um 10 milljarðar króna í ár og á því næsta. Þetta er umtalsvert tekjutap enda hafa forsvarsmenn hægristjórnarinnar boðað að öll útgjöld verði endurskoðuð og nefnt sérstaklega fæðingarorlof og stuðningur við skuldug heimili með lánsveð í því sambandi. Fleira þyrfti að koma til því fyrir 10 […]

Laugardagur 22.06 2013 - 12:53

Jafnlaunaátak og kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð

Launamisrétti kynjanna má ekki viðgangast. Með því skrefi sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur steig í þá átt að útrýma launamuninum með jafnlaunaátaki þokast málið í rétta átt. Á kvennafrídaginn síðastliðið haust var lagður grunnur að átakinu og markmiðið er að undirbúa næstu gerð kjarasamninga. Ákveðið var síðan að byrja á kvennastéttum innan heilbrigðiskerfisins en átakinu er ætlað […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 17:47

Forgangsröðun hægristjórnarinnar

Allra fyrsta mál hægristjórnarinnar var að leggja það til að virðisaukaskattur á hotel- og gistiþjónustu verði áfram með sömu undanþágu frá almennaþrepinu og virðisaukaskattur á matvæli. Forgangsmálið eftir allar yfirlýsingarnar um verri stöðu ríkissjóðs en reiknað var með og kosningaloforð um almenna niðurfellingu skulda er að halda neyslusköttum sem greiddir eru að mestu af erlendum […]

Föstudagur 07.06 2013 - 11:53

Þverpólitísk sátt um framfaramál

Á síðasta þingi lagði Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, fram  nýtt frumvarp um almannatryggingar. Frumvarpið byggir á vinnu starfshóps sem skipaður var hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Hópurinn vann frábært starf undir stjórn Árna Gunnarssonar, fyrrverandi alþingismanns. Í mörg ár hefur verið talað um að gera grundvallarbreytingar á almannatryggingakerfinu. Í gegnum tíðina hefur kerfið orðið æ flóknara þannig […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur