Mánudagur 12.11.2007 - 22:51 - Rita ummæli

Hver getur misskilið Þórhall?

Páll Magnússon útvarpsstjóri er gersamlega búinn að gleyma því hvernig var að reyna að vera í samkeppni við rúv. Auglýsingar og afnotagjöld auk fjárframlaga frá ríkinu tryggðu yfirburðaaðstöðu. Og það sveið.

Og svíður enn. Þórhallur talar um misskilning. Hvað er hægt að misskilja hér? Bankamaðurinn setur peninga í verkefni skilyrt. Og skilyrðin eru hver?

Útúrsnúngar og orðhengilsháttur til að komast hjá því að kalla þetta kostun því það er bundið í reglur hver hún má vera, hlutfallslega.

Kannski ekki að marka mig því ég hef áunnið ofnæmi fyrir einokun og yfirgangi ríkisfyrirtækja gegn þeim sem burðast við að standa í samkeppni við ofureflið.

Vonandi er þetta ólöglegt því siðlaust er það.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur