Færslur fyrir nóvember, 2010

Sunnudagur 28.11 2010 - 22:43

Stjórnlagaþingsfýlupokar

Þá er búið að kjósa til stjórnlagaþings. Eins og ávallt keppast aðilar við að skýra hvað gerðist og sitt sýnist hverjum. Enginn tekur auðvitað mark á þeim sem telja kosninguna sterka og gott vegarnesti í framhaldinu. Þátttakan var hörmuleg og þeir sem töldu hugmyndina góða ata nú meirihlutann auri fyrir heimsku og leti og ég […]

Föstudagur 26.11 2010 - 13:11

Lögfræði landsdóms

Landsdómsmálið er auðvitað eitt risastórt klúður. Það viðurkenna allir og sumir þurfa að læðast með sínum pólitísku veggjum það sem eftir er vegna framgöngu sinnar í því efni. Geir Haarde er þó lítil huggun í því að menn sjái nú hversu fáránleg staða það er að hann þurfi að svara til einhverra saka fyrir að […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 09:04

Styrmir og samstarfið við VG

Styrmir Gunnarsson er mætur maður og ekki geri ég lítið úr skoðunum hans í neinu en mér er þó fyrirmunað að skilja tal hans um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokks við VG. Það eina sem Styrmir og skoðanabræður hans í þeim efnum sjá í VG er andstaðan við inngöngu í ESB. Og í því máli sýnist mér […]

Mánudagur 22.11 2010 - 10:16

Pólitísk afskipti af dómsvaldinu

Stjórnmálasamtökin VG álykta um málefni níumenninganna svokölluðu. Stjórnmálamennirnir vilja skipta sér af dómsvaldinu með beinum hætti og finnst það alveg eðlilegt. Mér finnst það fráleitt af öllum hugsanlegum ástæðum. En þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart. Þeir sem lengst sitja til vinstri telja í prinsippinu að pólitíkusar eigi að […]

Laugardagur 20.11 2010 - 12:34

Ofstæki smugunar

Hún heldur áfram pólitíska hugarsýkin vegna uppsagnar Láru Hönnu af rás 2. Vinstri menn og eigendur að smugan.is eru að ganga af göflunum og neita hreinlega að sjá staðreyndir mála. Það bara má ekki láta fólk úr þeirra röðum fara. Um það snýst þetta mál og EKKERT annað. Þá ályktun dreg ég vegna þess að […]

Föstudagur 19.11 2010 - 16:02

Það er er orðið nokkuð langt síðan ég tjáði mig þann gjörning Breta að setja hryðjuverkalög á Íslenska bankaræningja. Skoðun mín þá var og er enn að best hefði verið að við sjálf hefðum haft einhverja þá löggjöf sem dyggði til að koma í veg fyrir gripdeildir stórþjófa í fjármálageiranum. Mín vegna mega þau lög […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 16:48

Ármann Jakobsson, þrískipting valds og frasanotkun

Ármann Jakobsson drepur fingri á lyklaborð og skrifar um þrískiptingu valdsins á smugan.is. Ármann er um margt skemmtilegur penni og læsilegur en hér er hann yfirborðskenndur og innihaldsrýr. Ármann freistast til halda að margir þeir sem vilja skerpa á þrískiptingu valds viti ekki um hvað það mál snýst heldur finnst gaman að slá um sig […]

Mánudagur 15.11 2010 - 11:34

Gunnar Smári Egilsson dúkkar nú allt í einu upp og fer að tala um Baugsmálið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason muni hafa hitt mafíósann sjálfan og reynt að gera við hann díl. Þarna er almennileg kjaftasaga….. Ég hélt reyndar að hagstæðast væri fyrir þá menn sem sátu við hægri hönd aðal árum […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 12:37

Uppsagnir á RÚV

Allt ætlar um koll að keyra hjá vinstri bloggurum vegna uppsagna Láru Hönnu og Þórhalls Jósepssonar af RÚV. Þarna þykjast menn sjá maðk í mysu og pólitík. Ég hef ekkert á móti þessu fína fólki og sýnist ríkisfjölmiðillinn vera að reyna að standa undir þeim reglum sem um hann gilda og þó fyrr hefði verið…. […]

Mánudagur 08.11 2010 - 13:02

Saari, lýðskrum og heildarlausnir

Nú er tími lýðskrumaranna. Og handónýtir fjölmiðlar halda áfram að gera lítið sem ekkert gagn. Nú ræður ríkisstjórn sem veit hvorki upp né niður og man ekki lengur hvert hún er að fara eða hverju var lofað. Skjaldborgin um heimilin lætur á sér standa og því andrúmslofti lifa menn eins og Þór Saari góðu lífi. […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur