Færslur fyrir janúar, 2013

Fimmtudagur 31.01 2013 - 11:39

Eru kjósendur með einelti?

Hver vill láta ókunnugt fólk kalla sig hyski? Ekki ég hið minnsta. Það er bévítans dónaskapur jafnvel þó hið meinta hyski sé stjórnmálahyski. Þeir sem grípa til þannig orðfæris dæma sig að einhverju leyti sjálfir. Jón Gnarr upplifir svona aggressíva framkomu sem einelti. Það er auðvitað út í hött, er það ekki? Ég ætla ekki […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 17:19

Að verða vitni að tilviljun

Þetta var þá allt saman tilviljun. Árni Þór Sigurðsson þungaviktarþingmaður VG hefur greint icesave málið og dregið þessa ályktun. Það var í raun tilviljun hvernig málið þróaðist. Tilviljun að málið endaði fyrir dómstólum og vannst þar. Það var og… Það eru alls engar tilviljanir í því hvernig þetta mál þróaðist. Áralöng barátta þjóðar gegn ríkisstjórn […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 15:21

Sanngirni bandalags listamanna

Ég rakst á furðufrétt þar sem segir að bandalag íslenskra listamanna telji það sanngirnismál að það ágæta bandalag fái hlut af lottótekjum til ráðstöfunar. Af hverju ekki félag íslenskra bifreiðaeigenda? Félag skipstjórnarmanna? Hundaræktarfélag íslands. Hvað með happdrætti blindrafélagsins?  Auðvitað er eðlilegt bandalag listamanna þefi uppi matarholur. Ég þarf þó að hafa talsvert fyrir því að […]

Mánudagur 28.01 2013 - 12:02

Að hafa rangt fyrir sér

Ég hafði rangt fyrir mér sem betur fer. Ég sagði já við síðasta Icesave samningnum með þeim orðum að ég vildi miklu frekar segja nei, fannst þetta samt skynsamlegt á þeim tíma. Ég myndi segja af mér ef ég bara gæti! Sjaldan hef ég verið jafn kátur með að hafa haft rangt fyrir mér. Ég […]

Föstudagur 25.01 2013 - 10:46

Össur og klækjastjórnmálin

Það má vissulega segja um Össur Skarphéðinsson að hann þekkir klækjastjórnmál þegar hann sér þau. Maðurinn fann þau upp. Hann hefur þegar þannig hefur legið á honum talað um eigin snilld í skákinni sem stjórnmál eru fyrir honum. Þess vegna kemur það ekki mjög á óvart að hann telji það merki um klæki hjá stjórnmálamönnum […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 12:48

Stefán Ólafsson og myrku öflin

Stefán Ólafsson stjórnmálamaður á launaskrá við háskóla Íslands heldur áfram að láta til sín taka í opinberri umræðu. Hann settist niður til að svara Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sem hafði að mati Steáfns gerst sekur um að hnýta í Egil Helgason. Það er höfuðsynd greinilega og Stefán setur lögmanninn þá án frekari umsvifa í hóp myrkrahöfðingja. […]

Mánudagur 14.01 2013 - 11:05

DV og meiðyrðin

Heiða, auglýsingastjóri DV, skrifaði pistil nú nýlega. Í þessum pistli reynir hún að höfða til reiði gagnvart þeim sem „settu landið á hausinn“. Þeir sem höfða mál gegn DV eru vondir menn sem hafa grætt ólöglega um leið og þeir steyptu okkur í glötun og fylltu eigin vasa. Þetta hljómar án efa vel í eyrum margra. […]

Laugardagur 05.01 2013 - 15:17

Jóhanna og samræðustjórnmálin

Við erum oft óttalegir molbúar. Hvergi sést það betur en í stjórnmálum. Stjórnmál eru í eðli sínu þannig að þar er tekist á um ólík sjónarmið. Þeir sem hyggjast stunda stjórnmál ættu að leggja allt kapp á að skilja að ágreiningur sem upp kemur snýst ekki um persónur, og taka slaginn svo þaðan. Jóhanna Sigurðardóttir […]

Fimmtudagur 03.01 2013 - 10:38

Örn Bárður

Hinn virti Guðsmaður Örn Bárður skrifar merkilegt Guðspjall á eyjunni. Þar fer embætttismaðurinn á kostum bæði hvað varðar innihald, afstöðu og orðbragð. Hann bætist þarna í hóp þeirra sem telur sig þess umkominn að taka af lífi þá sem ekki kunna að hafa skoðanir sem hann telur réttar. Sálusorgarinn hugprúði notar svo þetta mál til […]

Miðvikudagur 02.01 2013 - 01:19

Of seint fyrir hvern?

Ég veit ekki nema ég sé orðinn of seinn með þetta, en það verður þá bara svo að vera. Mér finnst þó eiginlega alls ekki orðið of seint að hafa rökstuddar skoðanir í tillögum stjórnlagaráðs. Af hverju er það orðið of seint? Of seint fyrir hvern? Lýðræðið kannski…..? Ég skil ekki svona. Hvaða vald hefur […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur