Færslur fyrir mars, 2008

Föstudagur 28.03 2008 - 21:20

Heimanám.

Það er þetta með heimanámið. Hef hugsað mikið um það. Vonandi bæði kosti og galla en líklega hef ég þó frekar séð gallana en kostina. Ég sé auðvitað gildi þess að foreldrar komi að og taki ábyrgð á námi barna sinna. Sé það líka í hendi mér að þær verða varla mikið dýrmætari stundirnar sem […]

Föstudagur 28.03 2008 - 13:05

Ólund Árna.

Það er nú bara þannig að hér á landi höfum við búið okkur til þjóðfélag sem byggist upp á ákveðnum gildum og grundvallaratriðum. Löggjafinn setur okkur umferðarreglur og við undurgöngumst samkomulag um að fara að þeim reglum. Svo getum við reglulega skipt út löggjafanum. Þá höfum við framkvæmdavald sem sér um reksturinn. Þetta hefur virkað […]

Fimmtudagur 27.03 2008 - 10:10

Ekki eru öll vísindin eins.

Heyrði fyrir skemmtilega tilviljun rismikið viðtal á rás 2 við mann sem ég held að heiti Serafím. Alíslenskur maður sem tók sér þetta nafn erlendis. Þessi aðili gerir sig úr fyrir að hafa sérþekkingu á yoga og tantra með áherslu á kynlíf. Sérþekking þessi öll ættuð frá Asíu með viðkomu í Rúmensku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann vill […]

Þriðjudagur 25.03 2008 - 15:12

Bananalýðveldið.

Menn þurfa að vera meira en lítið tilbúnir til þess að leggja neikvætt út hlutunum ef þeir skilja ekki svör eins og að menn kannist ekki við frásögn af áburði sem á þá eru bornir. Hvurslags þvæla er það orðið þegar menn geta í nafnleysi borið á aðra menn sakir og svo neita smjörklipu mennirnir […]

Þriðjudagur 25.03 2008 - 09:39

Nafnlaus sannleikur.

Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar birtist á síðum fréttablaðsins í dag. Fetar þar í fótspor Hallgríms Helgasonar sem herjar nú á Þorstein Pálsson fyrir að vilja ekki játa sig sekan um það sem borið er á hann nafnlaust á síðum Herðubreiðar. Orðhengilsháttur og evrópumet í útúrsnúngum einkenna pistil Karls. Læt mér þannig séð í léttu […]

Mánudagur 24.03 2008 - 16:50

Agalegir dómarar.

Í gær fór fram stórleikur í enska boltanum. Mikið undir og tilfinningar stórar. þar gerðist það að dómaranum varð það á að reka leikmann af velli undir lok fyrri hálfleiks. Eða mætti kannski segja að leikmanninum hafi orðið á sú reginskyssa að láta reka sig útaf? Umfjöllun um þetta atvik hér á landi er öll […]

Mánudagur 24.03 2008 - 11:21

Heilagar skyldur Hallgríms.

Hallgrímur Helgason er merkilegur fýr. Hann skrifar stórmerka grein í fréttablaðið í sl laugardag. Allt vegna þess að einhverjum datt í hug að kasta því fram að Styrmir moggaritstjóri hafi vitað af húsleit hjá baugi forðum, daginn áður en hún átti sér stað. Þorsteinn Pálsson og Kristinn Björnsson eru hinir aðalleikararnir í kjaftasögunni. Hallgrímur hefur […]

Miðvikudagur 19.03 2008 - 11:30

Stólaverð.

Ég er einn af þeim sem stunda verslun og viðskpti. Hef líklega fremur frumstæðar skoðanir á svoleiðis. Reyni eftir fremsta megni að fylgja þeim reglum sem um slíka starfsemi hafa verið settar. Og svo líka óskráðum reglum líka. Er að velta því fyrir mér hvaða reglur gilda um verslun með matvæli. Hver fann upp hluti […]

Miðvikudagur 19.03 2008 - 09:39

Efnhagspólitík samfylkingar.

Samfylkingin er í ríkisstjórn núna með mínum mönnum. Sjálfsagt hefur einhverntíma verið meira stuð á stjórnarheimilinu en akkúrat núna. Hér stefnir allt til fjandans segja þeir. Bankarnir vilja fá meira af peningum til að sólunda í vitleysis fjárfestingar á eigin vegum og annarra. Nú er það flókið því vondir útlendingar hafa misst trú á snillingunum […]

Fimmtudagur 13.03 2008 - 23:58

Djöfullinn danskur…

Ég er oft spurður um það af hverju ég virðist ekki þola helstu útrásarhetjur Íslands. Þreytist helst ekki á að tala um að þessir stórlaxar flestir hafa nú komið efnahag fyrirtækja sinna og reyndar hagkerfinu okkar á kaldan klaka með fulltingi bankanna. Og flestir þegja þunnu hljóði. Hannes Smárason var einn af hinum ósnertanlegu. Ósigrandi […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur