Færslur fyrir september, 2008

Þriðjudagur 30.09 2008 - 00:32

Er ríkisstjórnin skúrkurinn í málinu?

það er ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður. Skiptir í raun engu hvort um góða tíma er að ræða eða slæma. Nú eru slæmir tímar og bankar ramba á barmi gjaldþrots um allan heim. Útlitið er hreint ekki gott og krafan um að stjórnvöld geri eitthvað í málinu hefur verið hávær mjög. Fjölmiðlamenn hafa farið hamförum […]

Mánudagur 29.09 2008 - 10:20

Upphafið að endinum?

Það hefur verið þannig hér að margir hafa trúað því að Jón Ásgeir væri ósigrandi. Fjármálaséní sem ekkert biti á. Reyndar hafa verið örfáir efasemdarmenn. Þeir hafa að jafnaði verið afgreiddir sem fávitar eða viljalaus verkfæri í höndum geðveiks manns sem heitir Davíð Oddsson. Þeir eru nefnilega merkilega margir sem halda að allt snúist um […]

Sunnudagur 28.09 2008 - 14:32

Meira um Jóhann.

Hann heldur áfram farsinn um Jóhann Benediktsson. Maðurinn veður áfram og sér samsæri í öllum hornum. Öll embætti sem hann þurfti að hafa samskipti við og þeir sem þar vinna hreinlega höfðu ekkert betra við tímann að gera en að leggja stein í hans götu. Hversu trúverðugt er það? Þetta er ekki í fyrsta skipti […]

Laugardagur 27.09 2008 - 18:05

Sigurvegarinn Heimir.

FH var rétt í þessu að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ég sjálfur hefði vel getað unnt Keflavík að vinna þetta mót. Þeir voru frábærir eiginlega allt mótið og stórskemmtilegir. Kannski má segja að þeir hafi tapað mótinu frekar en að FH hafi unnið. Keflvíkingar virtust fara á taugum þegar þeir voru komnir í dauðafærið… Ég […]

Laugardagur 27.09 2008 - 00:10

Sýslumannsraunir.

Er ég eini maðurinn sem læt sleifarlag í opinberum rekstri fara í taugarnar á mér? Embættismenn virðast sumir halda að skattarnir okkar standi þeim til boða eins og þeim sjálfum kann að henta hverju sinni. Aftur og aftur, ár eftir ár lufsast menn áfram og láta eins og fjárveitingar og rekstrarrammi sé eitthvað ofan á […]

Þriðjudagur 16.09 2008 - 18:31

Taktleysi.

Ég þyki fremur ferkanntaður maður. Fer ekkert sérstaklega mikið út fyrir kassann. Reglur eru reglur og undantekningar fáar. það er oftast best í opinberri stjórnsýslu því þá aukast líkurnar á gagnsæi og að allir séu jafnir. Þess vegna hlýt ég að skilja vel að Árni fjármála hafi nú kært ljósmæður. Augljóst virðist að þær hafi […]

Þriðjudagur 16.09 2008 - 18:02

Fréttastjórablús.

Ég botnaði hvorki upp né niður þeirri ákvörðun 365 á sínum tima að láta Denna hafa fréttastofuna. Hann var þá blogggasprari eins og ég og margir og umdeildur nokkuð. Auk þess framsóknarmaður sem er að jafnaði verra… Ég man vel hvar ég var þegar flogið var á turnana tvo. Man einnig vel hvar ég var […]

Sunnudagur 14.09 2008 - 12:41

Enn um Ögmund.

Ég hef auðvitað aldrei skilið Ögmund Jónasson til fullnustu. Geri mér þó grein fyrir því að hann er ekki illa innrættur og eldhugi er hann klárlega. Hann er núna að þrasa við Sigurð Kára í silfri Egils um þá ákvörðun Ögmundar að misnota sjóði BSRB í pólitískum tilgangi. Ögmundur skilur alls ekki þessa umræðu. Ekki […]

Sunnudagur 14.09 2008 - 12:33

Slagsmál fyrirliðans.

Hermann Hreiðarsson fyrirliði landsliðsins í fótbolta er einstakur náungi. Glerharður og skemmtilegur eins og Vestmannaeyingar eru almennt. Veit ekki um nokkurn mann sem ekki ber mikla virðingu fyrir Hermanni. Hress og hreinskiptinn og baráttumaður umfram allt. Eitthvað svo mikið Íslenskur hann Hemmi. Frægur fyrir uppátæki sín og ærsl. Lífið og sálin í hverjum hópi. Þorgrímur […]

Fimmtudagur 11.09 2008 - 12:24

Amatörismi hjá rúv.

Horfið á landsleikinn við Skotland í gær. Get vart orða bundist því starfsmenn íþróttadeildar rúv allt að þvi eyðilögðu leikinn. Þeir lýstu nær eingöngu störfum dómarans og ég leyfi mér að fullyrða að leitun sé að sjónvarpsstöð sem býður upp á svona amatörisma. Getur verið að rúv ætli að bjóða upp á það í framtíðinni […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur