Færslur fyrir mars, 2010

Miðvikudagur 31.03 2010 - 09:41

Þögull eigandi 365

Ingibjörg Pálmadóttir útskýrir hlutafjáraukningu 365 í viðtali og fer þar á kostum. Hún vinnur eftir hinni nýju línu „ykkur kemur það ekki við“. Nú eru hluthafar 365 þöglir eins og það er kallað og hafa engin áhrif og skiptir því ekki máli hverjir þeir eru. Getur einhver hjálpað mér að skilja þessa röksemdafræði? Fyrir þá […]

Mánudagur 29.03 2010 - 10:54

Pirringur Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir hefur auðvitað rétt fyrir sér þegar hún lýsir VG sem óstjórntækum. Hún er að burðast með ráðherra sem eru andsnúnir meginstefnu stjórnarinnar í stórum málum. það getur ekki verið auðvelt en kemur þetta nokkrum á óvart? VG þykir eðlilegt að hver maður gati haldið í sérafstöðu í stórum málum og smáum og sett […]

Fimmtudagur 25.03 2010 - 10:41

Okkur kemur þetta nefnilega við

Líklega er það bara rétt hjá Jóni Ásgeir að okkur kemur bara ekkert við hvað hann er að dunda sér svona dags daglega í sínum viðskiptum. Hann fer sínu fram og stjórnmálamenn honum vinveittir og bankafólk dansar skuldadansinn og sendir okkur reikninginn. Og spurningar um eignarhald hans á bónus og fjölmiðlum og nýjustu trixin þar […]

Mánudagur 22.03 2010 - 12:34

Afneitun Icesave krossfaranna

þeir ætla ekki að gefast upp snillingarnir sem gerðu Icesave samninginn. Steingrímur Sigfússon borgar Indriða H. laun og er því ábyrgur fyrir orðum hans. Mikið óskaplega eru þessir menn óheppnir með þjóðina sem ekkert skilur. Ekki er hægt að greina á milli skoðana Indriða og Steingríms í þessu blessaða máli og áhugavert að að heyra […]

Sunnudagur 21.03 2010 - 13:34

Stórnarandstaðan er ekki vandinn

Tveir glæsilegir og skeleggir fulltrúar VG voru í silfri Egils í dag, Grímur Atlason og Halla Gunnarsdóttir. Þar var rætt um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi minnkandi vinsælda hennar. Viðkvæðið er alltaf það sama, Vandinn er svo stór og hann er öðrum að kenna. Og svo er talað um stjórnarandstöðuna. Hún er þetta og hitt og […]

Þriðjudagur 16.03 2010 - 16:45

Ólund Steingríms J

Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera Steingrímur J. Sigfússon. Karlinn er orðinn önugur á leiður og ríður um héröð forn í skapi og skammar allt og alla fyrir allt og ekkert. Engan skyldi undra…. Hann tók við þröngu búi og sagðist hafa lausnir til að bjargar en þær hefur hann að […]

Föstudagur 12.03 2010 - 15:49

Fólkið sem tekur ákvarðanirnar

það virðist margt skrýtið í gangi þessar vikurnar og mánuðina. Sumt skilur maður eins og ég hreinlega ekkert í. Ég trúi því til dæmis ekki að þeir sem stýra landi og þjóð pólitískt séu verr úr garði gerð en annað fólk. Samt skil ég sumt bara alls ekki… Og allt góða fólkið sem stýrir bönkunum […]

Þriðjudagur 09.03 2010 - 13:11

Auðir stjórnmálamenn og ógildir

Hvurslags stjórnmálamenn eru það sem taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum? Hvernig má það vera að fjölmiðlamenn séu hlaupandi menn uppi út um allan bæ til að draga upp úr þeim hvort þeir hafi mætt og þá hvaða skoðun þeir hafi haft? Icesave málið er eitt erfiðasta mál þingsögunnar og þjóðin hefur stórar skoðanir á því […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 14:00

Af hverju breyttist samningsstaðan?

Líklega hef ég aldrei augum litið dapurlegri og rasskelltari stjórnmálamenn en Steingrím og Jóhönnu í sjónvarpi allra landsmanna í gærkvöldi. Þarna stóð fólkið sem hafði barið á þjóðinni í heilt ár með Icesave samningnum að reyna að lesa út úr niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Jóhanna hélt áfram að svívirða þjóð sína og Steingrímur var úti á þekju […]

Föstudagur 05.03 2010 - 18:33

Jóhanna talar í Speglinum

Ég var að enda við að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur í útvarpi allra Samfylkingarmanna, speglinum á rás 2, Þar fór hún á kostum og hélt áfram rausi sínu um markleysu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ég spái því að hegðun stjórnarflokkanna í þessu máli nú síðustu daga muni fá algera falleinkunn þegar sagan verður skrifuð og í raun er […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur