Færslur fyrir maí, 2008

Föstudagur 30.05 2008 - 17:34

Guðmundur þreytir…

Af einhverjum undarlegum ástæðum sat ég fyrir framan kassann nú síðdegis og horfði á landsleik í handbolta. Við erum í einni af fjölmörgum forkeppnum fyrir eitt af fjölmörgum stórmótum í handbolta. Við spiuðum við Argentínu áðan. Þeir kunna ekki handbolta. Allir vita það og allir vissu að við myndum vinna leikinn. Og sagan kennir okkur […]

Mánudagur 26.05 2008 - 09:53

Vændið.

Vændi hefur aukist. Atli Gíslason segir það og þetta veit hann af því að hann hefur talað við lögreglumenn. Mjög vísindalegt og stæðist örugglega fyrir dómi. Annars vill ég alls ekki að menn skilji mig þannig að mér finnist Atli slæmur maður eða illa úr garði gerður. Mér finnst nefnilega allt annað en það. Augljóslega […]

Mánudagur 26.05 2008 - 09:01

Guðjón fríkar út.

Það væri synd að segja að þeir fari með friði Skagamennirninr allir þessa dagana. Auðvitað getur fokið í þann þjóðflokk eins og aðra. Varla er hægt að svipta menn skapgerð sinni eða skerða tjáningarfrelsið? Guðjón Þórðarsson er af þeirri tegund manna sem gernýtir sér rétt sinn til skoðana. Hann er gjarnan alveg við jaðarinn og […]

Fimmtudagur 22.05 2008 - 16:24

Afleiðingar hvalveiða.

Margir hafa áhyggjur af hvalveiðum okkar. Allskonar viðskiptalegar ástæður. Hvalaskoðun í uppnámi og ég veit ekki hvað. Útlendingar svefnvana og hættir að borða matinn okkar og ferðast hingað. Þetta hefur heyrst áður enda snýst jörðin um það hvað við erum að aðhafast. Brúnaþungir menn hafa meira að segja bent á að þetta geti spillt verulega […]

Fimmtudagur 22.05 2008 - 08:44

Árni og innflutta grænmetið.

Dagurinn hófst á því að hlusta á Árna Johnsen. Hann var í útvarpinu. Þar upplýsti hann okkur um að hann vissi 100% um það að menn væru að flytja hér inn grænmeti frá svæðum sem við vildum ekki versla við og merkja sem íslenskt og selja. Þetta veit Árni og hann veit líka að þetta […]

Miðvikudagur 21.05 2008 - 14:15

Kompás.

Kristinn Hrafnsson kompás maður átti í gær viðtal við eina af þeim konum sem voru misnotaðar af Guðmundi í byrginu. Kristinn hefur áður tekið viðtal við hana. Skil ekki hver tilgangur Kristins er eiginlega í þetta skiptið. Ekkert nýtt er hér á ferðinni og fáum dylst að stúlkunni líður mjög illa fyrir framan vélina. Greinilega […]

Þriðjudagur 20.05 2008 - 12:22

Hrefnuveiðar.

Þá eru bretar fúlir vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða okkar. Sendiherrann hefur tekið að sér að vera fúll og tilkynnt það. Stórfínt hjá honum þó mér detti ekki í hug að veiðar okkar hafi nokkur áhrif á stofnstærð hrefnunnar. Ekki frekar en að fáránlegar snobbrefaveiðar breta skipti neinu máli. Þær eru bara ógeðfelldar. Kannski dugar það til […]

Föstudagur 16.05 2008 - 22:02

Grensás.

Þannig er mál með vexti að ég hef varið drjúgum tíma hjá veikum föður mínum undanfarna mánuði og nú síðast á grensás, sem er endurhæfingastöð hér í bæ. Það er mögnuð lifsreynsla að koma þangað. Óska að sjálfsögðu engum að þurfa þess en ég get fullyrt fyrir mig að ég er ekki verri maður eftir. […]

Föstudagur 16.05 2008 - 09:54

Magnús Þór.

Kannski er það er bera í bakkafullann lækinn að ætla að nenna að hafa skoðun á Magnúsi Þór og hans framgöngu almennt, en læt það samt eftir mér. Stjórnmálamenn hvorki eiga né þurfa að vera eftir einhverri fyrirfram gefinni forskrift. Þeir hljóta að vera eins misjafnir og þeir eru margir og ekki hafa þeir svindlað […]

Fimmtudagur 15.05 2008 - 11:27

Fúlt er að falla úr meirihluta.

Um hvað snúast stjórnmál eiginlega? Eitt og annað líklega en þau ættu að snúast um málefni. Fólk sem er á sömu blaðsíðunni tekur sig saman og fer í samstarf um góða hluti. Þetta er ekki flókið. Svo koma inn í jöfnuna allskonar hlutir eins og persónulegur metnaður og græðgi af ýmsum toga sem fylgja dýrategundinni. […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur