Miðvikudagur 21.05.2008 - 14:15 - 3 ummæli

Kompás.

Kristinn Hrafnsson kompás maður átti í gær viðtal við eina af þeim konum sem voru misnotaðar af Guðmundi í byrginu. Kristinn hefur áður tekið viðtal við hana.

Skil ekki hver tilgangur Kristins er eiginlega í þetta skiptið. Ekkert nýtt er hér á ferðinni og fáum dylst að stúlkunni líður mjög illa fyrir framan vélina. Greinilega ráðvillt og úti á þekju. Mér finnst nánast eins og Kristinn sé að nýta sér fremur bágt ástand hennar til að búa til sjónvarp.

Er alls ekki að skattyrðast þó að málið sé ryfjað upp ef menn vilja. Væntanlega er einhver forvörn í því þó ég hafi stundum á tilfinningunni að menn velti sér full mikið upp úr smáatriðum málsins í sjónvarpi.

Er ekki nóg komið? Við getum ef við viljum fjallað um þá sem brjóta af sér og tekið við þá viðtöl og sýnt myndir. Fórnarlömbin þurfa kannski ekki endilega á þannig meðferð að halda.

Meðferðin sem þau eiga að fá fer ekki fram í sjónvarpi.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Sammála. Þarna kom ekkert nýtt fram. Það er verið að misnota blessaða stúlkuna einu sinni enn.Skammarlegt. En um svona lagað snýst fjölmiðlun á Íslandi í dag.

  • Anonymous

    Lærðir þú orðið skattyrðast í dag af pistli Stefáns Hilmarssonar?Vilt þú að þáttagerðamenn hringi fyrst í þig og spyrji leyfis á viðtali áður en hringt er í þá viðmælendur sem sóst er eftir hverju sinni?

  • það er þetta með nafnleysið. Og af hverju menn finna sig í því að að svara pistlum sem þeir augljóslega skilja ekkert í.Ég kannski hringi í þig næst þegar ég voga mér að hafa skoðun opinberlega! En þá komum við aftur að nafnleysinu…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur