Færslur fyrir júní, 2009

Miðvikudagur 24.06 2009 - 22:04

Icesave: Upptaktur að stóru deilunni um ESB.

Litlu máli virðist skipta hvort menn vilja borga Icesave reikningana eður ei eða hvort menn telja að við „verðum“ að borga þá eða ekki. Lúsaleitun virðist að þeim manni sem trúir því í fullri alvöru að samkomulagið sem Svavar Gestsson kom með heim sé nothæft. Sem fyrr stendur Samfylking straurblind og sér ekkert annað en […]

Föstudagur 19.06 2009 - 13:53

Niðurrifsmaðurinn.

Margir segjast hafa skilning á hegðun niðurrifsmannsins á Álftanesi. Ég tilheyri ekki þeim hópi. Vissulega er þetta afgerandi yfirlýsing á reiði og afdráttarlaus en við hljótum að fordæma svona háttarlag. Hér hefur skynsemin verið skilin frá annarri hugsun. En kannski trúa margir því að hennar sé bara ekki þörf á þessum tímum og hugsanlega vilja […]

Föstudagur 19.06 2009 - 09:50

Rétttrúnaðurinn.

Ritsjóri fréttablaðsins skrifar pistil þar sem hann vogar sér að hafa skoðanir á Evu Joly. Og það er eins og við manninn mælt. Hver stjörnubloggarinn á fætur öðrum fyllist heilagri vandlætingu. Ég spyr. Af hverju má Jón Kaldal ekki hafa þessa skoðun á konunni? Er nóg að afgreiða skoðanir hans með því einu að hann […]

Fimmtudagur 11.06 2009 - 16:53

Steingrímur og Icesave viðsnúningurinn.

Varla er sjón að sjá Steingrím Sigfússon þessa dagana. Hann situr uppi með Icesave vandræðin og finnur sig í þeirri geggjuðu stöðu að tala og gera akkúrat það sem hann taldi nánast landráð fyrir ekki mjög mörgum vikum síðan. Og aldrei þessu vant… ..gengur mér ekkert að trúa á sannfæringuna hans. Þótt ég sé í […]

Mánudagur 08.06 2009 - 10:18

Icesafe, er tvístígandi….og þó.

Ég er að reyna að átta mig í Icesafe málinu. Spurningin um það hvort við eigum að borga eða ekki er nánast heimspekilegar vangaveltur þvi góð og gild rök virðast hníga til beggja átta. Auðvitað er gersamlega óþolandi að lenda í því að borga skuldir óreiðumanna erlendis…. Það held ég að enginn geri glaður í […]

Föstudagur 05.06 2009 - 12:54

Bakari fyrir smið?

Hvurslags fyrirtæki er þessi seðlabanki eiginlega? Engu skiptir hvort þar ríkir Davíð eða norskur. Eða að Jóhanna skipi nefnd valinkunnra til að ráða ferðinni. Alltaf skal þessi banki komast að ómögulegri niðurstöðu. Og alltaf hefst sami söngur hagsmunaaðila sem helst vilja telja okkur trú um það að í þessum banka vinni helst bjánar sem ekkert […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur