Færslur fyrir september, 2010

Fimmtudagur 30.09 2010 - 15:43

Að standa í lappir

Sjálfstæðisflokkurinn stóð sem betur fer í lappirnar í atkvæðagreiðslunni á þriðjudag. Þar héldu menn sig við grundvallarniðurstöðu í málinu áháð því hvort flokksmenn áttu hlut að máli eður ei. Samfylkingarfólk sumt telur að þarna hafi flokksagi ráðið og þingmenn ekki kosið eftir sinni sannfæringu. Kannski það… Ég held þó ekki. Það var og er samfella […]

Fimmtudagur 30.09 2010 - 15:24

Ég hef haldið því fram allt frá því að þessi guðsvolaða ríkisstjórn tók við að næsta ríkisstjórn yrði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mörgum svelgist hreinlega á þegar þetta er nefnt og þurfti ekki skandalinn á alþingi í gær til. En þetta er nú samt verkefnið hvað sem hver segir. Það er öllum ljóst að ríkistjórnin er […]

Miðvikudagur 29.09 2010 - 16:33

Þær eru margar kenningarnar sem verða smíðaaðar í kringum atkvæðagreiðsluna frá því í gær og þær verða flestar ef ekki allar ættaðar frá fólki sem vill reyna að deyfa hlut Samfylkingarinnar. Andri Geir Arinbjarnason

Miðvikudagur 29.09 2010 - 12:07

Uppgjöri klúðrað

það hefur verið óhemju áhugavert að sjá og heyra þingmenn Samfylkingar reyna að selja hugmyndafræðina á bak við atkvæðin sín í gær. Önnur eins afhjúpun hefur ekki sést í sögunni og er þó af ýmsu að taka. Skúli Helgason vill líklegast bara leggja landsdóm niður en þó ekki fyrr en hann hefur sent einn mann […]

Þriðjudagur 28.09 2010 - 23:20

Afleikur Samfylkingar

Það var augljóst frá upphafi að alþingi myndi ekki geta unnið í landsdómsmálinu af neinni reisn hvorki pólitískri né persónulegri. Nú eftir atkvæðagreiðsluna er dauðaþögn. Góður maður og reyndur sagði mér að svona myndi þetta fara. Ég hélt í mínum barnaskap að meira að segja Samfylkingin hefði ekki svona aðferðir í vopnabúri sínu. Ég held […]

Þriðjudagur 28.09 2010 - 18:43

það fór eins og ég spáði. Löggjafarþingið pikkfast í klóm framkvæmdavaldsins setti alvarlega niður við atkvæðagreiðsluna yfir fjórmenningunum. Þeir sem héldu að ríkisstjórn búsáhaldanna myndi leiða okkur inn í nýtt Ísland hljóta að vera með böggum hildar. Margir munu sjálfasagt telja það sigur að Geir verði ákærður fyrir landsdóm þó ég hafi mínar stóru efasemdir. […]

Föstudagur 24.09 2010 - 17:44

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar telur að ríkisstjórnin sem hún styður hafai ekkert við Sjálfstæðisflokk Bjarna Ben að gera. Ólína telur stjórnina eiga mörgum stórum og miklvægum verkum ólokið og ekki verður betur séð en að Ólína telji að þessi ríkisstjórn sé fær um það. Það alvarlegasta í þessu er að Ólína er ekki að grínast […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 22:52

Tækifæri VG

Hversu mikil þarf pólitísk örvæntingin að vera til þess að Jóhanna Sigurðardóttir taki þá ákvörðun að snúa baki við vikugömlum skoðunum sínum og leggjast á augabragði eins og maðurinn sagði gegn Atla nefndinni og allri hennar vinnu? Hversu hryllilegt er ástandið innandyra í Samfylkingunni? Helmingurinn sem mætti til að hlýða á Ingibjörgu ræður í dag? […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 22:42

það sýnir hversu örvænting Jóhönnu Sigurðardóttur er stórfelld að hún skuli taka 100% Reykás snúning á einni viku og snúa baki við Atla nefndinni og stofna samtarfinu við VG í hættu. Samfylkingin er 5 mínútum frá því að springa í loft upp vegna málsins og því litlu að tapa að reyna að traðka á VG […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 22:21

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fædd í gær. þegar hún tók algera kúvendingu í afstöðunni til vinnu Atla nefndarinnar vissi hún vel að í venjulegu árferði væri slíkt politískt sjálfsmorð og ávísun á stjórnarslit. En hér er ekkert venjulegt árferði þegar kemur ríkisstjórninni og prinsippum. Steingrímur Sigfússon neitar hreinlega að taka afstöðu til fyrirskipana Jóhönnu um […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur