Miðvikudagur 29.09.2010 - 12:07 - Rita ummæli

Uppgjöri klúðrað

það hefur verið óhemju áhugavert að sjá og heyra þingmenn Samfylkingar reyna að selja hugmyndafræðina á bak við atkvæðin sín í gær. Önnur eins afhjúpun hefur ekki sést í sögunni og er þó af ýmsu að taka.

Skúli Helgason vill líklegast bara leggja landsdóm niður en þó ekki fyrr en hann hefur sent einn mann þangað áður. Hvernig verður þetta toppað? Liðið sem sendi Geir fyrir landsdóm er nú það alharðasta í því að það fyrirbrigði sé ónýtt…

Pólitísk fötlun og vandræðaástand á klíku núverandi og fyrrverandi formanns flokksins voru sett öllu öðru ofar. það átti að „róa“ þjóðina eins og leiðtoginn orðaði það en þó bara þannig að hinir yrði ákærðir. Reynsluleysi og skammtímahugsun réði aðgerðum og nú er of seint í rassinn gripið og verður afar skemmtilegt að fylgjast með spunanum sem hreinlega hlýtur að fara í gang svo lýðurinn gleymi þessu máli.

það mun ekki duga því margir trúðu því í raun og veru að Samfylkingin meinti það sem hún segir. Það fólk er nú orðlaust og þögult. Það fólk finnur að núna var of langt gengið og að málsstaðurinn sem átti að vera uppgjör við hrunið hefur beðið mikinn skaða.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur