Færslur fyrir september, 2011

Fimmtudagur 29.09 2011 - 17:12

Kjarabaráttutaktíkin

Ég hef eins og margir samúð með lögreglumönnum í þeirra kjarabaráttu. Óhemjuerfitt starf og mikilvægt að vel takist til og að þeir sem líklegastir eru til þess að standa sig fáist til starfans. Einn mikilvægur þáttur í því eru kjörin. Lögreglumenn hafa mikinn meðbyr núna og slagkraftur í baráttunni. Ekki ósvipað og var með leikskólakennara. […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 16:54

Birgitta Jónsdóttir þingmaður birtir í dag bréf frá forseta alþingis þar sem hún fer þess á leit við þingmanninn að hún leiðrétti þau ummæli sem hún hefur haft uppi á facebook um það af hverju einn tími er valinn umfram annan til að setja næsta þing. Sumir gætu litið svo á að þarna væri forseti […]

Mánudagur 26.09 2011 - 14:19

Björn Valur og rökræðan

Björn Valur Gíslason er magnaður kall. Honum skolaði til þings síðast þegar kosið var og kann að vekja athygli á sér. Það gerir hann að jafnaði með kjafthætti og stóryrðum og bætir sér að jafnaði upp málefnafátækt með þeim hætti. Nú má ekki gera neitt án atbeina stjórnmálamanna. Allt skal ríkisrekið. Björn Valur telur þá […]

Fimmtudagur 22.09 2011 - 09:34

VG

Steingrímur VG formaður hefur dansað geggjaðann línudans allt þetta kjörtímabil. Þessi hrunadans hefur gengið út á það að reyna að halda VG saman. Að flokkurinn leysist ekki upp í frumeindir en það þyrfti VG einmitt að gera og mun líklega gera. Öllu hefur verið til fórnað svo Steingrímur geti verið ráðherra. Lengi vel afneitaði formaðurinn […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 16:33

Orðið á götunni

Nú er þeim skemmt. Þeim vinstra megin er vel skemmt vegna þess að Hanna Birna er að daðra við að bjóða sig fram gegn Bjarna Ben. Orðið á götunni á eyjunni upplýsir um taugatitring í þingliði flokksins og pirringi. Ég veit ekkert um þann titring eða pirring þannig séð en eitthvað væri nú dauft yfir […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 15:25

Enn um Ólaf Ragnar

Ýmsir Sjálfstæðismenn og auðvitað fleiri eru giska kátir með þrasið sem nú stendur milli gömlu vinanna vinstra megin, forsetans og allra hinna sossanna. Mönnum sárnar og þykir sem Ólafur Ragnar hafi svívirt bræðralagið þegar hann gékk í lið með hinni óverðugu stjórnarandstöðu hægra megin í þingsalnum. Þannig gera menn bara ekki. Þar held ég reyndar […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 17:31

Hefnd Bubba réttlæti þjóðar.

Hvað er hægt að segja um nýjustu færslu þjóðfélagsrýnissins Bubba Morthens? Þráhyggja dugar hvergi nærri til þessa að lýsa því hvað þarf til svo draga megi þær ályktanir sem Bubbi dregur þar. Ég hef áður sagt að ég ætla rétt að vona að karlanginn fái greitt fyrir þessar skoðanir því öðrum kosti er freistandi að […]

Mánudagur 12.09 2011 - 22:17

Sagan af afglöpunum tveimur

Ólafur Ragnar gat auðvitað ekki annað en brugðist við því írafári sem verð í kjölfar ummæla hans um ríkisstjórnina og Icesave. Því þótt forsetinn hafi farið duglega út fyrir það valdsvið sem ég hef alltaf haldið að hann hefði þá er ekki hægt að neita því að hann fer ekki með fleipur þegar hann ryfjar […]

Mánudagur 12.09 2011 - 17:08

Eru samskipti forsætisráðherra við forseta Íslands einkamál Jóhönnu Sigurðardóttur? þegar hún er spurð

Miðvikudagur 07.09 2011 - 19:39

Spunameistarar

Nú þegar taugaveiklunarstigið í stjórnmálunum er að ná ótrúlegum hæðum fá spunameistarar aukinn tilgang. Spunameistarar eru merkilegur hópur skákhugsandi huldumanna sem halda sig til hlés í bakherbergjum að mestu þó vissulega séu til dæmi um stjórnmálamenn sem hafa gaman að spunasmíðum og bakherbergjaklækjum. Össur telur þetta sér til tekna grunar mig og stærir sig af […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur