Færslur fyrir janúar, 2009

Miðvikudagur 28.01 2009 - 00:38

Vantar okkur hryðjuverkalög?

Hvernig væri að við kæmum okkur upp hryðjuverkalögum til að geta komið lögum yfir þá menn sem áttu bankana gömlu? Sú hugsun kemur æ oftar upp í huga mér hvort það séu kannski einu lögin sem geta náð yfir starfsemi þeirra. Nánast daglega berast fréttir af ótrúlegum æfingum þessara manna. Og flutning peninga í reiðufé […]

Þriðjudagur 27.01 2009 - 17:21

Réttindi opinberra embættismanna.

Væri það ekki verulega skemmtilegt ef Davíð þyrfti að leita til BSRB til að verja rétt sinn til vinnu?! Les það á vísi að hugsanlega sé flókið að víkja kallinum frá enda ekki hlaupið að því að losna við opinbera starfsmenn. Mér hefur lengi fundist að við þurfum að breyta þessu. Af hverju þurfa opinberir […]

Þriðjudagur 27.01 2009 - 11:33

Forseti á villigötum.

Stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson ríður nú húsum á Bessastöðum. Í gær fabúleraði hann um það hvernig ríkisstjórn hér ætti að vera samansett og hvað hún ætti að leggja til grundvallar. Ég minnist þess ekki að neinn hafi óskað eftir því áliti hans eða leiðbeiningum. Hann var ekki kosinn til þess að vera pólitískur forseti. Vel […]

Mánudagur 26.01 2009 - 18:59

Eitt er að hætta í ríkisstjórn….

…..annað að rugla svona um ástæðurnar. Núna er rifist um það hver ber ábyrgð á fjörbroti ríkisstjórnarinnar. Eitt er þó víst og það er að Samfylkingin hefur verið gersamlega heillum horfin og hver maðurinn á fætur öðrum vaðið uppi seint og snemma með allskonar skoðanir bæði á samstarfinu og samstarfsflokknum. Þetta er óumdeilt og hefur […]

Mánudagur 26.01 2009 - 13:11

Ekkert annað í stöðunni.

Þá er það orðin staðreynd. Geir hefði átt að fara að mínum ráðum og slíta þessu samstarfi við Samfylkingu í síðustu viku. Enda var ekkert samstarf orðið lengur. Stjórnlaus Samfylkingin talaði út og suður um stjórnarslit þvert á formanninn sem ekki var til staðar. Það eru engin vinnubrögð. Liðið fór á taugum með þungaviktarmenn í […]

Fimmtudagur 22.01 2009 - 10:23

Geir sliti stjórnarsamstarfinu.

Hvernig stjórnmálaflokkur er Samfylking? Formaður flokksins segir eitt og gerir á meðan baklandið brennur og sendir frá sér yfirlýsingar sem eru úr allt annarri átt. Ráðherrar jafnvel heimta, að vísu undir rós sumir, stjórnarslit og kosningar. Af hverju Geir tekur ekki af skarið og krefur flokkinn um eina afstöðu er mér fyrirmunað að skilja. Þetta […]

Fimmtudagur 22.01 2009 - 08:43

Mótmælunum rænt.

Varla þarf það að koma nokkrum manni á óvart að ofbeldis og óróaseggir skuli hafa lagt hald á málsstað þeirra sem vilja kosningar og nýja ríkisstjórn. Af hverju söngvaskáldið góða og forystumenn stjórnandstöðunnar fordæma ekki framkomu og hegðun þess fólks er mér fyrirmunað að skilja. Það sem verst er að líklega mun þetta fólk þakka […]

Miðvikudagur 21.01 2009 - 10:24

Lögreglan er ekki vandamál.

Sit hér og velti því fyrir hvernig fólk getur komist að þeirri niðurstöðu eftir mótmæli síðasta sólarhrings að lögreglan sé vandamál. Það er gersamlega fáránlegt að tala þannig um störf lögreglunnar. Hvernig strúktúr vill þetta fólk hér? Snúast mótmæli um að óhlýðnast tilmælum lögreglu? Um að slást við hana og sletta á hana skyri. Um […]

Miðvikudagur 14.01 2009 - 18:40

Ærandi þögn.

Hún er mun háværari dauðaþögnin bæði hjá fjölmiðlum og bloggurum en meira að segja ég átti von í kjölfar yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar um hinar meintu hótanir. Sjaldan hafa jafn margir staðið eftir berrassaðir. Skítt með það þó bloggarar og þeir sem gera athugasemdir við blogg séu orðlausir í vandræðum sínum en ekki veit ég af […]

Þriðjudagur 13.01 2009 - 18:17

Heiðursmaðurinn Ingibjörg Sólrún.

Einmitt það. Nú verður gaman að fylgjast með fólkinu sem var byrjað að steikja Guðlaug Þór yfir hægum eldi vegna meintra hótana í garð stjórnsýslufræðingsins sem ekki vildi upplýsa okkur um hver hótaði. Nú kemur barasta í ljós að það sem hún segir hótanir eru sögð vinkonuráð úr munni ráðherra. Hverjum á maður að trúa? […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur