Fimmtudagur 22.01.2009 - 10:23 - 6 ummæli

Geir sliti stjórnarsamstarfinu.

Hvernig stjórnmálaflokkur er Samfylking? Formaður flokksins segir eitt og gerir á meðan baklandið brennur og sendir frá sér yfirlýsingar sem eru úr allt annarri átt. Ráðherrar jafnvel heimta, að vísu undir rós sumir, stjórnarslit og kosningar.

Af hverju Geir tekur ekki af skarið og krefur flokkinn um eina afstöðu er mér fyrirmunað að skilja. Þetta er orðinn hreinn farsi þar sem Ingibjörgu Sólrúnu virðist hreinlega hafa verið steypt af stóli. Geri mér grein fyrir því að hún getur ekki tekið fullan þátt í atburðum en ekki finnst mér mikil reysn yfir því hvernig hennar eigið fólk umgengst hana.

Á meðan á þessu öllu gengur heldur Geir bara sínu striki. Jafnaðargeðið gríðarlegt og yfirvegunin. Eitt er víst að ekki myndi ég hafa nennu til að starfa í þessu umhverfi. Nógu erfitt hlytur að vera að vinna í því neikvæða ástandi sem ríkir þó samstarfsflokkurinn sé ekki allur upp í loft.

Nú á Geir að taka frumkvæðið og slíta samstarfinu sjálfur enda ekkert samstarf lengur í boði. Það er engin uppgjöf, heldur bara raunsætt mat á stöðunni. Samfylkingin er óstjórnhæf og vill út. Þá er ekki eftir neinu að bíða.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Þetta fólk tekur við.Frelsishetjur og framtíðarleiðtogar nýja Íslands:1. Egill Helgason: gáfu-og byltingarmaður, ríkistarfsmaður og ofurbloggari sem ritskoðar allt sem truflar hann og byltinguna.2. Hörður Torfason: Tónlistar-og byltingarmaður3. Jónína Benediktsdóttir: athafna-g selskapskona4. Jónas Kristjánsson: fyrrum ritstjóri DV og byltingarmaður5. Helga Vala: námsmaður og móðir ársins 20096. Steingrímu J. Sigfússon: atvinnustjórnmálamaður og atvinnumótmælandi7. Jón Gerald Schullenberger: athafnamaður, vikadrengur og dæmdur fjárglæframaður8. Einar Már Guðumundsson: rithöfundur og anarkisti9. Bubbi Morthens: tónlistarmaður, fjárfestir (sem tapaði) og hugsuður10. Magnús Þór Hafsteinsson: Frjálslyndur (nema gagnvart útlendingum) og heill drengur frá Akranesi sem vill einangra þjóðina gagnvart útlendum áhrifum…11. Álfheiður Ingadóttir: Vinstri Græn, ofurmótmælandi og anarkisti með skoðanir á öllu og lausnir á hreinu…12. Ísak Harðarson: Byltingarsinni og misskilið skáld.13. Frú Vigdís Finnbogadóttir (tilnefnd af Agli): fyrrverandi forseti en núverandi styrkþegi á kostnað skattborgara (sem fer fækkandi).14. Njörður P NjarðvíkVantar fleiri frelsishetjur, bræður og systur, sem þjappað hafa þjóðinni saman síðan kerfishrunið varð.

  • „Á meðan á þessu öllu gengur heldur Geir bara sínu striki. Jafnaðargeðið gríðarlegt og yfirvegunin“Stundum þarf ég að hafa mikið fyrir því að minna mig á að þú sért fínasti náungi 😀

  • Anonymous

    Það var gaman að sjá þegar Sigmar spurði þennan Geir af því hvort hann væri ekki bara að taka hagsmuni flokksins fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, maður sá það vel á þessum Geir að þetta kom við hann og hann vissi upp á sig sökina. Þið þessi 14% sem enn eruð að styðja við bakið á Íslandsmeistaranum í spillingu Sjálfstæðisflokkum eruð ótrúlegt lið, er ykkur alveg sama þó þið styðjið flokk sem ekki bara bjó til umhverfi sem varð til þess að þjóðin fór á hausinn, hedur bjó þessi flokkur til fiskveiðikerfi sem hafði í sér innbyggðan hvata svo menn hrifsuðu úr greinni allan þann pening sem þar var að finna og nú er svo komið að sjávarútvegurinn skuldar 160 miljarað og stendur ekki undir sér nema fá allt nuiðurfellt. Þetta er sá glæsilegi árangur sem þessi 24% þjóðarinnar er að styðja. Ömurlegt lið.

  • Híhí, er þetta nú spinnið hjá Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er við það að kasta ykkur úr stjórn og það á að snúa því í að þið séuð að gefast upp á Samfylkingunni. Af hverju verðið þið þá ekki bara fyrri til og slítið þessu samstarfi? Ha?

  • Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að hann er klofinn í afstöðunni til Evrópusambandsins og getur ekki gert neitt af viti meðan barist er um það mál innan flokksins.

  • Anonymous

    Þú ert einstaklega óheppin með viðbrögð frá fólki,hvar eru allir meðbræður þínir og flokksfélar, til að bakka upp þín skif og ummæli. Sínist þetta mest vera fólk hér sem er bara meinilla við skoðanir þínar. Færð alla mína samúð 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur