Færslur fyrir júní, 2008

Föstudagur 27.06 2008 - 09:22

Álvers og virkjanafóbían.

Nú eru undarlegir tímar. það dimmir yfir og lágskýjað sem aldrei fyrr. Smátt og smátt sogast allir inn í myrkrið. Húsnæði fæst hvorki selt né keypt og bensínið hækkar og hækkar, alveg nákvæmlega eins hjá öllum, ekkert samráð þar. Okkur er sagt að ástæðan sé í raun og veru spákaupmennska. Skil ekki bransann en finnst […]

Miðvikudagur 25.06 2008 - 14:38

Dómarar.

Fékk til mín mann í stólinn, fótboltamann. Engin sérstök tíðindi en við fórum að tala um mál málanna í íþróttum; dómara. Hann sagðist hafa rekist á einn slíkan nánast á förnum vegi þar sem hann var á tali við annað fólk. þar heyrði hann manninn, dómarann, ryðja út úr sér hverjum dónabrandaranum á fætur öðrum. […]

Miðvikudagur 25.06 2008 - 13:54

Uppsagnir og eigendavandi.

Icelandair er að láta fólk fara í stórum stíl. kemur engum á óvart enda gerist þetta árlega þó þessi skammtur sé stærri en áður og horfur á endurráðningum ekki eins góðar og yfirleitt. Þetta eru hörmungar. Stórhækkað olíuverð og fækkun farþega vega hér þyngst. Ég efast að sjálfsögðu ekki um það en velti því fyrir […]

Miðvikudagur 25.06 2008 - 11:36

Hollvinir grensás og sjóvá.

Af hverju vissi ég ekki að til væru hollvinir grensásdeildar? Samtök með stjórn og alles, og formann. Sem í dag skrifar grein í moggann. Og af því að mér er málið skylt fannst mér greinin frábær. þar upplýsir hann að sjóvá lýsi sig reiðubúið að fjármagna og styrkja með beinum fjárframlögum byggingu viðbótarálmu við grensásdeild. […]

Föstudagur 20.06 2008 - 22:51

Svanur um Hannes og háskólann.

Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði skrifar pistil í fréttablaðið í dag. Hægri menn hafa aldrei og munu aldrei þola hann. Hann hefur enda aldrei þolað að hægri maðurinn Hannes Hólmsteinn kenni við hákólann. Hann hefur ræktað með sér að mér hefur fundist bæði faglega og persónulega óbeit á Hannesi. Þannig hefur díllinn verið. Hann hefur […]

Laugardagur 14.06 2008 - 10:43

EM

Einhvernvegin hélt maður að rúv myndi gera í íþróttabuxurnar í umsjóninni með útsendingum frá EM í fótbolta. það hefur ekki gerst þó ég skilji ekki hvernig hægt er að komast upp með að einoka dagskránna við fótbolta. Spjall Þorsteins Joð við Auðunn og Pétur í kringum leikina er flott. Vegna tímasleysis tekst ekki að draga […]

Föstudagur 06.06 2008 - 23:20

Spekúlasjónir um sakleysi.

Dómur er fallinn. Hef reyndar ekki lesið hann frekar en flestir aðrir sem þó vita allt um málið. Veit það þó að Jón Ásgeir slapp vel en þó ekki alveg. Skárra væri það nú eftir alla fyrirhöfnina. Ég kemst ekki hjá þeirri hugsun að það sé ekki bara O J Simpson sem hagnast á því […]

Miðvikudagur 04.06 2008 - 21:47

Hvað er mannsal?

Jón Trausti Reynisson var dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna ummæla um Geira á goldfinger. Jón Trausti var ritstjóri Ísafoldar. Hef ekki kynnt mér dóminn en sá vörn ritstjórans á stöð 2 í kvöld. Mannsal og mafíustarfsemi eru orðin tvö sem hann er hankaður á ef ég skildi manninn rétt. Hann telur dóminn gamaldags og túlkun […]

Mánudagur 02.06 2008 - 09:40

Fúll með mína menn.

Þá vitum við það. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er í ferlegum málum. Skoðanakannanir segja það. Gísli Marteinn telur að nú verði menn að bretta upp ermar og sýna kjósendum fram á að meirihlutinn vinni vel og að góðum málum. Minnti mig óneitanlega á málflutning framsóknarmanna. Þeir telja sig ekki heldur njóta sannmælis. það er einföldun. Allavega […]

Mánudagur 02.06 2008 - 09:18

Flottir Svíar.

Við erum kátir núna. Komnir á ólympíuleika í handbolta eftir frábæran sigur á Svíum. Allt gékk upp hjá okkur og tóm gleði. Sænski þjálfarinn er jafnvel enn verri en Íslenski þjálfarinn. Hann skiptir bara alls ekki inn á. það kom vel út fyrir okkur í gær. Nú sé ég það að Svíaofnæmið er í algleymi […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur