Færslur fyrir febrúar, 2010

Sunnudagur 28.02 2010 - 13:52

Þorsteinn Pálsson í silfrinu

Hrein unun er að hlusta á Þorstein Pálsson tjá sig í silfri Egils í dag. Ekki endilega bara vegna þess að ég sé sammála honum heldur er framsetning hans á málum skýr og rökstudd og stíllinn þannig að enginn ætti að móðgast eða meiðast. Alger skylda að horfa á þetta viðtal ekki síst fyrir þá […]

Laugardagur 27.02 2010 - 20:48

Ég segi nei

Auðvitað hlaut að koma að því já mennirnir létu á sér bera. þarna er ég að tala um fólkið sem ætlar að segja já við verri samning um Icesace en okkur býðst í dag. Ég er að reyna af öllum mætti að vera jákvæður í garð þeirrar ákvörðunar að segja já og fullur skilnings. það […]

Föstudagur 26.02 2010 - 13:16

Eineltið og Jóhannes stórkaupmaður

Jóhannes í bónus kemur sífellt á óvart og sjaldnast bregst hann þegar kemur þvi að reyna að bæta eigið Íslandsmet í siðleysi. Nú ku hann vera í enn einu viðtalinu í DV og fer á kostum. þar gerir hann heiðarlega tilraun til að koma óorði á orðið einelti með því að telja sig og fjölskylduna […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 11:03

Bensíngjaldið hans Steingríms

það er margt skrýtið í skattakýrhausnum. Fjármálaráðherra sem kann bara eina leið til stjórnar efnahagsmálum hvort heldur sem er í góðæri eða hallæri tjáði sig um hækkun bensíngjalds í gær. Eins og alþekkt er þá hafa áhrif af hækkun bensínverðs haft ein og aðeins ein áhrif. Dregið hefur úr neyslu og þar með tekjum af […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 13:58

Lausn á skuldavanda 101 hótel fundin

það fer furðulítið fyrir fréttinni sem fréttastofa stöðvar 2 hafði fyrsta í kvöldfréttum í gærkvöldi. þar sagði að þau heiðurshjón Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir hafi fært „eign“ sína 101 hótel á sínar persónulegu kenntölur en skilið skuldina, pínulitlar 13 þúsund milljónir eftir. Nú munu þau „eiga“ sitthvor 50% í hótelinu skuldlaust trúlega. Þetta er […]

Þriðjudagur 23.02 2010 - 16:13

Ha! Baugsmenn að ritstýra fjölmiðlum sínum??

Er það virkilega þannig að einhver hafi í raun trúað því að Hreinn Loftsson/Jón Ásgeir hafi ekki ritstýrt blöðum sínum og sjónvarpsstöðvum? það er staðreynd að sá hópur sem gékk í lið með þessum kónum gerði það af pólitískum ástæðum fyrst og síðast og í því skjóli tóku þessir menn til óspilltra málanna að misnota […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 11:27

Eftirááhyggjur Skúla Helgasonar

það var skemmtilegt leikritið sem stjórnarþingmennirnir Skúli Helgason og Lilja Mósesdóttir settu upp í þinginu í gær. þar gerði Skúli sér upp áhyggjur vegna þess hvernig Arion banki höndlar með mál Samskipa og Lilja botnaði svo atriðið og tók undir. það er kannski aukaatriði hér en þessir þingmenn tilheyra nefnilega stórnarliðinu sem gerði akkúrat ekki […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 12:00

Sóley Tómasdóttir er ekki kona

Sóley Tómasdóttir er ekki kona og reyndar enn síður karlmaður þegar hún er í prófkjöri eða að störfum í borgarstjórn. Þá er hún stjórnmálamaður eins og aðrir óháð kyni og störf hennar og framkoma lýtur sömu gagnrýni og annarra. Ekki virðist mega gagnrýna hana án þess að málsmetandi konur rjúki til og telji það beinast […]

Föstudagur 12.02 2010 - 11:30

Vill fjármálaráðuneytið ekki betri samning?

Steingrímur J er í undarlegri stöðu. Hann druslast núna með stjórnarandstöðunni í björgunaraðgerðum á Icesave samningunum. Maðurinn sem reyndi að lauma hinum glæsta samningi fram hjá þingi og þjóð og hefur eytt mánuðum í að telja okkur trú um að ekki sé annað og betra í boði. Á meðan á þessu atriði stendur er svo […]

Miðvikudagur 10.02 2010 - 13:47

Hvers vegna þrífst spilling?

Ég hef lengi verið upptekinn af því að styrkja og efla löggjafann og þingið. Stjórnmálamenn myndu alveg þola að hressa upp á ímynd sína og flokkarnir líka. Núna eru, reyndar hægt og rólega, að koma upp á yfirborðið allskonar að því er virðist undarlegir hlutir sem tengjast fjármunum og tengslum stjórnmálamanna úti í þjóðfélaginu. Ég […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur