Færslur fyrir ágúst, 2009

Laugardagur 29.08 2009 - 19:21

Gunnar Helgi talar um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Gunnar Helgi stjórnmálafræðingur tjáði sig um möguleikann á því að forsetinn skrifi ekki undir Icesave samninginn heldur skjóti honum til þjóðarinnar í fréttum í gær. Ég sit hér og reyni að botna í málflutningum og velta fyrir mér hlutleysi og fagmennsku fræðimannsins. Hann sagðist hafa lesið stjórnarskrá Dana og komst eftir lesturinn að þeirri niðurstöðu […]

Föstudagur 28.08 2009 - 20:57

Hann er mælskur hann Árni Páll.

Ég horfði á viðtal sem tekið var við félagsmálaráðherra í kastljósi. Árni Páll er um margt nokkuð ásjálegur stjórnmálamaður og honum finnst gaman að hlusta á sjálfan sig tala. Hann kemur vel fyrir sig orði en oft er þar meira magn en gæði. Í þessu viðtali hefði eiginlega þurft að texta kappann því ekki var […]

Fimmtudagur 27.08 2009 - 10:56

Jón Ásgeir finnur fé!

Þvílík gleðitíðindi!! Jón Ásgeir segist hafa fundið fé erlendis til að koma með inn í Haga. Nú er í uppsiglingu enn eitt snilldarbragðið á þjóðina og ef af líkum lætur munu fjölmiðlarnir hans dansa með af fullum styrk. Mér verður bumbult að lesa þetta og vona að svo sé hjá fleirum því þetta atriði má […]

Föstudagur 21.08 2009 - 10:52

Er Jón Ásgeir gjaldþrota?

Þeir segja að Baugur sé gjaldþrota. Hér er vist um að ræða risagjaldþrot og hlýtur það að vera eigendum Baugs mikið áfall að svona skuli hafa farið. Fyrir venjulegt fólk er gjaldþrot stórmál og áfall. En eigendur þessa fyrirtækis hafa aldrei verið venjulegt fólk. Ekki hefur mátt snerta þetta fólk eða að reyna að koma […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur