Föstudagur 05.03.2010 - 18:33 - 2 ummæli

Jóhanna talar í Speglinum

Ég var að enda við að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur í útvarpi allra Samfylkingarmanna, speglinum á rás 2, Þar fór hún á kostum og hélt áfram rausi sínu um markleysu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ég spái því að hegðun stjórnarflokkanna í þessu máli nú síðustu daga muni fá algera falleinkunn þegar sagan verður skrifuð og í raun er óskiljanlegt hvað hvetur Steingrím og Jóhönnu áfram í viðleitni sinni til að spilla fyrir.

Jóhanna hélt fína tölu um hversu mjög tafir í þessu máli væru að kosta okkur. Hún sá ekkert annað en svartnætti og endalok mannlífs. Ég hvet fólk stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar til að hlusta á þessa messu því þarna tókst henni býsna vel að upplýsa hversu mjög Icesave klúður hennar eigin stjórnar er að kosta okkur.

Þessi liðónýta ríkisstjórn hefur frá fyrsta degi verið með þetta mál í tómu rugli og engin sérstök furða að Steingrímur hafi reynt að snuða bæði þjóð og þing um að sjá samninginn á sínum tíma. það er þessi ríkisstjórn sem skipaði samninganefndina og tók þá afstöðu að verja okkur ekki. Það var engin önnur ríkisstjórn sem ákvað að hafa Indriða í sinni þjónustu.

Nú þegar við sendum alvöru samninganefnd er hægt að fá talsvert betri samning en Steingrímur taldi algerlega fullreynt með Svavarsklúðrinu á örfáum dögum. Ábyrgðin á þessum samningi liggur hjá þessu fólki sem tókst hvorki að sannfæra þing né þjóð.

Þess vegna er eiginlega sorglegt að hlusta á Jóhönnu og Steingrím tala niður til lýðræðis og þjóðar sinnar eins og þau gera i dag. Fólkið sem hefur haldið svona illa á okkar málum ætti að sjá sóma sinn í því að vera með henni í að reyna að bæta skaðann í stað þess að bæta við skömmina.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Það er gaman að sjá hvað þið sjálfstæðismenn eruð allt í einu orðnir miklir lýðræðissinnar. Þið takið þá væntanlega vel í kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið, sem þegar er farin að heyrast, nú þegar þjóðin kemst upp á lagið.

  • Anonymous

    http://dagskra.ruv.is/ras1/4489514/2010/03/05/0/Jóhanna og Steingrímur eru sorglegir stjórnmálamenn sem vinna fyrst og fremst að því að halda völdum en ekki að hagsmunum þjóðarinnar. Hún segir að kosningin bjóði enga kosti. Ánægjulegt að hún átti sig á því að það geti enginn kosið þessa samninga hennar yfir þjóðina (nema einhverjir læmingja samfylkingarmenn sem tilbúnir eru tilbúnir að hoppa fyrir björg fyrir flokk sinn). Einnig bendir hún á að eftir áramót hafi staðan gjörbreyst. Það er rétt hjá henni, enda voru völdin af þeim tekin einmitt þá og kom þá í ljós hversu illa þau stóðu að þessum samningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur