Þriðjudagur 25.03.2008 - 09:39 - 1 ummæli

Nafnlaus sannleikur.

Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar birtist á síðum fréttablaðsins í dag. Fetar þar í fótspor Hallgríms Helgasonar sem herjar nú á Þorstein Pálsson fyrir að vilja ekki játa sig sekan um það sem borið er á hann nafnlaust á síðum Herðubreiðar.

Orðhengilsháttur og evrópumet í útúrsnúngum einkenna pistil Karls. Læt mér þannig séð í léttu rúmi liggja hverju Karl trúir og líklega trúir hver því sem honum hentar í þessu máli enda sannleikurinn ekki fyrirliggjandi.

En ritstjórinn tekur ekki mark á neitun hinna ákærðu og fullyrðir að ferð hans sé farin í nafni sannleikans sem hann hefur óumdeildan frá manni sem hefur klárlega hag af því að sagan líti út eins og hann segir.

Fæ alltaf léttan hroll þegar menn segjast kyndilberar sannleikans og sannleikans eina. þá þarf ekki sannanir til. Þar duga ásakanirnar einar, nafnlausar. Látum þessa andskota neita og látum þá neita meira þegar okkur sýnist neitunin ekki afgerandi.

Hvar endar svona?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    röggi minn,þú hefur eitthvað misskilið þetta.Menn eru að neita að svara efnislega einfaldri spurningu og grípa til orðaleikja eins og „kannast ekki við…“.Lestu svo dv.is í dag þar sem segir að steini páls ritstjóri hafi látið eyða gögnum um Baugsmálið.Þetta er samt farið að verða soldið fyndið – ritstjóri Baugstíðinda er þá greinilega partur af samsærinu eða hvað ?óborganlegt bara.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur