Föstudagur 19.11.2010 - 16:02 - Rita ummæli

Það er er orðið nokkuð langt síðan ég tjáði mig þann gjörning Breta að setja hryðjuverkalög á Íslenska bankaræningja. Skoðun mín þá var og er enn að best hefði verið að við sjálf hefðum haft einhverja þá löggjöf sem dyggði til að koma í veg fyrir gripdeildir stórþjófa í fjármálageiranum. Mín vegna mega þau lög sem koma í veg fyrir það sem varð heita hryðjuverkalög og mér er líka alvegt sama hvort viðkomandi þjófar væru Íslenskir eður ei.

Nú ætla nokkrir þingmenn að eyða tíma sínum og annarra til að reyna að höfða mál gegn Bretum vegna setningu hryðjuverkalaganna. þetta er svo algerlega út úr kú að engu tali tekur og merkilegt að þingmennirnir geti ekki fundið sér eitthvað sterkara til að hugsa um núna.

Það eru okkar menn sem eru sökudólgar og ég bara get ekki skilið að hægt sé að amast við því að Bretar reyndu að bregða fyrir þá fæti og stöðva blæðinguna sem þessir kónar voru að valda. Hvað höldum við Íslendingar að við séum?

Hvernig tækjum við því ef eitthvert erlent ríki færi að skipta sér af setningu laga á Íslandi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur