Þriðjudagur 13.11.2007 - 09:15 - 2 ummæli

Geir Ólafsson gefur út disk.

Stór dagur í Íslenskri tónlistarsögu í dag því meistari Geir Ólafsson gefur út sinn annan disk. Er með þrusuband á bakvið sig. 20 manna stórsveit sem hjálpar kallinum.

Ég hef með eindæmum gaman að drengnum. Vilji hans til að verða frægur hefur skilað honum talsverðri frægð. Ekki oft sem fólk sem vill láta kalla sig listamenn orða hlutina þannig að frægð sé málið en listin sjálf aukaatriði.

Ekki verður á móti mælt að skemmtanagildi Geirs er töluvert. Hann liggur mitt á milli Leoncie og Hallbjörns Hjartarssonar. Hefur gríðarlega gaman að sjálfum sér og það hjálpar.

Vona að mogginn fari eitthvað mildari höndum um þennan disk en hinn fyrri sem hann gaf út. Mig minnir að það hafi verið hinn orðprúði Dr Gunni sem slátraði afurðinni og fyrirögnin var eftirminnileg mjög.

„Ekki meir Geir“

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur