Getur það gerst að frægasti og ríkasti verðbréfamiðlari landsins riði nú til falls? Hann virkar í það minnsta forn í skapi og fremur taugaveiklaður. Sendir frá sér tilkynningar ótt og títt um hvað hann telji að þurfi að gerast til þess að félög sem hann veðjaði á rjúki upp svo hann geti selt með hraði.
Auðvitað hljóta menn eins og hann að skulda mikið. Hvenær ætli komi að skuldadögunum. Hann skuldar kannski svo mikið að ekki er nokkur vegur annar en að þrauka og vona.
Samt er það þannig að ég hef í laumi dáðst að því hvernig hann og fleiri hafa getað kreist peninga útúr öllu og öllum. Allt verður að gulli. Þessir gaurar eru auðvitað brautryðjendur. Með óteljandi kennitölur á sínum snærum og eignarhaldsfélög mýmörg sem henta vel til að taka mesta höggið. Eru allsstaðar og hvergi. Gamli kolkrabbinn bjó ekki að svona löguðu. Þeir voru bara í tíkallabusiness.
Spennandi tímar. Kannski skiptir þetta engu máli því á krepputímum eins þá græðir annar. Og ekki ólíklegt að ef Hannes Smárason fer niður núna að þá komi bara nýr Hannes inn.
það er nú einu sinni gangurinn…
Röggi.
Rita ummæli