Þriðjudagur 27.11.2007 - 12:58 - Rita ummæli

Hver vill ójafnrétti?

Ójafnréttið er staðreynd. Óþægileg mjög og enginn veit af hverju það er til. Enginn bað um það og fáir styðja það beinlínis. Ég þoli það ekki hvort sem það bitnar á móður minni eða dóttur.

Þekki engan karlmann sem er fylgjandi ójafnrétti. Samt er umræðan oft eins og við strákarnir, tegundin, séum óvinurinn sem hafi sérpantað það og viðhaldið meðvitað.

Er það niðurstaðan? Öfgafemínistar eru þreytandi en nauðsyn sennilega því þær eru hreyfiafl. En kjánaskapurinn stundum yfirgengilegur. Hausatalningar í silfri Egils eru í besta falli barnaleg leikskólavísindi. Hvað eiga þær að sanna?Kannski það að konur vilja ekki eða langar ekki. Sjá ekki tilganginn eða eiga ekki heimagengt. Ekki hugmynd.

Löggjöf hjálpar til en leysir ekki vandann að fullu. Þá væri hann úr sögunni. Lausnin er ekki auðfundin og kannski er enginn sjálfvirk lausn. Við höfum þokast áfram þó of hægt fari. Bæði erum við strákarnir að opna augun og stelpurnar eru farnar að sækja sér jafnrétti hver og ein á vinnustöðum.

Vinnuveitandanum hlýtur að vera sama um það hvort frábær starfskraftur sem hann hefur er karl eða kona. það er staðreynd að fólki er mismunað í launum og þannig á það að vera. En sú mismunun má auðvitað ekki snúast um kyn.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur