Var rétt í þessu að ljúka yfirferð minni í gengum DV. Tekur að jafnaði fljótt af en þó les ég það sem Reynir Traustason skrifar alltaf. Skruggugóður oft.
En í dag datt hann í bullið. Þar er hann að skamma Júlíus Vífil fyrir að vega að mannorði Össur Skarphéðinnssonar! Það þarf einbeittan vilja til að lesa svona úr atburðarásinni sem varð þegar Össur skrifaði pistilinn fræga um sexmenningana. Orsök og afleiðing skiptir hér máli.
það var Össur en ekki Júlíus sem uppnefndi og talaði um að einhverjir væru ekki með réttu ráði. Sem mér finnst mjög slappt hjá Össuri enda maðurinn snillingur hins ritaða orðs auk þess sem málsstaður hans var svo góður að ekki hefði átt að þurfa að grípa til svona óyndisskrifa.
Frekar en áður. Hvað Reyni Traustasyni gengur til með þessum magnaða umsnúningi á sögunni veit sennilega enginn. Kannski er bara ekki einfalt að þurfa að skrifa eitthvað á degi hverjum, gáfulegt. Þá er hentugt að grípa til þess að skrifa eitthvað sem þú heldur að markhópurinn sé ánægður með. Sannleikurinn og sagan er þá bara aukaatriði.
Í dag skaut hann yfir markið.
Röggi.
Fyrir gefðu, þetta gæti verið rétt hjá þér en ég botna ekkert í þessari grein sem þú sjálfur skrifaðir, orðalægjið málefnalegt, ert greinilega góður penni.EN! það er ekki gott að skilja greinina þína, þannig að maður skilji hana. takk fyrir
Það er nú ekkert nema von, að Reynir verji Össur.Reynir þarf að verja þa´sem eru ,,vinir“ stærstu spilarana í GGE dæminu. Ekkert nema von, að hann vilji höggva að Júlíusi, þar sem honum tokst að halda VG við efnið og koma öllu plottinu um HS á byrjunarreit.Er ekki sammála þér um skrif Reynis hin síðari misserin, drengurinn gat betur hér í eina tíð, þegar honum brann enn eldur hugsjóna að Vestan.