Miðvikudagur 28.11.2007 - 09:27 - 1 ummæli

Dómarar leggja ekki lið í einelti.

Ég er dómari í körfubolta og hef því skoðanir á öllu sem snýr að dómgæslu almennt og þá er sama í hvaða grein við erum að tala um. Nú er stjóri chelsea að tala um að dómarar leggi sitt lið í einelti. Svona þvætting les maður alltaf af og til.

Í mínum huga vantar stórlega uppa hjá mönnum sem lifað hafa og hrærst í greininni í langan tíma þegar svona ummæli koma frá þeim. Alls ekki er útilokað að lið geti verið óheppin með ákvarðanir dómara og jafnvel getur það gerst ítrekað. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni.

Dómarar eins og aðrir sem koma að íþróttum hafa aðeins eitt að leiðarljósi. Og það er að vera besti maður vallarins. Fá klapp á bakið og geta sagt að vel hafi tekist til þó hinn fullkomni leikur komi aldrei. Þetta gengur misvel enda eru dómarar manneskjur eins og leikmenn, og þjálfarar.

Leikir eru miserfiðir og leikmenn geta stundum gert starf dómaranna mjög erfitt með endalausum leikaraskap og óheilindum. Af hverju hafa þjálfarar ekki áhyggjur af því? Hvers vegna taka þessi ágætu menn yfirleitt alltaf málstað leikmanna sinna jafnvel þó hlutlausum virðist málstaðurinn afleitur?

Tvennt gæti hjálpað hér. Dómarar ættu að sjálfsögðu að sækja þjálfaranámskeið til þess að fá betri innsýn í það hvað þjálfarar eru að kenna. Og svo ættu þjálfarar og leikmenn hiklaust að taka dómarapróf.

Þannig fengjum við betri dómara án vafa og leikmenn og þjálfarar fengju betri innsýn í það hvernig er að standa úti á vellinum og flauta í flautuna. það er ekki auðvelt og verður ekki auðveldara í því umhverfi sem mönnum er búið í Englandi í dag.

Dómarar eru heiðarlegt fólk eins og þjálfarar. Misgóðir eins og þjálfarar en engum dettur í hug að halda því fram að þjálfari sem ekki getur alltaf náð sínu besta fram sé óheiðarlegur.

Eðlilega.

Röggi.

Þá kannski myndu svona bull yfirlýsingar heyra sögunni til.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Dómarar hafa nú lagt lið í einelti en þá eru líka mútur og veðmál aðal orsök þess! En rétt hjá þér að dómarar leggja ekki lið í einelti undir venjulegum kringumstæðum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur