Færslur fyrir nóvember, 2007

Miðvikudagur 14.11 2007 - 14:25

Létt skotinn í Björgvin G.

Ég er sjálfstæðismaður. Ekki af gamni mínu heldur trúi ég að ákveðin grundvallatriði og þó ég sé oft grautfúll með mína menn þá hleyp ég ekki undan. En ég er oft skotinn í fólki úr hinum liðunum. Ég var skrambi ánægður með þegar Björgvin G varð ofar en Lúðvik í prófkjöri samfylkingar á sínum tíma. […]

Miðvikudagur 14.11 2007 - 13:42

Siðleysi Jónasar.

Hvað er hægt að segja um Jónas Garðarsson sem ekki hefur verið sagt áður? Hvernig stendur á því að maðurinn metur æruna ekki dýrar en hann virðist gera. Er hann algerlega vinalaus? Getur enginn nákominn honum komið honum í skilning um að hann er að setja ný viðmið í siðleysi? Annars er greinilegt að það […]

Þriðjudagur 13.11 2007 - 16:48

Eiður áfram leiðtoginn.

Eiður áfram fyrirliði. Kannski hefur hann lofað bót og betrun. Nema auðvitað að hvorki hann né KSÍ kannski við nein agabrot. Storkurinn hefur áður stungið hausnum í sandinn. Ferguson kallinn væri fyrir löngu búinn að losa sig við svona hegðun jafnvel þó það þýddi að drengurinn hyrfi á braut. Og Ólafur losaði sig reyndar við […]

Þriðjudagur 13.11 2007 - 15:29

Hvernig líta félagsmenn í al kaida út?

Heyrði í fréttum áðan að 15 liðsmenn al kaida hefðu fallið í átökum í Írak. Hvernig eru félagsmenn í þeim samtökum auðkenndir frá öðrum sem vilja vera með uppsteyt í Írak? Eru samtökin með skrifstofu og liðsmenn einkennismerktir? Voru mennirnir kannski spurðir áður en þeir voru drepnir? Eru kannski allir vondir menn í heiminum al […]

Þriðjudagur 13.11 2007 - 14:51

Þreyttur Steingrímur J

Ég skil svosem yfirleitt lítð í VG. Er í öllum grundvallaratriðum andvígur þeirra stefnu og allt í góðu með það. Hef eins og flestir lengi borið nokkra virðingu fyrir Steingrími formanni þó verulega hafi fjarað undan þeirri virðingu þegar karlinn skaut sig í fótinn eftir síðustu kosningar. Hann virkar þreyttur og afundinn. Pikkfastur í gömlum […]

Þriðjudagur 13.11 2007 - 09:15

Geir Ólafsson gefur út disk.

Stór dagur í Íslenskri tónlistarsögu í dag því meistari Geir Ólafsson gefur út sinn annan disk. Er með þrusuband á bakvið sig. 20 manna stórsveit sem hjálpar kallinum. Ég hef með eindæmum gaman að drengnum. Vilji hans til að verða frægur hefur skilað honum talsverðri frægð. Ekki oft sem fólk sem vill láta kalla sig […]

Þriðjudagur 13.11 2007 - 08:47

Landssöfnun KR stendur sem hæst.

Nú stendur sem hæst árleg landssöfnun KRinga á leikmönnum í fótbolta. Merkilegt fyrirbrigði sem brestur á á hausti hverju og þá venjulega eftir dapurt gengi sumarið á undan. Þó er það ekki algilt því þessi söfnunarárátta getur líka orðið all heiftarleg þó vel hafi gengið. Hver kannast ekki við myndir af forráðamönnum KR glaðbeittum á […]

Mánudagur 12.11 2007 - 22:51

Hver getur misskilið Þórhall?

Páll Magnússon útvarpsstjóri er gersamlega búinn að gleyma því hvernig var að reyna að vera í samkeppni við rúv. Auglýsingar og afnotagjöld auk fjárframlaga frá ríkinu tryggðu yfirburðaaðstöðu. Og það sveið. Og svíður enn. Þórhallur talar um misskilning. Hvað er hægt að misskilja hér? Bankamaðurinn setur peninga í verkefni skilyrt. Og skilyrðin eru hver? Útúrsnúngar […]

Mánudagur 12.11 2007 - 16:03

Nýr staður-ný stund.

Þá er ég kominn hingað. Sem er gleðiefni í sjálfu sér. Kveð Moggabloggið og finnst næstum eins og ég sé að kveðja einhvern nákominn. Þar byrjaði ég að skrifa eftir fjölmörg ritlaus ár. Og held því áfram hér…. Röggi

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur