Þriðjudagur 04.12.2007 - 22:35 - Rita ummæli

Íslensk menntastefna enn gjaldfelld.

Þá er OECD enn og aftur að staðfesta að eitthvað er alvarlegt að í menntamálum okkar hér. Gott að sjá að Þorgerður Katrín hefur náð að safna kjarki og þorir að hafa skoðun á málinu. Síðast þegar sama stofnun mældi okkur svona þá sagði hún nefnilega að ekkert væri að marka, við værum svo sérstök, lítil, og langt í burtu.

Þetta setur væntanlega krydd í væntanlegar kjaraviðræður við kennara. þær verða reyndar að vera alvöru kjaraviðræður þar sem hlutirnir snúast ekki bara um hærri laun kennara og styttri kennsluskyldu.

Ég get ekki með nokkru móti séð að þessar nýjustu sannanir fyrir því að kerfið okkar virkar ekki sannfæri verkkaupann um að áfram skuli haldið á sömu braut. Forysta kennara mun án efa halda því fram að ástæða þessara niðurstaðna sé lág laun kennara og langur vinnudagur. það kaupi ég ekki.

Nú verður að ná fram breytingum jafnvel þó að hér þurfi að beita sömu aðferðum og danir eru að beita. Kollegi Þorgerðar hefur lýst því yfir að forysta kennara þar í landi muni ekki komast upp með lengur að halda málaflokknum í gíslingu og koma í veg fyrir nauðsynlegar umbætur á þeirra kerfi.

Þar mótmæla samtök kennara líka öllum breytingum sjálfkrafa. Engum til hagsbóta og allra síst þeim sjálfum. Núverandi fyrirkomulag hentar engum. Nemendur skila sér í fallsæti og kennarar eru láglauna.

Eftir hverju er að bíða?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur