Þriðjudagur 11.12.2007 - 12:34 - Rita ummæli

Einkarekið heilbrigði.

Nú er vá fyrir dyrum. Ögmundur Jónasson var klökkur af geðshræringu í þinginu. Hvað er það versta sem fyrir okkur gæti komið? Jú, einkarekin heilbrigðisþjónusta.

Ríkisstjórnin er að „hrekja“ okkur til þess að einkareka þjónustu við sjúka. það væri dauðans alvara. Þá fá sjúkir og laskaðir enga þjónustu. Verða reknir á dyr fótbrotnir og fárveikir, bláfátækir án trygginga.

Allt of margir finna sig í amerískri hryllingsmynd þegar kemur að því að ræða einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Enda grýlunni haldið á lofti seint og snemma af mönnum eins og Ögmundi sem auðvitað vill helst að skjólstæðingar sínir hja BSRB og BHM séu sem flestir. Illa launaðir og óánægðir opinberir starfsmenn.

Heilsugæslan í salarhverfi, heilsugæslan í álftamýri, orkuhúsið og læknavaktin. Allt einkarekið. Hversu margir ætli viti það? Ríkð borgar brúsann en fagmennirnir reka businessinn. Þjónustan síst verri og reyndar talsvert betri. Og kostar ekki krónu meira en ríkisreknir starfsmenn eru að kosta okkur hundóánægðir og þar af leiðandi ekki nógu góðir starfsmenn.

Hættum þessari hysteríu og tölum um þessi mál af skynsemi og án fordóma. Stór hluti kerfissins er nú þegar einkarekinn öllum til heilla. Ríkið stendur ekki betur að svona rekstri en einkaaðilar. Ég hef reyndar aldrei skilið rökin. Af hverju ættu einkaaðilar að gera þetta verr? Hver vill ekki hafa viðskiptavininn ánægðan?

Það er ekkert verið að tala um að kollvarpa tryggingakerfinu. Miklu frekar er verið að tala um að nýta fé betur en nú gerist hjá ríkinu. Gera þjónustu samning við fagaðila um ákveðna hluti. Þetta gengur vel í dag og við eigum án vafa að skoða þessa leið betur.

það er ekkert að óttast.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur