Þriðjudagur 11.12.2007 - 22:58 - 2 ummæli

Handbolti og kynlíf.

Handbolti eru ekki mínar ær og kýr. Læt mér almennt í léttu rúmi liggja hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá handboltafólkinu. Ég vissi til dæmis ekki að til væri síða sem heitir handbolti.is fyrr en Rúnar vinur minn benti mér á hana.

Þar er að finna viðtöl sem stjórnarmaður HSÍ tekur við ungt handboltafólk af báðum kynjum. Bæði skriflegt og lifandi. Kannski er það bara ég, og Rúnar, en er ekki eitthvað undarlegt við að meginþemað virðist vera kynlíf hjá spyrjanda?

Ung stúlka í kvennalandsliðsferð á fullt í fangi með að verjast, ja í besta falli barnalegum spurningum um hluti sem ég myndi aldrei spyrja um.

Sjón er sögu ríkari. Handbolti.is

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur