Sunnudagur 16.12.2007 - 21:32 - Rita ummæli

Ekkert verðsamráð.

Glimrandi fín frétt á rúv í kvöld um verðmun á þjónustu hársnyrtistofa. Hellings verðmunur sem er gott og eðlilegt. Fréttamaðurinn taldi fréttina reyndar vera þessi mikli verðmunur. Stundum allt að helmingsmunur.

Þetta eru góð tíðindi af greininni hefði ég haldið. Eðlileg samkeppni og mikill verðmunur. Við erum orðin svo vön verðsamráði og einnarkrónu verðmuninum sem matvörumafíur landsins hafa komið sér upp að við teljum það stórtfrétt ef einhversstaðar finnst samkeppni í verðum.

Hvenær skyldum við fá að viðlíka fréttir af matarkaupmönnum, tryggingasölum, eldsneytissölum eða hvað þeir heita nú kaupmennirnir sem ekki treysta sér til þess að stunda raunverulega samkeppni í verðum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur