Mánudagur 17.12.2007 - 16:04 - Rita ummæli

Kalli Bjarni þegir.

Hvernig ætli standi á því að Kalli Bjarni þorir ekki að segja frá þeim sem fengu hann til að að burðast með dóp til landsins? Jú örugglega að hluta til óttinn við hefnd en kannski líka vegna þess að alls ekki er hægt að átta sig á því hver hagur mannsins væri af því að tala.

Ekki græddi Grétar í líkfundamálinu nokkuð á blaðrinu. Hann bókstaflega upplýsti málið á meðan snillingurinn félagi hans, Jónas, laug sig rangeygðan vikum saman. Niðurstaðan var að sjálfsögðu sama refsing handa báðum.

Jón Gerald fékk þau skilaboð að ákærur hans gegn baugi væru ekki marktækar vegna þess að hann legði fæð á baug! Frábært alveg enda algengt í meira lagi að menn beri hlýhug til þeirra sem þeir ákæra.

Fleiri dæmi eru til sem virðast benda til þess að dómskerfið hér viti hreint ekki hvernig á að taka á þeim sem kunna að vilja greiða veg réttvísinnar.

Ég spyr eins og fávís rakari. Hver græðir á þessu aðrir en vondu kallarnir?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur